Fleiri fréttir Clichy hafnaði Liverpool og valdi ekki City út af peningunum Gael Clichy lýsti því yfir á sínum tíma að menn færu aðeins til Man. City vegna peninganna. Hann er sjálfur farinn þangað en segir það ekki vera vegna peninganna. 8.7.2011 17:45 Eiður orðaður við Swansea Breski fjölmiðillinn Talksport greinir frá því að Eiður Smári Guðjohnsen hafi samþykkt að ganga til liðs við knattspyrnufélagið Swansea. Swansea vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor. 8.7.2011 17:20 Faðir Mata staðfestir áhuga utan Spánar Faðir og umboðsmaður Spánverjans Juan Mata hefur staðfest að áhugi sé á leikmanninum utan Spánar og meðal annars frá Englandi. Hermt er að bæði Liverpool og Arsenal vilji fá leikmanninn. 8.7.2011 17:00 Nýr landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum Árni Þór Árnason hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari fyrir alpagreinar. Árni Þór er íslenskum skíðamönnum kunnur hann var landsliðsmaður skíðasambandsins frá árinu 1978 til 1986 og keppti á Ólympíuleikum í Sarajevo 1984. Þetta kemur fram á heimasíðu skíðasambands Íslands. 8.7.2011 16:47 Falcao ætlar ekki að elta Villas-Boas Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao ætlar að vera áfram hjá Porto þó svo áhugi sé á honum víða. Meðal annars frá Chelsea þar sem hans gamli þjálfari, Andre Villas-Boas, ræður nú ríkjum. 8.7.2011 16:15 Aron Einar búinn að skrifa undir hjá Cardiff Aron Einar Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Cardiff City. Aron Einar gekkst undir læknisskoðun í dag og gekk að henni lokinni frá samningnum. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. 8.7.2011 16:01 Given líklega á leiðinni til Villa Markvörðurinn Shay Given er líkast til á förum frá Man. City í sumar en hann hefur reynt að komast frá félaginu í heilt ár án árangurs. Nú er hann orðaður við Aston Villa. 8.7.2011 15:30 Zidane mun vinna náið með Mourinho Frakkinn Zinedine Zidane mun taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid. José Mourinho, þjálfari liðsins, vildi að hann tæki starfið að sér. Þeir munu því vinna þétt saman á næstu leiktíð. 8.7.2011 14:45 Féll úr stúkunni og lést Skelfilegt atvik átti sér stað á heimaleik hafnaboltaliðsins Texas Rangers í gær. Maður, sem hafði farið á völlinn með ungum syni sínum, féll þá úr stúkunni og lést. Hann var þá að teygja sig eftir hafnabolta sem var á leið nálægt stúkunni. 8.7.2011 14:00 Veiðisagan úr Krossá Við sögðum frá því hér fyrr í dag að agætis kippur hefði komið í Krossá. Hér er smá pistill frá Daníel sem var ásamt félögum sínum við veiðar: 8.7.2011 13:55 Myndasyrpa frá Copa America Keppni á Copa America stendur nú sem hæst. Ljósmyndarar AFP hafa verið á ferðinni á öllum leikjum keppninnar og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta. Í kvöld verður leikið í C-riðli þar sem að Úrúgvæ og Chile eigast við. Sá leikur hefst kl. 22.35. Hinn leikur kvöldsins er Perú - Mexíkó og hefst hann kl. 00.35. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2. 8.7.2011 13:45 Massa stal senunni á Silverstone Felipe Massa á Ferrari náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi á blautri braut. Rigndi mikið á æfingunni. Massa náði besta tíma í blálokin, eftir að nokkrir ökumenn höfðu skipst á efsta sætinu á lokasprettinum á æfingunni. 8.7.2011 13:44 Smalling fékk nýjan fimm ára samning Chris Smalling sannaði það síðasta vetur að hann er klár í slaginn með Man. Utd og félagið hefur nú verðlaunað hann með nýjum fimm ára samningi. 8.7.2011 13:34 Hermann búinn að framlengja við Portsmouth Það er nú orðið endanlega ljóst að Hermann Hreiðarsson leikur áfram með Portsmouth. Hermann skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við félagið. 8.7.2011 13:29 Adebayor brjálaður út í forráðamenn Man. City Framherjinn Emmanuel Adebayor er enn í stríði við félag sitt, Man. City. Adebayor fær ekki að fara með liðinu til Bandaríkjanna í dag og hann segir að félagið hafi ekki þor til þess að segja honum beint út að hann sé ekki velkominn hjá félaginu. 8.7.2011 13:15 Ytri Rangárnar bæta við sig Alls veiddust 14 laxar í Ytri Rangá í gær og er það einum fleiri frá deginum áður. Þetta eru góð tíðindi því ekki nema tveir dagar síðan það komu einungis fimm laxar á land. 8.7.2011 13:11 Fluguveiði ekki bara karlasport Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir. Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn. Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu. 8.7.2011 13:08 Rólegt í Dölunum Það er rólegt yfir veiðinni í Dölunum þessa stundina. Þó tvöfaldaði síðata holl veiðina í Krossá þegar að níu laxar fengust á tvær stangir. 8.7.2011 13:04 Veiðin í Langá á Mýrum þokast upp á við Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið brokkgeng frá opnun. Veiðibókin stendur á hádegi í dag í 150 löxum sem er mun minna en undanfarin ár. 8.7.2011 12:58 Man. City selur nafn heimavallar félagsins Heimavöllur Man. City, City of Manchester Stadium, mun hér eftir heita Etihad Stadium en félagið seldi í dag nafn vallarins. 8.7.2011 12:30 Eriksson skoðar Hargreaves Sven-Göran Eriksson, stjóri Leicester, hefur greint frá því að hann sé að íhuga að gera samning við miðjumanninn Owen Hargreaves sem Man. Utd lét róa í sumar. Hargreaves hefur gert ýmislegt til að sanna að hann sé í formi og meðal annars nýtt sér Youtube til að auglýsa sig. 8.7.2011 11:45 Liverpool gæti flutt frá Anfield Eigandi Liverpool, Bandaríkjamaðurinn John W. Henry, segir að félagið gæti neyðst til þess að flytja frá heimavelli sínum, Anfield. Hann vill vera áfram á Anfield en segir að félaginu gæti reynst sá kostur nauðugur að færa sig um set. 8.7.2011 11:00 Frost í samskiptum Bellamy og Mancini Framherjinn Craig Bellamy hefur viðurkennt að hafa lent í rifrildi við Roberto Mancini aðeins nokkrum dögum eftir að Ítalinn tók við stjórnartaumunum hjá Man. City. Þeir hafa ekki talað saman síðan. 8.7.2011 10:15 Webber á undan Schumacher á Silverstone Mark Webber hjá Red Bull var fljótastur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi í dag, en keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Michael Schumacher á Mercedes var næst fljótastur og Rubens Barrichello á Williams þriðji. Sergio Perez á Sauber var með fjórða besta tíma, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Bleyta var á Silverstone brautinni og Webber náði besta tímanum undir lok æfingarinnar, þegar hlutar brautarinnar höfðu þornað. 8.7.2011 09:51 Liverpool ætlar líka að selja leikmenn Liverpool gekk í gær frá kaupum á Charlie Adam frá Blackpool. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar en áður hafði félagið keypt Jordan Henderson. 8.7.2011 09:30 Alonso: Erfitt að brúa bilið í Vettel Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. 8.7.2011 09:01 FH-ingar styðja Sigurstein - skora á aðra Knattspyrnudeild FH hefur tekið saman höndum og safnað fé til styrktar Sigursteini Gíslasyni og fjölskyldu hans. Sigursteinn greindist með krabbamein á dögunum. 8.7.2011 08:53 Úrslitaleikurinn fer fram í Buenos Aires - stuðningsmenn rústuðu vellinum Knattspyrnuyfirvöld í Suður-Ameríku hafa gefið grænt ljós á að úrslitaleikurinn í Copa-America fari fram á Minningarvellinum í Buenos Aires. Stuðningsmenn River Plate lögðu völlinn í rúst fyrir tíu dögum þegar ljóst var að félagið væri fallið úr efstu deild. 8.7.2011 07:00 EM í golfi: Ísland þarf að vinna Ítalíu Íslenska karlalandsliðið í golfi þarf að vinna Ítalíu í dag til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta Evrópumeistaramóti áhugamanna. Ísland tapaði í gær, 4-1, gegn Norðmönnum í B-riðli keppninnar en í þeim riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 9.-16. sæti eftir höggleikinn á mótinu sem fram fer í Portúgal. 8.7.2011 06:00 Heimir: Fengum frábær færi til þess að skora Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var sár og svekktur þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. ÍBV tapaði gegn írska liðinu Saint Patrick´s, 2-0, og er úr leik í Evrópudeild UEFA. 7.7.2011 22:46 Guðjón: Ég er að detta í gang Guðjón Baldvinsson, framherji KR, var afar kátur eftir öruggan 5-1 sigur Vesturbæinga á færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður. 7.7.2011 22:40 ÍBV úr leik í Evrópudeildinni ÍBV er úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 2-0 tap gegn Saint Patrick´s í Írlandi í kvöld. 1-0 sigur ÍBV á Vodafonevellinum dugði ekki til. 7.7.2011 20:32 Aron Einar semur við Cardiff á morgun Aron Einar Gunnarsson skrifar undir þriggja ára samning við Cardiff City í ensku fyrstu deildinni í fótbolta á morgun. Fyrst fer hann í læknisskoðun í fyrramálið. Þetta staðfesti Aron Einar við íþróttadeild fyrir örfáum mínútum. 7.7.2011 20:08 Redknapp ætlar að byggja í kringum Modric Harry Redknapp, stjóri Spurs, vonar að nýir leikmenn sannfæri króatíska miðjumanninn Luka Modric um að rétt sé að vera áfram hjá félaginu. Modric vill fara en félagið neitar að selja hann. Bæði Man. Utd og Chelsea vilja kaupa miðjumanninn. 7.7.2011 19:45 O´Shea fór líka til Sunderland Manchester United er búið að missa tvo varnarmenn til Sunderland í dag. Wes Brown fór fyrr í dag og nú er John O´Shea búinn að skrifa undir samning við félagið. Kaupverð leikmannanna var ekki gefið upp. 7.7.2011 19:00 Stórsigur hjá KR í Evrópudeildinni KR er komið áfram í Evrópudeild UEFA eftir afar öruggan sigur, 5-1, á færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður í kvöld. KR vann rimmu liðanna 8-2 samanlagt. Yfirburðir KR-inga í leiknum voru miklir og talsverður gæðamunur á liðunum. Það mátti sjá strax í upphafi. 7.7.2011 16:50 Grindvíkingar endurgreiða stuðningsmönnum og bjóða í grill Grindvíkingar ætla að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins sem lögðu leið sína í Kaplakrika í gærkvöld og sáu sína menn tapa 7-2 gegn FH. Þá bjóða leikmennirnir öllum stuðningsmönnum liðsins í grillveislu að lokinni æfingu liðsins annað kvöld. 7.7.2011 16:45 Gengur vel í Gljúfurá í Borgarfirði Síðasti tveggja daga hópur í Gljúfurá fékk tíu laxa. Þetta var þriðja holl sumarsins og lauk veiðum í gær. Þá stóð veiðibókin í sléttum 30 veiddum löxum. 7.7.2011 16:42 Wes Brown til Sunderland Varnarmaðurinn Wes Brown hefur gengið til liðs við Sunderland frá Manchester United. Brown skrifaði undir fjögurra ára samning í dag en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. 7.7.2011 16:00 Elfar Freyr Helgason á leið til AEK Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki er á leiðinni til gríska félagsins AEK Aþenu. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverðið en Elfar Freyr á eftir að gangast undir læknisskoðun og semja um kaup og kjör. 7.7.2011 15:30 Hörður Axel samdi við þýskt úrvalsdeildarlið Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflvíkingum í IcelandExpress deild karla á næstu leiktíð. Hörður, sem er 22 ára gamall leikstjórnandi, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Mitteldeutscher til þriggja ára. Frá þessu er greint á karfan.is. 7.7.2011 15:26 Ricky Hatton leggur hanskana á hilluna Ricky Hatton, fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í hnefaleikum hefur lagt hanskana á hilluna. Hatton hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Manny Pacquiao í baráttu um heimsmeistaratitilinn í léttveltuvigt í Las Vegas árið 2009. 7.7.2011 14:45 Argentína veldur vonbrigðum á heimavelli Það er óhætt að segja að landslið Argentínu í knattspyrnu hafi ollið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu til þessa. Liðið gerði markalaust jafntefli við Kólumbíu í gærkvöldi. Miklar vonir voru bundnar við argentínska liðið enda liðið stjörnum hlaðið og á heimavelli. 7.7.2011 14:15 Svíar unnu Bandaríkin - Brasilía og Bandaríkin mætast Svíþjóð lagði Bandaríkin 2-1 í lokaumferð C-riðils á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Úrslitin þýða að Svíar mæta Áströlum í átta liða úrslitum en Bandaríkin mæta Brasilíu. 7.7.2011 13:30 Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum. 7.7.2011 13:00 Sjá næstu 50 fréttir
Clichy hafnaði Liverpool og valdi ekki City út af peningunum Gael Clichy lýsti því yfir á sínum tíma að menn færu aðeins til Man. City vegna peninganna. Hann er sjálfur farinn þangað en segir það ekki vera vegna peninganna. 8.7.2011 17:45
Eiður orðaður við Swansea Breski fjölmiðillinn Talksport greinir frá því að Eiður Smári Guðjohnsen hafi samþykkt að ganga til liðs við knattspyrnufélagið Swansea. Swansea vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor. 8.7.2011 17:20
Faðir Mata staðfestir áhuga utan Spánar Faðir og umboðsmaður Spánverjans Juan Mata hefur staðfest að áhugi sé á leikmanninum utan Spánar og meðal annars frá Englandi. Hermt er að bæði Liverpool og Arsenal vilji fá leikmanninn. 8.7.2011 17:00
Nýr landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum Árni Þór Árnason hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari fyrir alpagreinar. Árni Þór er íslenskum skíðamönnum kunnur hann var landsliðsmaður skíðasambandsins frá árinu 1978 til 1986 og keppti á Ólympíuleikum í Sarajevo 1984. Þetta kemur fram á heimasíðu skíðasambands Íslands. 8.7.2011 16:47
Falcao ætlar ekki að elta Villas-Boas Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao ætlar að vera áfram hjá Porto þó svo áhugi sé á honum víða. Meðal annars frá Chelsea þar sem hans gamli þjálfari, Andre Villas-Boas, ræður nú ríkjum. 8.7.2011 16:15
Aron Einar búinn að skrifa undir hjá Cardiff Aron Einar Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Cardiff City. Aron Einar gekkst undir læknisskoðun í dag og gekk að henni lokinni frá samningnum. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. 8.7.2011 16:01
Given líklega á leiðinni til Villa Markvörðurinn Shay Given er líkast til á förum frá Man. City í sumar en hann hefur reynt að komast frá félaginu í heilt ár án árangurs. Nú er hann orðaður við Aston Villa. 8.7.2011 15:30
Zidane mun vinna náið með Mourinho Frakkinn Zinedine Zidane mun taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid. José Mourinho, þjálfari liðsins, vildi að hann tæki starfið að sér. Þeir munu því vinna þétt saman á næstu leiktíð. 8.7.2011 14:45
Féll úr stúkunni og lést Skelfilegt atvik átti sér stað á heimaleik hafnaboltaliðsins Texas Rangers í gær. Maður, sem hafði farið á völlinn með ungum syni sínum, féll þá úr stúkunni og lést. Hann var þá að teygja sig eftir hafnabolta sem var á leið nálægt stúkunni. 8.7.2011 14:00
Veiðisagan úr Krossá Við sögðum frá því hér fyrr í dag að agætis kippur hefði komið í Krossá. Hér er smá pistill frá Daníel sem var ásamt félögum sínum við veiðar: 8.7.2011 13:55
Myndasyrpa frá Copa America Keppni á Copa America stendur nú sem hæst. Ljósmyndarar AFP hafa verið á ferðinni á öllum leikjum keppninnar og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta. Í kvöld verður leikið í C-riðli þar sem að Úrúgvæ og Chile eigast við. Sá leikur hefst kl. 22.35. Hinn leikur kvöldsins er Perú - Mexíkó og hefst hann kl. 00.35. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2. 8.7.2011 13:45
Massa stal senunni á Silverstone Felipe Massa á Ferrari náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi á blautri braut. Rigndi mikið á æfingunni. Massa náði besta tíma í blálokin, eftir að nokkrir ökumenn höfðu skipst á efsta sætinu á lokasprettinum á æfingunni. 8.7.2011 13:44
Smalling fékk nýjan fimm ára samning Chris Smalling sannaði það síðasta vetur að hann er klár í slaginn með Man. Utd og félagið hefur nú verðlaunað hann með nýjum fimm ára samningi. 8.7.2011 13:34
Hermann búinn að framlengja við Portsmouth Það er nú orðið endanlega ljóst að Hermann Hreiðarsson leikur áfram með Portsmouth. Hermann skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við félagið. 8.7.2011 13:29
Adebayor brjálaður út í forráðamenn Man. City Framherjinn Emmanuel Adebayor er enn í stríði við félag sitt, Man. City. Adebayor fær ekki að fara með liðinu til Bandaríkjanna í dag og hann segir að félagið hafi ekki þor til þess að segja honum beint út að hann sé ekki velkominn hjá félaginu. 8.7.2011 13:15
Ytri Rangárnar bæta við sig Alls veiddust 14 laxar í Ytri Rangá í gær og er það einum fleiri frá deginum áður. Þetta eru góð tíðindi því ekki nema tveir dagar síðan það komu einungis fimm laxar á land. 8.7.2011 13:11
Fluguveiði ekki bara karlasport Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir. Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn. Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu. 8.7.2011 13:08
Rólegt í Dölunum Það er rólegt yfir veiðinni í Dölunum þessa stundina. Þó tvöfaldaði síðata holl veiðina í Krossá þegar að níu laxar fengust á tvær stangir. 8.7.2011 13:04
Veiðin í Langá á Mýrum þokast upp á við Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið brokkgeng frá opnun. Veiðibókin stendur á hádegi í dag í 150 löxum sem er mun minna en undanfarin ár. 8.7.2011 12:58
Man. City selur nafn heimavallar félagsins Heimavöllur Man. City, City of Manchester Stadium, mun hér eftir heita Etihad Stadium en félagið seldi í dag nafn vallarins. 8.7.2011 12:30
Eriksson skoðar Hargreaves Sven-Göran Eriksson, stjóri Leicester, hefur greint frá því að hann sé að íhuga að gera samning við miðjumanninn Owen Hargreaves sem Man. Utd lét róa í sumar. Hargreaves hefur gert ýmislegt til að sanna að hann sé í formi og meðal annars nýtt sér Youtube til að auglýsa sig. 8.7.2011 11:45
Liverpool gæti flutt frá Anfield Eigandi Liverpool, Bandaríkjamaðurinn John W. Henry, segir að félagið gæti neyðst til þess að flytja frá heimavelli sínum, Anfield. Hann vill vera áfram á Anfield en segir að félaginu gæti reynst sá kostur nauðugur að færa sig um set. 8.7.2011 11:00
Frost í samskiptum Bellamy og Mancini Framherjinn Craig Bellamy hefur viðurkennt að hafa lent í rifrildi við Roberto Mancini aðeins nokkrum dögum eftir að Ítalinn tók við stjórnartaumunum hjá Man. City. Þeir hafa ekki talað saman síðan. 8.7.2011 10:15
Webber á undan Schumacher á Silverstone Mark Webber hjá Red Bull var fljótastur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi í dag, en keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Michael Schumacher á Mercedes var næst fljótastur og Rubens Barrichello á Williams þriðji. Sergio Perez á Sauber var með fjórða besta tíma, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Bleyta var á Silverstone brautinni og Webber náði besta tímanum undir lok æfingarinnar, þegar hlutar brautarinnar höfðu þornað. 8.7.2011 09:51
Liverpool ætlar líka að selja leikmenn Liverpool gekk í gær frá kaupum á Charlie Adam frá Blackpool. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar en áður hafði félagið keypt Jordan Henderson. 8.7.2011 09:30
Alonso: Erfitt að brúa bilið í Vettel Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. 8.7.2011 09:01
FH-ingar styðja Sigurstein - skora á aðra Knattspyrnudeild FH hefur tekið saman höndum og safnað fé til styrktar Sigursteini Gíslasyni og fjölskyldu hans. Sigursteinn greindist með krabbamein á dögunum. 8.7.2011 08:53
Úrslitaleikurinn fer fram í Buenos Aires - stuðningsmenn rústuðu vellinum Knattspyrnuyfirvöld í Suður-Ameríku hafa gefið grænt ljós á að úrslitaleikurinn í Copa-America fari fram á Minningarvellinum í Buenos Aires. Stuðningsmenn River Plate lögðu völlinn í rúst fyrir tíu dögum þegar ljóst var að félagið væri fallið úr efstu deild. 8.7.2011 07:00
EM í golfi: Ísland þarf að vinna Ítalíu Íslenska karlalandsliðið í golfi þarf að vinna Ítalíu í dag til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta Evrópumeistaramóti áhugamanna. Ísland tapaði í gær, 4-1, gegn Norðmönnum í B-riðli keppninnar en í þeim riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 9.-16. sæti eftir höggleikinn á mótinu sem fram fer í Portúgal. 8.7.2011 06:00
Heimir: Fengum frábær færi til þess að skora Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var sár og svekktur þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. ÍBV tapaði gegn írska liðinu Saint Patrick´s, 2-0, og er úr leik í Evrópudeild UEFA. 7.7.2011 22:46
Guðjón: Ég er að detta í gang Guðjón Baldvinsson, framherji KR, var afar kátur eftir öruggan 5-1 sigur Vesturbæinga á færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður. 7.7.2011 22:40
ÍBV úr leik í Evrópudeildinni ÍBV er úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 2-0 tap gegn Saint Patrick´s í Írlandi í kvöld. 1-0 sigur ÍBV á Vodafonevellinum dugði ekki til. 7.7.2011 20:32
Aron Einar semur við Cardiff á morgun Aron Einar Gunnarsson skrifar undir þriggja ára samning við Cardiff City í ensku fyrstu deildinni í fótbolta á morgun. Fyrst fer hann í læknisskoðun í fyrramálið. Þetta staðfesti Aron Einar við íþróttadeild fyrir örfáum mínútum. 7.7.2011 20:08
Redknapp ætlar að byggja í kringum Modric Harry Redknapp, stjóri Spurs, vonar að nýir leikmenn sannfæri króatíska miðjumanninn Luka Modric um að rétt sé að vera áfram hjá félaginu. Modric vill fara en félagið neitar að selja hann. Bæði Man. Utd og Chelsea vilja kaupa miðjumanninn. 7.7.2011 19:45
O´Shea fór líka til Sunderland Manchester United er búið að missa tvo varnarmenn til Sunderland í dag. Wes Brown fór fyrr í dag og nú er John O´Shea búinn að skrifa undir samning við félagið. Kaupverð leikmannanna var ekki gefið upp. 7.7.2011 19:00
Stórsigur hjá KR í Evrópudeildinni KR er komið áfram í Evrópudeild UEFA eftir afar öruggan sigur, 5-1, á færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður í kvöld. KR vann rimmu liðanna 8-2 samanlagt. Yfirburðir KR-inga í leiknum voru miklir og talsverður gæðamunur á liðunum. Það mátti sjá strax í upphafi. 7.7.2011 16:50
Grindvíkingar endurgreiða stuðningsmönnum og bjóða í grill Grindvíkingar ætla að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins sem lögðu leið sína í Kaplakrika í gærkvöld og sáu sína menn tapa 7-2 gegn FH. Þá bjóða leikmennirnir öllum stuðningsmönnum liðsins í grillveislu að lokinni æfingu liðsins annað kvöld. 7.7.2011 16:45
Gengur vel í Gljúfurá í Borgarfirði Síðasti tveggja daga hópur í Gljúfurá fékk tíu laxa. Þetta var þriðja holl sumarsins og lauk veiðum í gær. Þá stóð veiðibókin í sléttum 30 veiddum löxum. 7.7.2011 16:42
Wes Brown til Sunderland Varnarmaðurinn Wes Brown hefur gengið til liðs við Sunderland frá Manchester United. Brown skrifaði undir fjögurra ára samning í dag en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. 7.7.2011 16:00
Elfar Freyr Helgason á leið til AEK Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki er á leiðinni til gríska félagsins AEK Aþenu. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverðið en Elfar Freyr á eftir að gangast undir læknisskoðun og semja um kaup og kjör. 7.7.2011 15:30
Hörður Axel samdi við þýskt úrvalsdeildarlið Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflvíkingum í IcelandExpress deild karla á næstu leiktíð. Hörður, sem er 22 ára gamall leikstjórnandi, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Mitteldeutscher til þriggja ára. Frá þessu er greint á karfan.is. 7.7.2011 15:26
Ricky Hatton leggur hanskana á hilluna Ricky Hatton, fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í hnefaleikum hefur lagt hanskana á hilluna. Hatton hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Manny Pacquiao í baráttu um heimsmeistaratitilinn í léttveltuvigt í Las Vegas árið 2009. 7.7.2011 14:45
Argentína veldur vonbrigðum á heimavelli Það er óhætt að segja að landslið Argentínu í knattspyrnu hafi ollið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu til þessa. Liðið gerði markalaust jafntefli við Kólumbíu í gærkvöldi. Miklar vonir voru bundnar við argentínska liðið enda liðið stjörnum hlaðið og á heimavelli. 7.7.2011 14:15
Svíar unnu Bandaríkin - Brasilía og Bandaríkin mætast Svíþjóð lagði Bandaríkin 2-1 í lokaumferð C-riðils á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Úrslitin þýða að Svíar mæta Áströlum í átta liða úrslitum en Bandaríkin mæta Brasilíu. 7.7.2011 13:30
Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum. 7.7.2011 13:00