Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Finnland 34-18 | Finnar engin fyrirstaða Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2013 11:02 Mynd/Valli Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni EM vel í kvöld er liðið rúllaði yfir slakt lið Finna. Sextán marka sigur var síst of stór. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Gríðarlegur styrkleikamunur á liðunum og hann sást strax frá upphafi. Íslenska liðið tók strax öll völd á vellinum og leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 18-8. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Sonju Koskinen í finnska markinu hefði munurinn verið mun stærri. Íslenska liðið að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Þær stóðu vörnina vel og spiluðu oft á köflum flottan sóknarbolta. Opnuðu línuna hvað eftir annað en hefðu mátt nýta færin betur. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en stelpurnar héldu áfram að keyra og fá sem mest út úr leiknum. Það gekk svona misvel. Klaufagangur oft á sóknarleiknum en kom ekki að sök þar sem andstæðingurinn var mjög slakur. Markverðir íslenska liðsins vörðu mjög vel í kvöld. Varnarleikurinn til fyrirmyndar lengstum. Sóknarleikurinn misjafn og maður hefði viljað sjá á köflum betri sóknarleik gegn þessum andstæðingi. Allar stelpur fengu að spila og skiluðu flestar sínu. Þær verða þó ekki dæmdar af þessum leik sem var ekki mikið meira en æfingaleikur fyrir þær. Gott að byrja með sannfærandi sigri engu að síður og vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir næstu leik. Unnur: Eins gott að skotin fóru innNýliðinn Unnur Ómarsdóttir var í byrjunarliði Íslands í kvöld og skilaði heldur betur góðu verki. Fjögur skot og fjögur mörk. "Þetta er risadagur fyrir mig. Ég var svolítið stressuð í upphafi en leið samt vel. Fann fyrir trausti frá þjálfurunum og stressið fór því fljótt," sagði Unnur afar brosmild. "Ég er mjög fegin. Það var eins gott að skotin fóru inn hjá mér," sagði Unnur og hló. "Ég hef stefnt að þessu lengi. Ég hef verið viðloðandi liðið en ekkert fengið að spila. Nú er ég komin í liðið og það er gott," sagði Unnur en fer hún ekki fram á að halda byrjunarliðssæti sínu? "Vonandi fæ ég að spila áfram. Það var gott fyrir mig að byrja á svona leik. Ég vissi ekkert hvernig þetta lið var en þetta var rosalega gaman." Ágúst: Búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinnaÁgúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari var að vonum nokkuð léttur eftir leik enda öruggur sigur í höfn. Þetta var líka eflaust léttir fyrir hann enda hefur lið hans í Danmörku, SönderjyskE, ekki enn unnið leik í dönsku deildinni. "Ég var búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinna leik," sagði Ágúst brosmildur. Yfirburðir íslenska liðsins voru mjög miklir í þessum leik og Ágúst hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram allan leikinn. "Þetta var fínt og gott að geta hreyft allan mannskapinn í dag. Við erum aðeins að vinna með 5-1 varnarleikinn og það gekk ágætlega í dag. Við fórum kannski illa með mörg færi en það var fagmennska hjá stelpunum að halda haus í 60 mínútur. "Við fórum sérstaklega illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og það getur verið dýrt gegn sterkari andstæðingi. Heilt yfir var ég samt nokkuð sáttur við leik liðsins. Það var fínt að fá þennan leik og geta prufað marga nýja leikmenn. Íslenski handboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni EM vel í kvöld er liðið rúllaði yfir slakt lið Finna. Sextán marka sigur var síst of stór. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Gríðarlegur styrkleikamunur á liðunum og hann sást strax frá upphafi. Íslenska liðið tók strax öll völd á vellinum og leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 18-8. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Sonju Koskinen í finnska markinu hefði munurinn verið mun stærri. Íslenska liðið að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Þær stóðu vörnina vel og spiluðu oft á köflum flottan sóknarbolta. Opnuðu línuna hvað eftir annað en hefðu mátt nýta færin betur. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en stelpurnar héldu áfram að keyra og fá sem mest út úr leiknum. Það gekk svona misvel. Klaufagangur oft á sóknarleiknum en kom ekki að sök þar sem andstæðingurinn var mjög slakur. Markverðir íslenska liðsins vörðu mjög vel í kvöld. Varnarleikurinn til fyrirmyndar lengstum. Sóknarleikurinn misjafn og maður hefði viljað sjá á köflum betri sóknarleik gegn þessum andstæðingi. Allar stelpur fengu að spila og skiluðu flestar sínu. Þær verða þó ekki dæmdar af þessum leik sem var ekki mikið meira en æfingaleikur fyrir þær. Gott að byrja með sannfærandi sigri engu að síður og vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir næstu leik. Unnur: Eins gott að skotin fóru innNýliðinn Unnur Ómarsdóttir var í byrjunarliði Íslands í kvöld og skilaði heldur betur góðu verki. Fjögur skot og fjögur mörk. "Þetta er risadagur fyrir mig. Ég var svolítið stressuð í upphafi en leið samt vel. Fann fyrir trausti frá þjálfurunum og stressið fór því fljótt," sagði Unnur afar brosmild. "Ég er mjög fegin. Það var eins gott að skotin fóru inn hjá mér," sagði Unnur og hló. "Ég hef stefnt að þessu lengi. Ég hef verið viðloðandi liðið en ekkert fengið að spila. Nú er ég komin í liðið og það er gott," sagði Unnur en fer hún ekki fram á að halda byrjunarliðssæti sínu? "Vonandi fæ ég að spila áfram. Það var gott fyrir mig að byrja á svona leik. Ég vissi ekkert hvernig þetta lið var en þetta var rosalega gaman." Ágúst: Búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinnaÁgúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari var að vonum nokkuð léttur eftir leik enda öruggur sigur í höfn. Þetta var líka eflaust léttir fyrir hann enda hefur lið hans í Danmörku, SönderjyskE, ekki enn unnið leik í dönsku deildinni. "Ég var búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinna leik," sagði Ágúst brosmildur. Yfirburðir íslenska liðsins voru mjög miklir í þessum leik og Ágúst hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram allan leikinn. "Þetta var fínt og gott að geta hreyft allan mannskapinn í dag. Við erum aðeins að vinna með 5-1 varnarleikinn og það gekk ágætlega í dag. Við fórum kannski illa með mörg færi en það var fagmennska hjá stelpunum að halda haus í 60 mínútur. "Við fórum sérstaklega illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og það getur verið dýrt gegn sterkari andstæðingi. Heilt yfir var ég samt nokkuð sáttur við leik liðsins. Það var fínt að fá þennan leik og geta prufað marga nýja leikmenn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni