Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-27 | Umdeilt sigurmark Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafonehöllinni skrifar 8. mars 2012 11:33 Sveinn Aron Sveinsson. Mynd/Stefán Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu. Danskur dómari leiksins, Troels Kure, dæmdi markið gilt og ætlaði allt um koll að keyra. FH-ingar voru trítilóðir, hópuðust að dómurunum og öskruðu á þá. Kure dæmdi leikinn ásamt Helga Rafni Helgasyni en þeir hafa dæmt saman í Danmörku með góðum árangri undanfarin ár. FH fór í sókn þegar nítján sekúndur voru eftir af leiknum. Ólafur Gústafsson fór upp í skot þegar 4-5 sekúndur voru eftir en varnarmenn Vals vörðu boltann. Hann reyndi að ná frákastinu en Valsmenn komu boltanum fram á Svein Aron sem skoraði. FH-ingar voru einnig afar óánægðir með að ekkert hafi verið dæmt því þeim fannst að brotið hefði verið á Ólafi. En dómurinn stóð sem og niðurstaða leiksins. Halda þurfti þjálfurum og leikmönnum frá dómurum leiksins eftir leikinn og héldu þeir svo áfram að rífast við starfsmenn ritaraborðsins löngu eftir að leiknum lauk. Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á leiknum, stóð í ströngu og ræddi þetta vel og lengi við FH-ingana. Leikurinn sjálflur var kaflaskiptur. FH byrjaði betur en bæði lið voru þó að spila illa í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörn. Markvarsla var lengi vel lítil sem engin í leiknum en átti eftir að stórbatna eftir því sem leið á leiktímann. Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Valsmenn komu mun sterkari til leiks í þeim síðari. Sóknarleikurinn var góður og 5-1 vörnin með Sturla Ásgeirsson fremstan virkaði vel. En FH-ingar bættu í á lokakaflanum og við það datt botninn úr sóknarleik Vals. Þeir náðu þó að halda FH-ingum frá sér með áðurnefndum afleiðingum en það hefði varla geta staðið tæpar. FH og Haukar, sem töpuðu óvænt fyrir Gróttu í kvöld, eru enn efst í deildinni með 23 stig hvort en dregið hefur saman með efstu sex liðum deildarinnar. Valur er í sjötta sætinu með átján stig, einu stigi á eftir Fram. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið. Kristján: Við erum afar ósáttirMynd/Vilhelm„Eins og flestir í húsinu sáu var búið að flauta leikinn af áður en þeir skora þetta mark," sagði Kristján. „Auðvitað erum við hundsvekktir með það. Þar að auki var brotið illa á Ólafi áður en þeir fara í sókn. Þetta voru hrikaleg mistök hjá dómurunum og erum við afar ósáttir við það." Hann var afar ósáttur við frammistöðu dómaranna, þeirra Helga Rafns Helgasonar og Danans Troels Kure. „Já, það hallaði á okkur. Það var eins og Daninn hefði séð danska landsliðið inn á vellinum," sagði Kristján og vísaði þar til rauða búnings Valsmanna. „En þetta var jafn leikur og jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Vörnin var svo léleg hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Dómgæslan er bara einn þáttur af leiknum og við fengum tækifæri til að klára leikinn. En við lentum undir og náðum að koma okkur aftur inn í leikinn. Það var gott." Óskar Bjarni: Viðurkenni að þetta var vafasamtMynd/Vilhelm„Ég þori ekki að segja til um þetta. En þetta var mjög vafasamt - ég skal viðurkenna það. Ég veit ekki hvað ég hefði dæmt. Ég verð að sjá þetta á myndbandi aftur," sagði Óskar Bjarni eftir sigur sinna manna. „Þetta féll með okkur og við vorum heppnir undir lokin. Ég segi það hér og nú." „En við unnum og ég fagna tveimur stigum. Ég fagna því í þessari baráttu. Allir leikir hjá okkur eru úrslitaleikir og næst eigum við leik gegn Fram þar sem það verður allt undir enn á ný." Sveinn Aron: Þetta var löglegt markMynd/Stefán„Þetta var klárlega löglegt mark. Lokaflautið kom þegar boltinn var í netinu. Hann var farinn úr höndunum áður en það kom," staðhæfði markaskorarinn Sveinn Aron Sveinsson en hann tryggði Val sigurinn í kvöld. Sveinn Aron og fleiri ungir leikmenn í liði Vals komu sterkir inn í leikinn í kvöld og rifu sína menn upp þegar mest þurfti á að halda. „Þegar menn eru ekki að finna sig þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum okkar í kvöld. Ég er ánægður með þetta enda klassasigur hjá okkur, sérstaklega eftir erfiða byrjun. Við náðum að koma til baka og klára þetta." Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu. Danskur dómari leiksins, Troels Kure, dæmdi markið gilt og ætlaði allt um koll að keyra. FH-ingar voru trítilóðir, hópuðust að dómurunum og öskruðu á þá. Kure dæmdi leikinn ásamt Helga Rafni Helgasyni en þeir hafa dæmt saman í Danmörku með góðum árangri undanfarin ár. FH fór í sókn þegar nítján sekúndur voru eftir af leiknum. Ólafur Gústafsson fór upp í skot þegar 4-5 sekúndur voru eftir en varnarmenn Vals vörðu boltann. Hann reyndi að ná frákastinu en Valsmenn komu boltanum fram á Svein Aron sem skoraði. FH-ingar voru einnig afar óánægðir með að ekkert hafi verið dæmt því þeim fannst að brotið hefði verið á Ólafi. En dómurinn stóð sem og niðurstaða leiksins. Halda þurfti þjálfurum og leikmönnum frá dómurum leiksins eftir leikinn og héldu þeir svo áfram að rífast við starfsmenn ritaraborðsins löngu eftir að leiknum lauk. Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á leiknum, stóð í ströngu og ræddi þetta vel og lengi við FH-ingana. Leikurinn sjálflur var kaflaskiptur. FH byrjaði betur en bæði lið voru þó að spila illa í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörn. Markvarsla var lengi vel lítil sem engin í leiknum en átti eftir að stórbatna eftir því sem leið á leiktímann. Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Valsmenn komu mun sterkari til leiks í þeim síðari. Sóknarleikurinn var góður og 5-1 vörnin með Sturla Ásgeirsson fremstan virkaði vel. En FH-ingar bættu í á lokakaflanum og við það datt botninn úr sóknarleik Vals. Þeir náðu þó að halda FH-ingum frá sér með áðurnefndum afleiðingum en það hefði varla geta staðið tæpar. FH og Haukar, sem töpuðu óvænt fyrir Gróttu í kvöld, eru enn efst í deildinni með 23 stig hvort en dregið hefur saman með efstu sex liðum deildarinnar. Valur er í sjötta sætinu með átján stig, einu stigi á eftir Fram. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið. Kristján: Við erum afar ósáttirMynd/Vilhelm„Eins og flestir í húsinu sáu var búið að flauta leikinn af áður en þeir skora þetta mark," sagði Kristján. „Auðvitað erum við hundsvekktir með það. Þar að auki var brotið illa á Ólafi áður en þeir fara í sókn. Þetta voru hrikaleg mistök hjá dómurunum og erum við afar ósáttir við það." Hann var afar ósáttur við frammistöðu dómaranna, þeirra Helga Rafns Helgasonar og Danans Troels Kure. „Já, það hallaði á okkur. Það var eins og Daninn hefði séð danska landsliðið inn á vellinum," sagði Kristján og vísaði þar til rauða búnings Valsmanna. „En þetta var jafn leikur og jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Vörnin var svo léleg hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Dómgæslan er bara einn þáttur af leiknum og við fengum tækifæri til að klára leikinn. En við lentum undir og náðum að koma okkur aftur inn í leikinn. Það var gott." Óskar Bjarni: Viðurkenni að þetta var vafasamtMynd/Vilhelm„Ég þori ekki að segja til um þetta. En þetta var mjög vafasamt - ég skal viðurkenna það. Ég veit ekki hvað ég hefði dæmt. Ég verð að sjá þetta á myndbandi aftur," sagði Óskar Bjarni eftir sigur sinna manna. „Þetta féll með okkur og við vorum heppnir undir lokin. Ég segi það hér og nú." „En við unnum og ég fagna tveimur stigum. Ég fagna því í þessari baráttu. Allir leikir hjá okkur eru úrslitaleikir og næst eigum við leik gegn Fram þar sem það verður allt undir enn á ný." Sveinn Aron: Þetta var löglegt markMynd/Stefán„Þetta var klárlega löglegt mark. Lokaflautið kom þegar boltinn var í netinu. Hann var farinn úr höndunum áður en það kom," staðhæfði markaskorarinn Sveinn Aron Sveinsson en hann tryggði Val sigurinn í kvöld. Sveinn Aron og fleiri ungir leikmenn í liði Vals komu sterkir inn í leikinn í kvöld og rifu sína menn upp þegar mest þurfti á að halda. „Þegar menn eru ekki að finna sig þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum okkar í kvöld. Ég er ánægður með þetta enda klassasigur hjá okkur, sérstaklega eftir erfiða byrjun. Við náðum að koma til baka og klára þetta."
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira