Fleiri fréttir

Villas-Boas: Þurfum að gera betur

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að sínir menn geti betur en þeir hafa sýnt að undanförnu. Liðið tapaði 1-0 fyrir Fulham í dag og hefur tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum.

Matthías skoraði fyrir nýliðana

Matthías Vilhjálmsson var á skotskónum þegar að Start hafði betur gegn Hönefoss, 3-2, í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Romero fór á kostum gegn Atletico

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin spiluðu frábæran leik gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og þýska liðið því í góðum málum fyrir síðari leikinn sem fram fer á heimavelli þeirra.

Steinþór kallaður inn í landsliðið

Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu á föstudaginn.

Guðmundur og Þórarinn spiluðu báðir

Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrsta deildarleik með Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni.

KA áfram í lokaúrslitin

KA tryggði sér sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir sigur á Stjörnunni í dag. KA mætir HK í lokaúrslitunum.

Edda fyrirliði Chelsea í tapleik

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir léku sinn fyrsta leik fyrir Chelsea þegar að liðið tapaði fyrir Lincoln, 1-0, í ensku bikarkeppninni í dag.

Balotelli með tvö fyrir Milan í sigri á Palermo

Fimm leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag og ber helst að nefna frábær frammistaða hjá Mario Balotelli fyrir AC Milan en hann gerði bæði mörkin fyrir liðið í sigri á Palermo 2-0.

Leikmaður Löwen sleit krossband í hné

Guðmundur Guðmundsson og lið hans, Rhein-Neckar Löwen, varð fyrir enn einu áfallinu í gærkvöldi þegar í ljós kom að Marius Steinhauser væri með slitið krossband í hné.

Ævilangt bann fyrir nasistakveðju

Grikkinn Giorgos Katidis, leikmaður AEK Aþenu, komst heldur betur í heimsfréttirnar um helgina þegar hann skoraði sigurmark AEK gegn Veria í 2-1 sigri liðsins en leikmaðurinn fagnaði markinu á virkilega ósmekklegan hátt eða sem virtist vera með nasistakveðju.

Terry: Allt liðið styður Torres

John Terry, fyrirliði Chelsea, styður við bakið á liðsfélaga sínum Fernando Torres og telur að leikmaðurinn eigi eftir að blómstra næstu tvo mánuði.

Puyol missir af fyrri leiknum gegn PSG

Carles Puyol, knattspyrnumaður Barcelona, verður sennilega fjarri góðu gamni í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en miðvörðurinn ku vera meiddur.

Harry: Við gefumst aldrei upp

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, neitar að gefast upp á úrvalsdeildarsætinu eftir ósigurinn gegn Aston Villa, 3-2, í gær en liðið er í mikilli botnbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

NBA: Wizards fór létt með Phoenix Suns

Sex leikir fóru fram NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en þar ber helst að nefna frábæran sigur Washington Wizards á Phoenix Suns 127-105 í Washington.

Ferguson: Megum ekki verða kærulausir

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, varaði við kæruleysi í sínum herbúðum þrátt fyrir að liðið hafi náð fimmtán stiga forystu á ensku úrvalsdeildinni í gær.

Raikkönen vann fyrsta mót ársins

Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri.

Vettel á ráspól í fyrsta móti ársins

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun.

Berbatov tryggði Fulham sigurinn gegn Tottenham

Fulham vann frábæran sigur á Tottenham, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á White Hart Lane, heimavelli Tottenham. Leikurinn var nokkuð bragðdaufur í fyrri hálfleiknum og áttu liðin bæði erfitt með að skapar sér færi.

Sunderland og Norwich skildu jöfn

Sunderland og Norwich gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Leikvangi ljóssins í Sunderland.

Ferdinand mun spila með landsliðinu

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti eftir sigur sinna manna á Reading í dag að Rio Ferdinand muni svara kalli Roy Hodgson landsliðsþjálfara. Ferguson var spurður að þessu eftir leikinn í dag og svar hans var einfalt "já“.

Juventus með tólf stiga forystu

Juventus er í góðum málum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar en liðið náði tólf stiga forystu á Napoli með 2-0 sigri á Bologna á útivelli í kvöld.

KR vann deildarmeistarana

KR á enn möguleika á að ná öðru sæti Domino's-deildar kvenna en liðið hafði betur gegn nýkrýndum deildarmeisturum Keflavíkur í framlengdum leik í kvöld, 93-88.

Enn gæti ringt á Formúlu 1 í Ástralíu

Veðurspáin fyrir frestaða tímatöku og fyrsta kappakstur ársins í Ástralíu er tvísýn enda spá allar veðurstöðvar hugsanlegri rigningu í Melbourne.

Fimmtán Íslandsmet í sundi fatlaðra

Reykjavíkurmótinu í sundi lauk í dag en alls féllu fimmtán Íslandsmet í flokki fatlaðra á mótinu. Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmet í alls sjö greinum.

Ólafur Bjarki markahæstur í sigri toppliðsins

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði sex mörk þegar að lið hans, Emsdetten, vann öruggan sigur á Friesenheim í þýsku B-deildinni í handbolta. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 40 stig.

Bayern vann á sjálfsmarki

Bayern er komið með 20 stiga forystu á ný í þýsku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Leverkusen á útivelli.

Átta stiga forysta Cardiff

Cardiff náði átta stiga forystu á toppi ensku B-deildarinnar með 2-0 sigri á Sheffield Wednesday í dag. Næstu tvö lið á eftir, Hull og Watford, töpuðu bæði sínum leikjum.

Dortmund í stuði gegn Freiburg

Robert Lewandowski og Nuri Sahin skoruðu tvö mörk hvor þegar að Dortmund vann 5-1 sigur á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Þór spilar í KA-litum gegn KR

Nú er nýhafinn leikur KR og Þórs í Lengjubikar karla í fótbolta en hann fer fram í Egilshöll. Fjölmargir leikir fara fram í Lengjubikarnum í dag.

Mancini er mjög reiður

David Platt, aðstoðarstjóri Manchester City, segir að Roberto Mancini hafi ekki treyst sér í sjónvarpsviðtal strax eftir 2-0 tap sinna manna gegn Everton í dag.

Sjá næstu 50 fréttir