Fleiri fréttir

Sandro dansar í myndbandi meints nauðgara

Forráðamenn Tottenham eru ekkert allt of kátir með brasilíska miðjumanninn sinn, Sandro, eftir að hann kom fram í tónlistarmyndbandi með rappara sem hefur verið kærður fyrir tvær nauðganir.

Hádramatík þegar Valsmenn unnu toppliðið - myndir

Valsmenn héldu lífi í voninni um sæti í úrslitakeppni N1 deildar karla með 28-27 sigri á FH í 17. umferð N1 deildar karla í kvöld. Valsmenn hafa þar með náð í þrjú stig af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum sínum á móti toppliðum deildarinnar. Valsliðið tók stig af Haukum í umferðinni á undan en það jafntefli kostaði Haukana toppsætið.

Ferguson: Við töpuðum sanngjarnt í kvöld

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tefldi fram sterku liði á móti Athletic Bilbao í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en varð engu að síður að horfa upp á sína menn lendi 1-3 undir og tapa að lokum 2-3.

Grótta vann mjög óvæntan sigur á Haukum

Botnlið Gróttu fagnaði sínum fyrsta sigri í vetur þegar liðið vann þriggja marka sigur á bikarmeisturum Hauka, 23-20, á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Haukarnir lentu mest sjö mörkum undir og hið unga lið Gróttu hélt síðan út í lokin.

Athletic Bilbao vann á Old Trafford í mögnuðum leik

Manchester United tapaði öðrum heimaleiknum í röð í Evrópudeildinni í kvöld þegar liðið lá 2-3 fyrir spænska liðinu Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitunum. United komst í 1-0 í leiknum en spænska liðið spilaði frábærlega á Old Trafford í kvöld komst í 3-1 áður Wayne Rooney minnkaði muninn í lokin með sínu öðru marki

Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-66

Íslandsmeistaralið KR átti ekki í vandræðum með Tindastól þegar liiðin mættust í Iceland Express deild karlaí körfubolta í kvöld. KR-ingar skoruðu 84 stig gegn 66 stigum Tindastóls. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Nánari umfjöllun og viðtöl koma síðar í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-28 | Akureyri í toppbaráttuna

Akureyri vann sinn fjórða leik í röð í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á HK í Höllinni á Akureyri. HK var fyrir leikinn búið að vinna báða deildarleiki liðanna í vetur. Akureyringar komust upp fyrir HK og upp í þriðja sætið með þessum sigri en norðanmenn eru búnir að vinna sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum.

Gott kvöld fyrir spænsku liðin í Evrópudeildinni | Úrslit og markaskorarar

Spænsku liðin unnu góða sigra í leikjum sínum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og Manchester-liðin þurftu bæði að sætta sig við tap. Atlético Madrid og Valencia unnu bæði tveggja marka sigra en fengu á sig mörk á lokasprettinum. Athletic Bilbao vann frábæran sigur á Old Traffird.

Hælspyrna felldi Manchester City í Lissabon

Brasilíski miðvörðurinn Xandao skoraði eina mark leiksins með óvæntri hælspyrnu þegar Sporting Lissabon vann Manchester City 1-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Portúgal í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 95-93

Njarðvíkingar lögðu granna sína frá Keflavík í spennuþrungnum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 95-93. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, fékk tækifæri til að jafna leikinn af vítalínunni í lokin en setti aðeins eitt skota sinna ofan í.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 30-25

Þrátt fyrir að hafa verið undir fyrstu 48 mínútur leiksins náðu Framarar að stíga upp fyrir lokin og tryggja sér öruggan 5 marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld, 30-25.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-27 | Umdeilt sigurmark

Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu.

KR-ingar upp í annað sætið - myndir

KR-ingar komust upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla í kvöld með því að vinna 18 stiga sigur á Tindastól, 84-66. KR hefndu þarna fyrir tapið á móti Stólunum í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum.

Helgi Már og félagar unnu toppliðið

Helgi Már Magnússon og félgagar í 08 Stockholm HR unnu dramatískan eins stigs heimasigur á toppliði Södertälje Kings, 68-67, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Katrín fer til Elísabetar | Samdi við Kristianstad

Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir hefur fundið sér félag en fótbolti.net segir frá því að hún hafi í dag verið kynnt sem leikmaður sænska liðsins Kristianstad á fréttamannafundi. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og hjá liðinu spila íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir.

Þjálfarar Ajax með námskeið á Íslandi

Dagana 9. og 10. mars mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara. Hingað til lands koma þeir Arnold Muhren og Eddie van Schaick, þjálfarar í unglingaakademíunni hjá hollenska stórliðinu Ajax og munu stýra námskeiðinu.

Dawson missir líklega af EM í sumar

Enski landsliðsmaðurinn Michael Dawson mun líklega ekki spila meira með Tottenham á þessari leiktíð en hann meiddist illa í bikarleiknum gegn Stevenage í gær.

Ég gæti ekki sagt nei við Man. Utd

Kólumbíski framherjinn James Rodriguez hjá Porto segir að hann myndi ekki slá hendinni á móti því að spila með Man. Utd. Þessi tvítugi framherji hefur slegið í gegn hjá Porto og er þegar orðinn mjög eftirsóttur og bæði United og Inter hafa verið orðuð við hann.

Menn að fá sér í enska boltanum

Þorstinn virðist sækja fast að leikmönnum enska boltans en tveir leikmenn úr úrvalsdeildinni - Jermaine Pennant og Roger Johnson - hafa verið sektaðir fyrir að fá sér á meðan áfengisbann var í gildi hjá félögum þeirra.

Zlatan gagnrýnir þjálfara AC Milan

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var allt annað en sáttur við leikkerfið sem AC Milan spilaði gegn Arsenal á þriðjudag. Milan skreið þá inn í átta liða úrslit eftir 3-0 tap. Milan spilaði 4-3-3 í leiknum og Zlatan sagði að sér hefði aldrei liðið vel í leiknum.

Háspenna í vítakeppni APOEL og Lyon | samantekt frá Stöð 2 sport

Meistaradeildarævintýri APOEL Nicosia ætlar engan endi að taka. Í gærkvöld sló litla liðið frá Kýpur, franska liðið Lyon út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni sem var að venju æsispennandi. Í myndbandinu má sjá hvernig til tókst hjá leikmönnum beggja liða.

Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld?

Evrópudeildin í knattspyrnu er í aðalhlutverki á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Englandsmeistaralið Manchester United tekur á móti Atletico Bilbao frá Spáni í 16 –liða úrslitum keppninnar sem hefjast í kvöld. Manchester City leikur á útivelli gegn Sporting í Lissabon og hefst sá leikur 17.50 í dag. Belgíska liðið Standard Liege, sem Birkir Bjarnason leikur með, tekur á móti þýska liðinu Hannover og er sá leikur í opinni dagskrá á Stöð 2 sport 3.

Torres þorði ekki að taka víti

Sjálfstraust spænska framherjans Fernando Torres, leikmanns Chelsea, er svo lítið um þessar mundir að hann treysti sér ekki í að taka víti gegn Birmingham í bikarnum á þriðjudag.

Kvikmyndahátíð veiðimanna RISE á laugardaginn

Miðasala á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð hófst formlega þann 10. febrúar í Veiðivon Mörkinni 6. Fyrirfram höfðu verið pantaðir vel yfir 100 miðar af þeim rúmlega 200 sem í boði eru og er nú farið að þynnast verulega í miðabunkanum.

Terry: Leikmenn brugðust Villas-Boas

John Terry, fyrirliði Chelsea, viðurkennir að leikmenn liðsins hafi brugðist Andre Villas-Boas sem var rekinn sem stjóri Chelsea um síðustu helgi.

Messi: Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt

Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum.

Balotelli sektaður um vikulaun

Manchester City hefur sektað ólátabelginn Mario Balotelli eftir að hann braut reglur liðsins um útivistarleyfi. Balotelli skellti sér á nektarbúllu þegar hann átti að vera kominn í koju um síðustu helgi.

Bulls á siglingu | Washington lagði Lakers

Derrick Rose og félagar í Chicago Bulls eru hreinlega óstöðvandi um þessar mundir. Bulls vann sinn áttunda leik í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Milwaukee með flautukörfu frá Rose.

Erum sátt við sjötta sætið

Ísland hafnaði í sjötta sæti á Algarve-æfingamótinu í Portúgal eftir 3-1 tap fyrir Danmörku í leik um fimmta sætið í gær. "Góður undirbúningur fyrir mikilvægasta leik okkar í undankeppni EM,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari.

Messi sló tvö Meistaradeildarmet í kvöld - myndir

Lionel Messi skoraði fimm af sjö mörkum Barcelona í kvöld í seinni leik liðsins á móti þýska liðinu Bayern Leverkusen í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Með því að skora fimmu í þessum leik setti argentínski snillingurinn tvö met í Meistaradeildinni.

Hver ældi á bekkinn hjá Arsenal?

Margir sjónvarpsáhorfendur ráku upp stór augu í gær þegar sjá mátti ælu á varamannabekk Arsenal í leiknum gegn AC Milan.

Keflavíkurkonur þurfa að bíða lengur - myndir

Kvennalið Keflavíkur tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í kvöld þegar liðið heimsótti Hauka í Schenkerhöllina á Ásvöllum. Keflavík nægði sigur í leiknum og var fjórum stigum yfir í hálfleik. Haukakonur áttu hinsvegar frábæran seinni hálfleik og komust aftur upp í 4. sæti deildarinnar með 16 stiga sigri.

Torres búinn að spila í sólarhring án þess að skora

Fernando Torres tókst ekki að skora í fyrsta leiknum undir stjórn Ítalans Roberto Di Matteo þrátt fyrir að fá að spila allar 90 mínúturnar í 2-0 bikarsigri á Birmingham. Það er því liðinn meira en sólarhringur síðan að hann skoraði síðast fyrir Chelsea eða spænska landsliðið.

Fabregas um Messi: Hann er besti leikmaður fótboltasögunnar

Cesc Fabregas lagði upp tvö mörk fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið niðurlægði þýska liðið Bayer Leverkusen með því að vinna 7-1 sigur í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maður kvöldsins var þó Lionel Messi sem skoraði fimm af sjö mörk Barcelona-liðsins.

Kiel vann 23. leikinn í röð | Þrjú Íslendingalið unnu sína leiki

Þrjú Íslendingalið unnu sína leiki í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar gefa ekkert eftir og unnu í kvöld 23. deildarleikinn sínn í röð á þessu tímabili. Hannover-Burgdorf og Rhein-Neckar Löwen unnu líka sína leiki en Großwallstadt, Wetzlar og Bergischer þurftu að sætta sig við tap.

Sjá næstu 50 fréttir