Fleiri fréttir

Anton Sveinn og Eygló Ósk stóðu sig vel á EM unglinga

Sundgarparnir Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hafa farið á kostum á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi í Serbíu. Eygló Ósk fékk silfurverðlaun í 200 metra baksundi en bæði settu þau Íslandsmet í flokki fullorðinna á mótinu.

Þýskaland gæti misst af sæti í London 2012

Eftir óvænt tap þýska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Japan á HM kvenna er góður möguleiki á því að þjóðin verði ekki meðal þátttakenda á Ólympíuleiknum í London 2012. Takist Svíum að vinna Ástrali á morgun er sætið þeirra.

Yao Ming leggur skóna á hilluna

Kínverski körfuknattleiksmaðurinn Yao Ming hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ming hefur glímt við erfið meiðsli undanfarið og missti af nánast öllu síðasta tímabili hjá Houston Rockets í NBA deildinni.

Nýliði í góðri stöðu á ráslínu á heimavelli

Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag.

Young verður númer átján - De Gea númer eitt

Englandsmeistarar Manchester United hafa tilkynnt leikmannanúmer fyrir næstu leiktíð. David De Gea verður númer eitt, Ashley Young númer átján og hinn ungi Phil Jones númer fjögur.

Roma semur við eina skærustu stjörnu Argentínu

Ítalska félagið AS Roma hefur gengið frá kaupum á argentínska táningnum Erik Lamela frá River Plate í Argentínu. Talið er að kaupverðið sé um 12 milljónir evra eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna.

Venesúela vann óvæntan 1-0 sigur á Ekvador

Venesúela heldur áfram að koma á óvart í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Liðið vann í kvöld 1-0 sigur á Ekvador og er í góðri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar.

Powell segist vera fljótari en Bolt

Spretthlauparinn Asafa Powell segir 99% líkur á því að hann vinni gull í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum í næsta mánuði og á Ólympíuleikunum í London.

Heimsmeistarar Þjóðverja fallnir úr leik

Óvænt úrslit urðu á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í Wolfsburg í kvöld. Japan sló út heimsmeistarana, gestagjafa Þjóðverja, með 1-0 sigri eftir framlengingu.

Fred bjargaði stigi fyrir Brasilíu

Brasilía og Paragvæ skildu jöfn 2-2 í annarri umferð B-riðils í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í Argentínu í kvöld. Fred bjargaði málunum fyrir Brasilíu skömmu fyrir leikslok.

Cole og Woodgate á leið til Stoke

Peter Coates stjórnarformaður Stoke segir að félagið eigi í viðræðum við ensku landsliðsmennina Carlton Cole og Jonathan Woodgate. Þetta kom fram í spjalli Coates við enska fjölmiðilinn Talksport.

Bonifaciusfeðgar sigursælir í Kaliforníu

Íslensku feðgarnir Raj og Rafn Kumar Bonifacius voru sigursælir á tennismóti í Kaliforníu um helgina. Feðgarnir lentu í öðru sæti í tvíliðaleik feðga auk þess sem Raj sigraði í flokki öðlinga 40 ára og eldri.

Nasri fer í æfingaferð til Asíu - Fabregas ekki

Franski miðjumaðurinn Samir Nasri fer með Arsenal í æfingaferð til Asíu. Nasri hefur verið orðaður sterklega við brotthvarf frá Lundúnarliðinu. Cesc Fabregas verður hins vegar eftir í London þar sem hann glímir við meiðsli.

Kristinn: Bannað að hlæja að óvitum

Kristinn Steindórsson skoraði eitt mark í 4-1 sigrinum á Þór í Kópavogi í dag. Hann hélt sér heitum í hálfleik meðan aðrir leikmenn liðsins fóru inn í klefa líkt og venjan er.

Enn dettur England út eftir vítaspyrnukeppni

Frakkar eru komnir í undanúrslit á HM kvenna í knattspyrnu í Þýskalandi. Liðið lagði England í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í dag eftir vítaspyrnukeppni. Englendingar voru þremur mínútum frá sigri í venjulegum leiktíma.

Webber mun sækja til sigurs og segir karp um reglur leiðinlegt

Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum.

Fannar Gauti vann silfur og brons á EM öðlinga

Fannar Gauti Dagbjartsson úr Breiðabliki vann til silfur- og bronsverðlauna á Evrópumóti öðlinga í Tékklandi í dag. Fannar Gauti sem keppir í öðlingaflokki 40-49 ára fékk silfur í bekkpressu og brons í réttstöðulyftu og samanlögðu.

BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík

Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð.

Baulað á Messi í Argentínu

Argentínska landsliðið hefur ollið vonbrigðum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Liðið hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum og spilamennskan ekki verið góð. Svo ósáttir eru stuðningsmennirnir að þeir bauluðu á Lionel Messi skærustu stjörnu landsliðsins í markalausa jafnteflinu gegn Kólumbíu.

Arna Stefanía í 22. sæti á HM 17 ára og yngri

Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr ÍR lenti í 22. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Lille í Frakklandi. Arna Stefanía bætti sig í fimm greinum en slakur árangur í langstökki varð henni að falli.

Elín Metta skoraði fjögur og Ísland í 5. sæti

Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu lagði Svíþjóð 5-3 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Íslenska liðið lenti 0-3 undir snemma leiks en sneri leiknum sér í hag. Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk Íslands.

Bolt fyrstur í mark þrátt fyrir flensu

Usain Bolt kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi á móti í París í gærkvöldi. Mótið er hluti af Demantamótaröðinni í frjálsum íþróttum. Hann hljóp á 20.03 sekúndum og hafði betur gegn heimamanninum Chistophe Lemaitre sem varð annar.

Cannavaro leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn Fabio Cannavaro hefur ákveðið að fylgja læknisráði og leggja skóna á hilluna. Cannavaro var fyrirliði heimsmeistaraliðs Ítalíu árið 2006 og var valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA sama ár.

Umfjöllun: Breiðablik vann stórsigur á Þór í Kópavogi

Breiðablik vann stórsigur á Þórsurum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar 4-1 en úrslitin gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar spiluðu vel á köflum og sköpuðu sér fín færi.

Webber fljótastur í tímatökunni á Silverstone

Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Bretlandi á sunnudag. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag og varð á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Fernando Alonso náði þriðja sæti á Ferrari og Felipe Massa á samskonar bíl því fjórða.

Ragna úr leik í Rússlandi

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á Russian White Nights mótinu í morgun. Ragna mætti Mariu Kristinu Yulianti, bronsverðlaunahafanum frá Ólympíuleikunum í Peking 2008, í 8-liða úrslitum mótsins en beið lægri hlut 17-21 og 16-21.

Sanchez með mark í anda Romario

Perú vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Mexíkó í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile og Úrúgvæ skildu jöfn 1-1 í fyrri leik kvöldsins þar sem Alexis Sanchez var á skotskónum.

Tala látinna í Twente hækkar

24 ára karlmaður sem slasaðist þegar þakið á leikvangi FC Twente féll á verkamenn á fimmtudaginn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær. Þar með hafa tveir látið lífið vegna slyssins.

West Ham vill að Diamanti verði meinað að spila fótbolta

Enska knattspyrnufélagið West Ham vilja að FIFA og ítalska knattspyrnusambandið komi í veg fyrir að Alessandro Diamanti fái að spila fótbolta. Diamanti gekk til liðs við Brescia frá West Ham á síðasta ári. Að sögn West Ham hefur Brescia ekki enn lokið við að greiða fyrir kaupin á leikmanninum.

Vettel rétt á undan Alonso á lokaæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull varð 0.063 úr sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í morgun. Brautin var þurr, en keppendur æfðu í tvígang á blautri braut í gær og þá náði Mark Webber á Red Bull besta tíma á fyrri æfingunni, en Felipe Massa á Ferrari á þeirri síðari um daginn.

Essien meiðist enn á ný á hné

Michael Essien leikmaður Chelsea meiddist á hné á æfingu hjá félaginu í gær. Essien sleit krossbönd í hné fyrir einu og hálfu ári síðan sem varð til þess að hann missti af HM 2010 í Suður-Afríku.

Pistillinn: Ómetanlegur stuðningur

Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum.

Aron Einar: Enginn Brynjuís í Coventry

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry.

Golflandsliðin töpuðu bæði gegn Ítalíu

Íslensku landsliðin í golfi töpuðu viðureignum sínum á EM áhugamanna í golfi í gær. Íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Austurríki beið lægri hlut gegn Ítalíu, 2:3. Signý Arnórsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu sína leiki í tvímenningi.

Ásbjörn Friðriksson til liðs við Allingsas HK

Handknattleikskappinn Ásbjörn Friðriksson úr FH hefur skrifað undir samning við sænska félagið Allingsas HK. Félagið leikur í efstu deild í Svíþjóð og er samningur Ásbjörns til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu.

Togaði í djásnið á Dos Santos

Þó svo mörkin láti á sér standa í Copa America er ekkert gefið eftir í leikjum mótsins og menn í mótinu beita öllum brögðum til þess að stöðva andstæðinginn. Það fékk Mexíkóinn Giovani Dos Santos að reyna í leiknum gegn Síle.

BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur.

Jón Margeir bætti tvö Íslandsmet

Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið í 100 metra bringustundi á Evrópumóti fatlaðra í sundi í Berlín. Jón Margeir keppir í flokki S14, þroskahamlaðra og var hársbreidd frá því að ná í bronsverðlaun.

Skagamenn sóttu þrjú stig norður yfir heiðar

ÍA er óstöðvandi í 1. deild karla í knattspyrnu. Liðið gjörsigraði KA norðan heiða í kvöld með fjórum mörkum gegn einu. Hjörtur Júlíusson Hjartarson skoraði tvö mörk Skagamanna sem hafa sex stiga forskot á toppnum.

Myndasyrpa frá leikvangi Twente sem hrundi

Einn maður lést og margir slösuðust þegar þakið á leikvangi hollenska fótboltaliðsins FC Twente hrundi í gær. Talið er að þakið hafi hrunið vegna þess að tveir burðarbitar kiknuðu. Ekki er vitað hvers vegna það gerðist.

Sjá næstu 50 fréttir