Fleiri fréttir

Sir Alex: Newcastle mun ráða miklu um það hvar titillinn endar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, treystir á það að Newcastle hjálpi liðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Newcastle tekur á móti Manchester City á sunnudaginn en seinna um daginn fær Manchester United Swansea í heimsókn.

Valur jafnaði einvígið í háspennuleik - myndir

Valur jafnaði í kvöld einvígið gegn Fram í úrslitum N1-deildar kvenna í 1-1 í háspennuleik í Safamýrinni. Framlengingu þurfti til að fá sigurvegara og þar reyndust taugar Valskvenna sterkari.

Heldur mögnuð sigurganga Heidi Löke áfram?

Heidi Löke, línumaður norska kvennalandsliðsins í handbolta sem og ungverska liðsins Györ, þekkir lítið annað en að vinna gull með sínum liðum og hefur sigurganga hennar undanfarin þrjú tímabil verið lyginni líkast, bæði með félagsliði sínu og landsliði.

Jesper Nielsen lætur einn leikmann AG heyra það

Jesper "Kasi" Nielsen, eigandi danska stórliðsins AG frá Kaupmannahöfn, er allt annað en sáttur við einn leikmann AG-liðsins. Danski landsliðslínumaðurinn Rene Toft Hansen er á leiðinni til Kiel á næsta tímabili og Nielsen vill meina að hann sé ekki með hugann við núverandi verkefni hjá AG.

Pepsimörkin: Upphitunarþátturinn aðgengilegur á Vísi

Íslandsmótið í knattspyrnu 2012 hefst á sunnudaginn með fimm leikjum í Pepsi-deild karla. Í gær var upphitunarþáttur um Pepsideildina sýndur á Stöð 2 sport þar sem að Hörður Magnússon fór yfir málin með sérfræðingum þáttarins, Tómasi Inga Tómassyni, Reyni Leóssyni og Hjörvari Hafliðasyni. Vangaveltur þeirra um liðin 12 í deildinni eru nú aðgengilegar á sjónvarpshluta Vísis.

Stjóri Gylfa er ekki sáttur með ummæli Mancini

Brendan Rodgers, stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Swansea, er allt annað en sáttur með ummæli Roberto Mancini, stjóra Manchester City, fyrir leik Swansea-liðsins á móti Manchester United um helgina.

Minningarleikur um Steingrím á Hásteinsvelli

Sérstakur minningarleikur um Steingrím Jóhannesson verður á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum föstudaginn 1. júní næstkomandi. Steingrímur, sem er einn markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi, féll frá í mars, 38 ára gamall, eftir harða baráttu við krabbamein.

Samantekin ráð hjá Val og Fram að tala ekki við Rúv

Það er mikil óánægja innan handboltahreyfingarinnar með frammistöðu Rúv í úrslitakeppninni. Sú óánægja kristallaðist eftir fyrsta leik Vals og Fram í úrslitum N1-deildar kvenna þegar bæði leikmenn og þjálfara liðanna neituðu að gefa Rúv viðtöl eftir leikinn.

Formaður ÍBV: Ekki rétt að fara með einkamál leikmanna í fjölmiðla

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segist ekki vera hlynntur því að fjallað sé um einkamál leikmanna í fjölmiðlum þó svo hann hafi verið í viðtali við Eyjafréttir í morgun þar sem hann staðfesti að einn leikmanna félagsins, Tryggvi Guðmundsson, væri farinn í áfengismeðferð. Það kemur í kjölfar þess að Tryggvi var tekinn fyrir ölvunarakstur.

Chelsea vill breyta þekktu orkuveri í framtíðarleikvang

Chelsea hefur lagt inn tilboð í Battersea-orkuverið í London og er ætlun Chelsea-manna að breyta henni í nýjan 60 þúsund manna framtíðarleikvang félagsins. Battersea er þekkt bygging við Thames-ánna og er aðeins í nokkra kílómetra fjarlægð frá Stamford Bridge.

Dempsey orðaður við Liverpool

Bandaríski miðjumaðurinn Clint Dempsey hefur farið á kostum með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og gæti verið á leiðinni til Anfield ef marka má nýjustu sögusagnirnar í enskum fjölmiðlum.

Óttast takmarkað aðgengi að ám og vötnum

"Við óttumst að með þessum lögum verði aðgengi veiðimanna að ám og vötnum á eignarlandi takmarkað," segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga.

Tryggvi Guðmundsson í áfengismeðferð

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild karla, er nú kominn í áfengismeðferð eftir að hann var stöðvaður af lögreglunni í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöldið, grunaður um ölvunarakstur.

Svona verður miðjumoðið

Fréttablaðið spáir því að sumarið hjá Val, ÍBV og Breiðabliki verði lítt spennandi. Þau munu ekki verða í toppbaráttu og ekki heldur í botnbaráttu. Þau verða í þessu klassíska miðjumoði samkvæmt spánni og Willum Þór er því sammála.

Ingimundur: Eigum óklárað verkefni

ÍR verður nýliði í N1-deild karla næsta vetur og fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar silfurmennirnir Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt.

Pepsimörkin: Fyrsti "hljóðnemaleikurinn" | FH - KR 1991

Pepsideildin í fótbolta hefst á sunnudaginn og upphitunarþáttur um deildina var sýndur á Stöð 2 sport í kvöld. Þar fór Hörður Magnússon yfir spá sérfræðinga þáttarins auk þess sem að sýnt var myndbrot úr gömlum íþróttaþætti Stöðvar 2. Þar var í fyrsta sinn settur hljóðnemi á dómara í leik í efstu deild og var Gísli Guðmundsson dómari þar í aðalhlutverki í leik FH og KR sem fram fór 26. maí árið 1991.

Sló boltastrák utan undir

Geoffrey Serey Die, leikmaður Sion í Sviss, virðist bera nafn með rentu því hann er ekki sá heilbrigðasti í bransanum.

Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum

Borgarráð samþykkti í dag að laxveiðitímabilið í Elliðaánum verði lengt. Mikil umfram eftirspurn var eftir leyfum í ánum fyrir þetta sumar.

Sir Alex hrósar Gylfa og félögum í Swansea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er hrifinn af því sem Brendan Rodgers er búinn að gera með nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United mætir Swansea á sunnudaginn og þarf helst að vinna stórt í baráttunni um enska meistaratitilinn við Manchester City.

Eyjamenn fá enskan miðjumann

Pepsi-deildarlið ÍBV fékk liðsstyrk í dag þegar það gekk frá mánaðarlánssamningi við miðjumanninn George Baldock. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Stuð og stemning í Digranesi - myndir

Það var gríðarleg stemning í Digranesi í kvöld þegar HK skellti FH öðru sinni og komst í lykilstöðu í úrslitaeinvígi liðanna í N1-deild karla.

Ferrari hafa fundið lausn á vandamálum sínum

Ferrari-liðið ók endurhönnuðum bíl sínum á æfingum á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Sagt er að endurhönnunin muni færa liðinu um það bil 0,2 sekúntur hvern hring og jafnvel meira.

Collison: Ótrúlega stór sigur

Jack Collison var maðurinn sem afgreiddi Cardiff City í fyrri umspilsleik liðanna í ensku B-deildinni. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri.

Ingimundur og Sturla sömdu við ÍR

Nýliðar ÍR í N1-deild karla fengu mikinn liðsstyrk í kvöld þegar þeir Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið.

Robben samdi við Bayern til ársins 2015

Hollendingurinn Arjen Robben ætlar að spila áfram með þýska liðinu Bayern Munchen en hann gekk í dag frá nýjum samningi sem nær til ársins 2015. Robben hefur spilað með Bayern frá árinu 2009.

KR og Breiðablik verða Íslandsmeistarar í haust

KR og Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlunum í Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta á árlegum kynningarfundi fyrir úrvalsdeildirnar en fundurinn fór fram í dag. Bæði liðin tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum á dögunum og hafa verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu.

Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 29-26 | HK komið í 2-0

HK-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppni N1-deildarinnar í handbolta og eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja marka sigur á Íslandsmeisturum FH, 29-26, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. HK er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni.

Sjá næstu 50 fréttir