Handbolti

Einar semur við Magdeburg á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einar Hólmgeirsson.
Einar Hólmgeirsson.
Afmælisbarnið Einar Hólmgeirsson staðfesti við Vísi í dag að hann muni skrifa undir samning við þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg í fyrramálið. Einar mun skrifa undir samning til loka leiktíðarinnar.

Einar fær því góða afmælisgjöf en hann er þrítugur í dag. Tæpt ár er síðan hann lék síðast alvöru handboltaleik en Einar hefur verið afar óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina.

"Ég á fund á skrifstofunni í fyrramálið þar sem við göngum frá þessu. Ég tók æfingu með þeim í gær og eftir hana var ég spurður að því hvort ég gæti spilað á laugardaginn," sagði Einar við Vísi í dag en hann er í góðu yfirlæti hjá Björgvini Páli Gústavssyni og eiginkonu hans, Karenar Einarsdóttur, en Björgvin leikur með Magdeburg.

"Þetta er tækifæri fyrir mig og nú er að sjá hvernig gengur og hvernig líkaminn höndlar álagið. Það hefur ekkert reynt almennilega á hann lengi. Ef vel gengur er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×