Fleiri fréttir

Eigum góða möguleika á að skora í kvöld

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt að leikmenn endurtaki ekki mistökin sem þeir gerðu í æfingaleiknum gegn Rússlandi í síðasta mánuði. Ísland mætir Slóveníu ytra í undankeppni HM 2014 í kvöld.

Yngstur í góðum hópi

Hinn 18 ára gamli Elvar Már Friðriksson varð fimmti Íslendingurinn í sögunni sem skorar yfir 19 stig að meðaltali fyrir Njarðvík á einu tímabili.

Hrygningarstofninn sá minnsti í sögunni

Það var líka athyglisvert að árin sem veiðin var hvað mest var mikil selta í hafinu. Samsvörun seltu og endurheimtun á laxi virðist því greinileg, og ástæða til að vakta frekar.

Man. Utd er drápsvél

Man. City hefur ekki gengið sem skildi að verja meistaratitilinn á Englandi og í raun var baráttunni lokið nú um miðjan mars.

Ingi Þór verður með Snæfell til ársins 2016

Ingi Þór Steinþórsson hefur gert nýjan samning við Snæfell og mun því starfa í Stykkishólmi í það minnsta til ársins 2016. Ingi Þór gerði Snæfell að Íslandsmeisturum og bikarmeisturum karla vorið 2010 og stelpurnar hafa náð sínum besta árangri undir hans stjórn. Þetta kemur fram á karfan.is.

HK á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni

HK tryggði sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla eftir fjögurra marka sigur á ÍR, 26-22, í Austurbergi í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK hefur þar með fjögurra stiga forskot á Val og fimm stiga forskot á Aftureldingu þegar aðeins ein umferð er eftir.

Akureyringar verða áfram í N1 deildinni

Akureyringar tryggðu sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla í handbolta með fjögurra marka sigri á Aftureldingu, 29-25, í fallslag í næst síðustu umferð deildarkeppninnar en spilað var í Höllinni á Akureyri í kvöld.

Hamburg fyrsta liðið inn í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar

Þýska liðið HSV Hamburg varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeoldarinnar í handbolta. HSV Hamburg komst áfram þrátt fyrir þriggja marka tap á heimavelli á móti slóvenska liðinu Celje Pivovarna Lasko, 28-31.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 25-23

FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 19-22 | Valsmenn enn á lífi

Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla eftir þriggja marka sigur á deildarmeisturum Hauka, 22-19, á Ásvöllum í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. Valsmenn eiga því ennþá möguleika á því að bjarga sér frá falli úr deildinni.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 102-86

Stjarnan vann Keflavík, 102-86, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn fór fram í Ásgarði. Þetta var fyrsti leikur liðanna í einvíginu en liðið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin. Jovan Zdravevski, Justin Shouse og Jarrid Frye voru allir frábærir í liði Stjörnunnar og leiddu lið sitt til sigurs.

Van Persie sakar UEFA um heigulshátt

Robin van Persie, framherji Manchester United, er allt annað en sáttur með frammistöðu forráðamanna dómaranefndar UEFA í kjölfars leiksins á móti Real Madrid þar sem tíu menn United duttu út úr Meistaradeildinni.

Räikkönen segir sigurinn engu breyta

Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu.

Þetta er bara fótbolti

Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður á ekki von á öðru en að hann verði í byrjunarliði Íslands gegn Slóveníu á morgun. Hann hefur hagað öllu sínu undirbúningstímabili á Íslandi með þennan leik í huga.

Meiðslafrír í fyrsta sinn í sex ár

Kolbeinn Sigþórsson er allur að koma til eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla í haust. Hann verður líklega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í Ljubljana á föstudagskvöldið.

Pandev segir FIFA hafa gert mistök

Goran Pandev, leikmaður Napoli og fyrirliði makedónska landsliðsins, segir að FIFA hafi birt vitlausan seðil hjá sér í kjöri á þjálfara ársins.

Sölvi Geir: Er í nógu góðu standi

Sölvi Geir Ottesen segist alltaf hafa stefnt á að komast í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Slóveníu, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað með félagsliði sínu.

Vettel segir Red Bull búið að leysa vandann

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina.

30. úrslitakeppnin hefst í kvöld - tölurnar tala

Átta liða úrslit úrslitakeppni Dominos-deildar karla hefjast í kvöld með tveimur leikjum en þetta er 30. úrslitakeppnin frá upphafi. Sú fyrsta fór fram 1984 og innihélt þá bara fjögur lið en nú keppa átta lið um Íslandsmeistarabikarinn í sautjánda sinn.

Rio segir ekkert óeðlilegt við Katar-ferð sína

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, er mikið á milli tannanna á fólki þessa dagana. Nú þarf hann að verja þá ákvörðun sína að fljúga til Katar þegar enska landsliðið mætir San Marinó.

Liverpool óttast ekki að missa Suarez

Luis Suarez, framherji Liverpool, setti allt í loft upp í gær þegar hann lýsti því yfir að hann væri til í að skoða að fara frá Liverpool ef Meistaradeildarlið sýndi honum áhuga.

Actavis orðinn aðalstyrktaraðili Ásdísar

Actavis á Íslandi og Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari og lyfjafræðingur hafa gert með sér samkomulag um að Actavis verði aðalstyrktaraðili Ásdísar fram yfir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016.

Þjálfari Slóvena fyrrum liðsfélagi Ásgeirs

Srecko Katanec er nýtekinn við landsliðsþjálfarastarfi Slóvena á ný en hann var við stjórnvölinn þegar að landsliðið vann sína fræknustu sigra í stuttri sögu þjóðarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - KR 83 - 121

KR-ingar sendu sterk skilaboð með 38 stiga sigri sínum í Þorlákshöfn í úrslitakeppni Dominos deild karla í kvöld. Allt frá fyrstu sekúndum leiksins voru gestirnir mun sterkari og þeir einfaldlega gengu frá leiknum í öðrum leikhluta.

Toure vill vera áfram hjá City

Forráðamenn Man. City eru ekki að hafa miklar áhyggjur af hótunum umboðsmanns Yaya Toure. Sá hefur lýst því fyrir að Toure fari frá félaginu verði ekki búið að ganga frá nýjum samningi um helgina.

Reading vill fá Poyet

Samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar þá er Gus Poyet, stjóri Brighton, eftir á blaði hjá Reading sem leitar nú að nýjum stjóra.

Gerrard vill vera hetja með enska landsliðinu

Steven Gerrard og hans kynslóð mun líklega fá sitt síðasta tækifæri með landsliðinu á stóra sviðinu á HM í Brasilíu. Það tækifæri á að nýta vel eftir mörg vonbrigði.

Gömlu góðu dagarnir

Í æfingaleiknum gegn Rússlandi á Spáni í febrúar bauð Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari upp á afar forvitnilegt byrjunarlið. Alls fimm sóknarþenkjandi leikmenn, lipra og marksækna, með tveimur snöggum bakvörðum þar að auki. Á miðjunni var svo eitt akkeri (Emil Hallfreðsson) og svo miðverðir og markvörður fyrir aftan hann.

Sjö ára eltingarleik lokið?

Justin Shouse ætlar sér að verða Íslandsmeistari í körfubolta. Nú er lag því hann telur Stjörnuliðið í dag það besta síðan hann mætti í Garðabæinn árið 2008. Vonbrigði síðasta tímabils munu ekki endurtaka sig.

Hítará uppseld!

Allt tal um dræma sölu veiðileyfa á ekki við alls staðar. Góð veiði í fyrrasumar og margvíslegar breytingar hafa tryggt að Hítará er uppseld; fyrst allra veiðivatna fyrir sumarið 2013 að því er Veiðivísir þekkir til.

Ég ætla að komast til Ríó

Keflvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson hefur lagt vinnu til hliðar og hyggst helga sig alfarið íþrótt sinni, hjólastólaakstri. Markmiðið er einfalt: Þátttökuréttur á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó árið 2016.

Klessti á antilópu og varð að hætta keppni

Það er von á ýmsu þegar þú keppir í fjallahjólreiðum og þá erum við ekki bara að tala um mismundandi gæði og gerð brautarinnar. Því fékk einn keppandi i Cape Epic-hjólreiðakeppninni í Suður-Afríku að kynnast á mánudaginn var.

Hamarskonur unnu 1. deildina í kvöld

Kvennalið Hamars tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir 79-56 sigur á Stjörnunni í Hveragerði. Liðin mætast síðan í úrslitakeppninni þar sem það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í Dominos-deild kvenna.

Gascoigne: Ég hef bara farið á fimm fyllerí á ellefu árum

Paul Gascoigne, fyrrum leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og var í bráðri lífshættu í upphafi ársins eftir ofneyslu áfengis og annarra lyfja. Hann talaði um reynslu sína við Sky Sports.

Sergio Ramos: Real Madrid þarf mann eins og Busquets

Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins í fótbolta, segir að ef Real Madrid ætti að reyna að plata einhvern leikmann Barcelona yfir á Santiago Bernabeu þá ætti það að vera Sergio Busquets.

Stangveiði á Íslandi veltir 20 milljörðum

Spá fyrir næsta sumar var lágstemmd en jákvætt að aðstæður í sjó virðast hagfelldari en árið áður. Breytingar vegna hlýnunar sjávar gera hins vegar allar spár mjög erfiðar.

Stórleikur Atla Ævars dugði ekki

Atli Ævar Ingólfsson skoraði átta mörk fyrir SönderjyskE í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld en það dugði þó ekki liðinu sem tapaði á móti Team Tvis Holstebro og féll niður í áttaunda sæti deildarinnar.

Úrslitakeppnin er klár í kvennakörfunni - úrslit kvöldsins

Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið munu mætast í úrslitakeppni Dominos-deild kvenna í körfubolta en allt þetta er komið á hreint þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir. Valskonur urðu fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Haukakonur sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir sigur á KR. Keflavík, Snæfell og KR höfðu áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

Sjá næstu 50 fréttir