Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 19-22 | Valsmenn enn á lífi Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 21. mars 2013 19:00 Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla eftir þriggja marka sigur á deildarmeisturum Hauka, 22-19, á Ásvöllum í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. Valsmenn eiga því ennþá möguleika á því að bjarga sér frá falli úr deildinni. Valsmenn léku ellefu leiki í röð án þess að vinna frá nóvember til lok febrúar en unnu á Akureyri í síðustu umferð og náðu að fylgja því eftir í kvöld. Haukar hafa fyrir nokkru tryggt sér deildarmeistaratitilinn en töpuðu þarna sínum öðrum leik í röð. Valsmenn komust tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en staðan var 11-11 í hálfleik. Haukar skoruðu þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins og komust í 14-11 en Valsmenn komu til baka og komust síðan þremur mörkum yfir, 21-18 þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Þeir héldu út og unnu gríðarlega mikilvægan sigur. Leikurinn fór virkilega fjörlega af stað og var hann mjög jafn til að byrja með. Vörn Vals var gríðarsterk og Haukar áttu fá svör við henni á upphafsmínútunum. Staðan var 4 – 4 þegar 15 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Haukar komust þá yfir 5 – 4 með marki frá Sigurbergi Sveinssyni, hans fjórða mark í leiknum á þeim tímapunkti. Þá kom mjög góður kafli hjá Valsmönnum og var vörnin þeirra að trufla Haukamenn sem töpuðu nokkrum boltum klaufalega í kjölfarið. Valsmenn náðu tveggja marka forystu á 19. mínútu leiksins með laglegu hraðarupphlaupsmarki frá Sveini Aroni Sveinssyni. Haukar misnotu þrjú víti í fyrri hálfleik, tvö þeirra höfnuðu í stönginni en Hlynur Morthens, Markvörður Vals varði eitt. Hlynur átti stórleik í marki Vals í fyrri hálfleik og varði ein níu skot. Markvörður Hauka, Giedrius Morkunas, átti fínan fyrri hálfleik einnig og varði sjö bolta. Staðan var 11- 11 í hálfleik eftir að hornamaðurinn knái, Freyr Brynjarsson, leikmaður Hauka skoraði síðasta markið úr hraðarupphlaupi fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik byrjuðu heimamenn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Valsmenn gáfu þá í og jöfnuðu leikinn stuttu seinna og leikurinn var orðinn verulega jafn og spennandi á ný. Staðan var 18 – 18 eftir 50 mínútna leik og allt í járnum en þá náðu Valsmenn undirtökunum og varð það ekki síst Hlyni Morthens og öflugri vörn þeirra að þakka. Valsmenn komust þá tveimur mörkum yfir á 54. Mínútu með marki frá Sveini Aroni Sveinssyni og Aron Kristjánsson, þjálfara Hauka, tók leikhlé fyrir Hauka í kjölfarið. Það skilaði litlu og Valsmenn gengu á lagið og náðu þriggja marka forystu þegar um fjórar mínútur voru eftir. Hlynur varði þá víti frá Haukamönnum og sigurinn var í höfn, en Hlynur var klárlega maður leiksins með 17 varða bolta, þar af þrjú vítaskot. Haukar voru sjálfum sér vestir og misnotuðu úr mörg opnum færum í leiknum og það sást að það var allt undir hjá Valsmönnum en Haukar þegar orðnir deildarmeistarar og lítið í húfi. Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk fyrir Hauka í leiknum og var markahæstur heimamanna. Hjá Val skoraði Sveinn Aron Sveinsson sömuleiðis sex fyrir Valsmenn. Hlynur Morthens átti eins áður segir hörkuleik í markinu og varði mörg dauðafæri sem Haukar fengi í leiknum ásamt þrjú víti. Hlynur: Ég varð hreinlega að stíga upp„Svona eru allir leikir búnir að vera hjá okkur í vetur sérstaklega eftir áramót svo við erum orðnir svolítið vanir svona spennuleikjum. Það var jafnt þegar tíu mínútur voru eftir og ég varð hreinlega að stíga upp," sagði Hlynur Motrhens, markvörður Vals, kátur eftir leikinn „Þó Afturelding hafi tapaðað fyrir Norðan verðum við að búa okkur undir að mæta þeim í úrslitaleik og það verður svakalegur leikur á mánudaginn". „Staðan hjá okkur í allan vetur er að við klúðrum þessu á síðustu mínútunum. En nú klárum við þessa lokakafla og vonandi er það sem koma skal, í næsta leik allavega," sagði Hlynur að lokum. Þorbjörn: Vörnin var sterk hjá okkur „Við sýndum það á Akureyri í síðasta leik að við getum klárað svona leiki og þetta var sá hlutur sem við þurftum að yfirstíga. Núna erum við komnir með þetta en við vorum fyrst og fremst að vinna þetta á varnarleiknum hérna í kvöld. Sóknarleikurinn var alls ekki sterkur hjá okkur svo það var sterk vörn og góð markvarsla sem skóp þennan sigur," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn. „Maður vinnur mót á varnarleik, maður getur unnið einn og einn leik á sóknarleik en maður vinnur mótin á varnarleik" „Við fengum sjálfstraust eftir sigurinn í síðasta leik og leikmenn fengu trúna á því að þeir geta unnið leikina. Ég var í sjálfu sér ekkert smeykur hérna í restina um að við myndum missa þetta niður vegna þess að við vorum búnir að yfirstíga það fyrir Norðan. Það voru tekinn tvö víti hérna á mjög mikilvægum augnablikum og þetta hefði getað farið öðruvísi ef Hlynur hefði ekki varið". „Þó að það sé ekki mikil yfirferð á Hlyni að þá les hann leikinn vel og er oft á réttum stöðunum sem er auðvitað það sem markvarslan gengur út á," sagði Þorbjörn í lokin. Aron: Klikkuðum á allt of mörgum dauðafærum„Titillinn var kominn í hús og við töpum tveimur leikjum í röð eftir það. Á móti Fram í síðustu umferð var það spennustigið sem fór með okkur. Í þessum leik vorum við að spila fína 6-0 vörn en vorum hinsvegar að klúðra aragrúa dauðafæra," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn „Í fyrri hálfleik vorum við svolítið staðir en það kom meira flot á boltann hjá okkur í seinni hálfleik og meiri hraði ásam því að við náðum að skapa okkur mun fleiri færi. En klikkuðum alveg ótrúlega í mörgum dauðafærum hérna í kvöld, því miður“ „Við fórum í þennan leik til þess að vinna sem og síðasta leik líka en það tókst ekki. Deildin er ótrúlega jöfn og það segir sig sjálft að þegar annað liðið hefur allt að vinna og hitt liðið búið að tryggja sér efsta sætið að þá er alltaf munur á stemningunni og spennunni“ „Mér fannst við vera leggja okkur allan fram í þessum leik en Valsmenn voru bara betri. Ég set kröfu á mína menn að vinna næsta leik upp á úrslitakeppnina, á móti FH. Þar er bærinn undir og ég býst við mögnuðum leik," sagði Aron í lokin. Olís-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla eftir þriggja marka sigur á deildarmeisturum Hauka, 22-19, á Ásvöllum í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. Valsmenn eiga því ennþá möguleika á því að bjarga sér frá falli úr deildinni. Valsmenn léku ellefu leiki í röð án þess að vinna frá nóvember til lok febrúar en unnu á Akureyri í síðustu umferð og náðu að fylgja því eftir í kvöld. Haukar hafa fyrir nokkru tryggt sér deildarmeistaratitilinn en töpuðu þarna sínum öðrum leik í röð. Valsmenn komust tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en staðan var 11-11 í hálfleik. Haukar skoruðu þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins og komust í 14-11 en Valsmenn komu til baka og komust síðan þremur mörkum yfir, 21-18 þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Þeir héldu út og unnu gríðarlega mikilvægan sigur. Leikurinn fór virkilega fjörlega af stað og var hann mjög jafn til að byrja með. Vörn Vals var gríðarsterk og Haukar áttu fá svör við henni á upphafsmínútunum. Staðan var 4 – 4 þegar 15 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Haukar komust þá yfir 5 – 4 með marki frá Sigurbergi Sveinssyni, hans fjórða mark í leiknum á þeim tímapunkti. Þá kom mjög góður kafli hjá Valsmönnum og var vörnin þeirra að trufla Haukamenn sem töpuðu nokkrum boltum klaufalega í kjölfarið. Valsmenn náðu tveggja marka forystu á 19. mínútu leiksins með laglegu hraðarupphlaupsmarki frá Sveini Aroni Sveinssyni. Haukar misnotu þrjú víti í fyrri hálfleik, tvö þeirra höfnuðu í stönginni en Hlynur Morthens, Markvörður Vals varði eitt. Hlynur átti stórleik í marki Vals í fyrri hálfleik og varði ein níu skot. Markvörður Hauka, Giedrius Morkunas, átti fínan fyrri hálfleik einnig og varði sjö bolta. Staðan var 11- 11 í hálfleik eftir að hornamaðurinn knái, Freyr Brynjarsson, leikmaður Hauka skoraði síðasta markið úr hraðarupphlaupi fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik byrjuðu heimamenn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Valsmenn gáfu þá í og jöfnuðu leikinn stuttu seinna og leikurinn var orðinn verulega jafn og spennandi á ný. Staðan var 18 – 18 eftir 50 mínútna leik og allt í járnum en þá náðu Valsmenn undirtökunum og varð það ekki síst Hlyni Morthens og öflugri vörn þeirra að þakka. Valsmenn komust þá tveimur mörkum yfir á 54. Mínútu með marki frá Sveini Aroni Sveinssyni og Aron Kristjánsson, þjálfara Hauka, tók leikhlé fyrir Hauka í kjölfarið. Það skilaði litlu og Valsmenn gengu á lagið og náðu þriggja marka forystu þegar um fjórar mínútur voru eftir. Hlynur varði þá víti frá Haukamönnum og sigurinn var í höfn, en Hlynur var klárlega maður leiksins með 17 varða bolta, þar af þrjú vítaskot. Haukar voru sjálfum sér vestir og misnotuðu úr mörg opnum færum í leiknum og það sást að það var allt undir hjá Valsmönnum en Haukar þegar orðnir deildarmeistarar og lítið í húfi. Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk fyrir Hauka í leiknum og var markahæstur heimamanna. Hjá Val skoraði Sveinn Aron Sveinsson sömuleiðis sex fyrir Valsmenn. Hlynur Morthens átti eins áður segir hörkuleik í markinu og varði mörg dauðafæri sem Haukar fengi í leiknum ásamt þrjú víti. Hlynur: Ég varð hreinlega að stíga upp„Svona eru allir leikir búnir að vera hjá okkur í vetur sérstaklega eftir áramót svo við erum orðnir svolítið vanir svona spennuleikjum. Það var jafnt þegar tíu mínútur voru eftir og ég varð hreinlega að stíga upp," sagði Hlynur Motrhens, markvörður Vals, kátur eftir leikinn „Þó Afturelding hafi tapaðað fyrir Norðan verðum við að búa okkur undir að mæta þeim í úrslitaleik og það verður svakalegur leikur á mánudaginn". „Staðan hjá okkur í allan vetur er að við klúðrum þessu á síðustu mínútunum. En nú klárum við þessa lokakafla og vonandi er það sem koma skal, í næsta leik allavega," sagði Hlynur að lokum. Þorbjörn: Vörnin var sterk hjá okkur „Við sýndum það á Akureyri í síðasta leik að við getum klárað svona leiki og þetta var sá hlutur sem við þurftum að yfirstíga. Núna erum við komnir með þetta en við vorum fyrst og fremst að vinna þetta á varnarleiknum hérna í kvöld. Sóknarleikurinn var alls ekki sterkur hjá okkur svo það var sterk vörn og góð markvarsla sem skóp þennan sigur," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn. „Maður vinnur mót á varnarleik, maður getur unnið einn og einn leik á sóknarleik en maður vinnur mótin á varnarleik" „Við fengum sjálfstraust eftir sigurinn í síðasta leik og leikmenn fengu trúna á því að þeir geta unnið leikina. Ég var í sjálfu sér ekkert smeykur hérna í restina um að við myndum missa þetta niður vegna þess að við vorum búnir að yfirstíga það fyrir Norðan. Það voru tekinn tvö víti hérna á mjög mikilvægum augnablikum og þetta hefði getað farið öðruvísi ef Hlynur hefði ekki varið". „Þó að það sé ekki mikil yfirferð á Hlyni að þá les hann leikinn vel og er oft á réttum stöðunum sem er auðvitað það sem markvarslan gengur út á," sagði Þorbjörn í lokin. Aron: Klikkuðum á allt of mörgum dauðafærum„Titillinn var kominn í hús og við töpum tveimur leikjum í röð eftir það. Á móti Fram í síðustu umferð var það spennustigið sem fór með okkur. Í þessum leik vorum við að spila fína 6-0 vörn en vorum hinsvegar að klúðra aragrúa dauðafæra," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn „Í fyrri hálfleik vorum við svolítið staðir en það kom meira flot á boltann hjá okkur í seinni hálfleik og meiri hraði ásam því að við náðum að skapa okkur mun fleiri færi. En klikkuðum alveg ótrúlega í mörgum dauðafærum hérna í kvöld, því miður“ „Við fórum í þennan leik til þess að vinna sem og síðasta leik líka en það tókst ekki. Deildin er ótrúlega jöfn og það segir sig sjálft að þegar annað liðið hefur allt að vinna og hitt liðið búið að tryggja sér efsta sætið að þá er alltaf munur á stemningunni og spennunni“ „Mér fannst við vera leggja okkur allan fram í þessum leik en Valsmenn voru bara betri. Ég set kröfu á mína menn að vinna næsta leik upp á úrslitakeppnina, á móti FH. Þar er bærinn undir og ég býst við mögnuðum leik," sagði Aron í lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira