Körfubolti

Hjalti tekur við Fjölni - Gunnar ekki áfram með ÍR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjalti Þór Vilhjálmsson og Steinar Davíðsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Fjölnis.
Hjalti Þór Vilhjálmsson og Steinar Davíðsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Fjölnis. Mynd/Fjölnir
Hjalti Þór Vilhjálmsson mun taka við þjálfun Fjölnisliðsins í Iceland Express deild karla í körfubolta en þetta kemur fram á karfan.is í kvöld. Fjölnir lét Örvar Þór Kristjánsson fara á dögunum. Karfan.is segir einnig frá því að Gunnar Sverrisson muni ekki þjálfa áfram lið ÍR.

Hjalti Þór er 29 ára gamall og hefur verið leikmaður með meistaraflokki Fjölnis og þjálfari hjá yngri flokkum félagsins. Hann mun nú leggja skóna á hilluna og því fækkar um einn leikmann í leikmannahópnum.

Örvar Þór Kristjánsson gerði flotta hluti með Fjölnisliðið í vetur þrátt fyrir mörg áföll en liðið rétt missti af úrslitakeppninni.

Gunnar Sverrisson verður ekki áfram eð ÍR-inga en hann hefur þjálfað liðið síðan að hann tók við um áramótin 2009-2010 af Jóni Arnari Ingvarssyni. Gunnar kom ÍR í úrslitakeppnina tvö fyrstu árin en liðið missti af úrslitakeppninni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×