Fleiri fréttir

Fyrirtækjabikarnum breytt í körfunni

Nú stendur yfir ársþing KKÍ en nú þegar hafa verið samþykktar tillögur um að breyta keppnisfyrirkomulaginu í svokölluðum fyrirtækjabikar.

Ásdís nokkuð frá sínu besta

Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í sjöunda sæti á sterku móti sem fór fram á Spáni í morgun. Hún kastaði lengst 57,63 m.

NBA í nótt: Kobe á bekknum en Lakers vann

Kobe Bryant gat lítið beitt sér þegar að LA Lakers mætti Indiana á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann engu að síður leikinn, 99-93.

Landslög hafa engin áhrif

Nemanja Malovic fer ekki af landi brott fyrr en á þriðjudag. Þangað til spilar hann með ÍBV. Forráðamenn Víkings hafa hug á að leita réttar síns.

Tímatökum frestað til morguns vegna úrhellis

Tímatökunni fyrir ástralska kappaksturinn var frestað til morguns, nú fyrir nokkrum mínútum. Aðeins tókt að aka fyrstu lotuna af þremur en úrhellis rigning setti strik í reikninginn í Melbourne.

Veiðitímabilið hefst eftir tvær vikur

Nú eru rétt um tvær vikur þar til vorveiðitímabilið hefst en fyrstu árnar og vötnin opna þann 1. apríl. Hjá Lax-á verður opnað fyrir svæði í Galtalæk, Ásgarði í Sogi, Tannastaðatanga í Sogi, og silungasvæðið í Tungufljóti í Biskupstungum. Vorveiði í Blöndu hefst svo 15. apríl.

Björn svaraði ekki símanum

Björn Bergmann Sigurðarson svaraði ekki símtali Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara sem vildi ná tali af honum vegna landsleiksins gegn Slóveníu í næstu viku.

Passa betur upp á boltann

Lars Lagerbäck lagði í gær línurnar fyrir landsleikinn gegn Slóveníu í næstu viku, er hann tilkynnti val sitt á landsliðinu. "Ég hef alltaf stefnt á sigur og geri það í þessum leik líka,“ sagði landsliðsþjálfarinn í gær.

Meistari með þremur Suðurnesjaliðum

Grindavík tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið þegar liðið vann fimmtán stiga sigur á Fjölni, 97-82. Grindavík hefur unnið 17 af 21 leik á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og er með fjögurra stiga forystu fyrir lokaumferðina sem fer fram á sunnudagskvöldið.

United gerði nóg | 15 stiga forysta

Manchester United vann 1-0 sigur á Reading í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og er því með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar.

Wenger: Gáfum allt sem við áttum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var hæstánægður með 2-0 sigur sinna manna á Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Liðið komst aftur upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum.

Rodgers: Áttum ekki meira skilið

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, viðurkennir að sínir menn hafi verið slakir gegn Southampton í dag. Liverpool tapaði leiknum, 3-1.

Liverpool steinlá | Arsenal og Aston Villa unnu

Fjórum leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool gaf þá verulega eftir í baráttunni um Evrópusæti. QPR tapaði mikilvægum stigum í botnslagnum en talsvert bil er nú á milli þriggja neðstu liðanna og næstu liða fyrir ofan.

Höness: Van Gaal heldur að hann sé pabbi guðs

Uli Höness, forseti þýska félagsins Bayern München, hikaði ekki við að láta Louis van Gaal, fyrrum þjálfara liðsins, heyra það í viðtali við hollenska blaðið De Telegraaf. Það var svar Höness við því að Van Gaal montaði sig af því á dögunum að hann hefði lagt grunninn að góðu liði Bayern í dag með starfi sínu frá 2009 til 2011.

ÍBV með annan fótinn í efstu deild

Nemanja Malovic, sem er í leyfisleysi á Íslandi, skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 25-14, á Þrótti í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-6 fyrir Eyjamenn. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk.

Arenas ánægður í Kína

Gilbert Arenas var eitt sinn stjörnuleikmaður í NBA-deildinni. Allt frá því hann kom með byssur í búningsklefann hefur ferill hans verið á niðurleið.

Aðalsteinn hafði betur í glímunni gegn Rúnari

Hannes Jón Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Eisenach sem vann fínan sigur, 18-20, á liði Rúnars Sigtryggssonar, EHV Aue, í kvöld. Lítið var skorað í leiknum og staðan í hálfleik 7-8.

FCK að slátra dönsku deildinni

Íslendingaliðið FCK vann dramatískan sigur, 2-1, á Horsens í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins. Það skoraði Claudemir. FCK er með 17 stiga forskot eftir leikinn og er algjörlega búið að rúlla upp dönsku úrvalsdeildinni.

Erfitt að kveðja Tom

Áhugaverðustu skiptin í NFL-deildinni síðan leikmannamarkaðurinn opnaði eru klárlega vistaskipti utherjans Wes Welker frá New England til Denver. Þar skildi hann við Tom Brady til þess að spila með Peyton Manning.

Andersson dregur fram landsliðsskóna

Sænskir handknattleiksunnendur kættust í dag þegar Kim Andersson ákvað að rífa landsliðsskóna niður úr hillunni. Þar hafa þeir verið síðan eftir ÓL í London.

Glannaakstur Benzema kostaði hann bílprófið og væna sekt

Karim Benzema má ekki keyra næstu átta mánuðina eftir að franski framherjinn hjá Real Madrid var dæmdur sekur fyrir glannaakstur. Benzema þarf því annaðhvort að sníkja far eða ráða sér bílstjóra fram á haustið.

Florentina orðin Íslendingur

Handknattleiksmarkvörðurinn Florentina Stanciu hjá ÍBV fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt og hún er því orðin lögleg með íslenska landsliðinu.

Leonardo með bónorð í beinni

Leonardo, íþróttastjóri franska liðsins Paris Saint Germain, var mættur í viðtöl eftir að í ljós kom að PSG mætir Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það var dregið fyrr í dag. Hann mun þó minnast dagsins fyrir annað.

Rodgers: Við erum á uppleið

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að liðin í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar megi ekki við því að misstíga sig á lokaspretti tímabilsins.

Ólafur Bjarki á leið til Lemgo

Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikstjórnandi þýska b-deildarliðsins Emsdetten og íslenska landsliðsins, er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildina á næsta tímabili því vefsíðan handbolti.org hefur heimildir fyrir því að Ólafur Bjarki sé búinn að gera samkomulag um að spila með Lemgo á næstu leiktíð.

"Dæmdur til að veiða aldrei lax framar"

Orri Vigfússon skrifar skemmtilega grein í nýjustu útgáfu tímaritsins Fieldsports. Þar lýsir hann því hvar og hvernig hann myndi eyða sínum hinsta veiðidegi. Veiðivísir fékk greinina hjá Orra og birtir hana hér í íslenskri þýðingu.

Kemur Sir Alex í veg fyrir að Rio verði með landsliðinu?

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er líklegur til að reyna að koma í veg fyrir að Rio Ferdinand verði með enska landsliðinu í næstu viku en miðvörðurinn var í gær valinn í landsliðið í fyrsta sinn í rúm tvö ár.

Svona á að stela senunni | Myndbönd

Einn af hörðustu aðdáendum Tiger Woods er farinn að vekja mikla athygli á internetinu. Hann öskrar alltaf nöfn á mat eftir að Tiger slær boltann.

Di Canio: Bara tilviljun

Paolo Di Canio gerir lítið úr þeim sögusögnum að hann muni taka við stjórastarfinu hjá Reading.

De Gea valinn í spænska landsliðið

David De Gea, markvörður Manchester United, var valinn í spænska landsliðshópinn fyrir komandi leiki á móti Finnlandi og Frakklandi í undankeppni HM 2014. De Gea hefur verið valinn í hóp áður en á enn eftir að spila landsleik.

Ögmundur nýliði í landsliðshópi Lagerbäck

Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, er eini nýliðinn í landsliðshópi Lars Lagerbäck. Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 á föstudaginn næstkomandi en leikurinn fer fram í Ljubljana.

Víkingar íhuga að kæra Eyjamenn

Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi.

Gylfi og félagar til Sviss

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Tottenham drógust gegn svissneska liðinu Basel í fjórðungsúrslitum Evrópudeildar UEFA.

Nadal sló út Federer

Rafael Nadal virðist óðum vera að finna sitt fyrra form eftir langverandi meiðsli. Hann vann í nótt góðan sigur á Roger Federer á móti í Bandaríkjunum.

Vettel fljótastur á æfingum í Ástralíu

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir.

Sjá næstu 50 fréttir