Botnlið Gróttu fagnaði sínum fyrsta sigri í vetur þegar liðið vann þriggja marka sigur á bikarmeisturum Hauka, 23-20, á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Haukarnir lentu mest sjö mörkum undir og hið unga lið Gróttu hélt síðan út í lokin.
Þetta eru óvæntustu úrslit vetrarins en Haukaliðið hefur ekki verið alltof sannfærandi að undanförnu. Haukar eru þó áfram jafnir FH á toppnum þar sem hitt Hafnarfjarðarliðið tapaði einnig sínum leik í kvöld.
Gróttumenn höfðu aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu sextán leikjum sínum í vetur og töpuðu síðasta leik sínum á móti Haukum með tólf marka mun.
Grótta var 13-12 yfir í hálfleik en komst í 21-14 þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Haukar minnkuðu muninn í tvö mörk en nær komust Hafnfirðingar ekki.
Grótta - Haukar 23-20 (13-12)
Mörk Gróttu: Þorgrímur Smári Ólafsson 9, Jóhann Gísli Jóhannesson 4, Þráinn Orri Orri Jónsson 4, Ágúst Birgisson 2, Kristján Orri Jóhannsson 2, Þórir Jökull Finnbogason 2.
Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 9, Freyr Brynjarsson 4, Sveinn Þorgeirsson 2, Gylfi Gylfason 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1, Matthías Árni Ingimarsson 1.
Grótta vann mjög óvæntan sigur á Haukum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn