Fleiri fréttir

Öqvist: Vil halda Jakobi og Hlyni hjá Sundsvall

Peter Öqvist var kynntur til sögunnar sem landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik í gær. Öqvist þjálfar Sundsvall-drekana í Svíþjóð en liðið varð sænskur meistari á dögunum. Með liðinu spila þeir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson.

Umfjöllun: Draumurinn breyttist í martröð

U-21 landslið Ísland tapaði 2-0 gegn Hvíta-Rússlandi í opnunarleik Evrópumótsins í Danmörku. Íslenska liðið var betri aðilinn stóran hluta leiksins en nýtti færi sín illa.

Mikill uppgangur í hvít-rússneskum fótbolta

Íslenska U-21 landsliðið mætir því hvít-rússneska í opnunarleik Evrópumótsins í Árósum í dag. Árangur yngri landsliða, A-landsliðsins og Bate Borisov í Evrópukeppnini á undanförnum árum tala sínu máli. Íslensku strákarnir eiga erfiðan leik fyrir höndum.

Bjarni Þór: Spenntir en ekki stressaðir

Ísland hefur leik á EM U-21 landsliða í Danmörku í dag og mætir Hvíta-Rússlandi í dag. Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði liðsins, segir að leikmennirnir séu orðnir spenntir.

Gibson tilbúinn að yfirgefa United

Darron Gibson, miðvallarleikmaður Manchester United, segist reiðubúinn að yfirgefa herbúðir félagsins fái hann ekki nægan spilatíma. Sunderland gerði fyrr í vikunni boð í þrjá leikmenn Manhcester United þá Wes Brown, John O'Shea auk Gibson.

Ragna komin í undanúrslit í Litháen

Ragna Ingólfsdóttir er komin í undanúrslit á alþjóðlega litháenska mótinu í badminton. Ragna sigraði heimakonuna Akvile Stapusaityte í þremur lotum 17-21, 21-14 og 21-5. Leikurinn tók 47 mínútur.

Eyjólfur: Við erum á tánum

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari íslenska U-21 liðsins á von á erfiðum leik gegn Hvíta-Rússslandi í dag.

Óli einu marki frá 1500 - Alex vantar tvö mörk í 500

Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson eiga báðir góða möguleika á að skora tímamótamörk í leiknum mikilvæga á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöllinni á morgun. Sigur tryggir íslenska liðinu sæti á EM í Serbíu en austurríska liðinu nægir jafntefli í leiknum sem hefst klukkan 16.30.

Pistillinn: Erum ekki í þessu fyrir peningana

Á minni lífsleið hef ég búið í fjórum löndum. Alls staðar hef ég verið spurð að því hvernig í ósköpunum við Íslendingar getum átt svona marga íþróttamenn í fremstu röð. Mín kenning er sú að meginþorri Íslendinga sé öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé mjög gjarn á að fara yfir strikið í áhugamálum sínum. Og við erum ávallt stolt af sjálfum okkur og því sem okkar er og verður.

Líf og fjör hjá strákunum okkar á æfingu í gær - myndir

Það er alltaf líf og fjör hjá strákunum í íslenska 21 árs landsliðinu sem spila í dag sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Danmörku. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi klukkan 16.00 í dag en seinna um daginn mætast hin liðin í riðlinum, Danmörk og Sviss.

Cantona snýr aftur á Old Trafford

Eric Cantona mun snúa aftur á Old Trafford í ágúst og taka þátt í kveðjuleik Paul Scholes. Scholes sem lagði skóna á hilluna fyrir skemmstu spilaði við hlið Cantona á sínum tíma í framlínu Manchester United.

Þýskar landsliðskonur í myndasyrpu hjá Playboy

Fimm leikmenn úr þýska U 20 ára kvenna-landsliðinu í fótbolta hafa vakið gríðarlega athygli í heimalandi sínu og víðar eftir að myndasyrpa af þeim var birt í þýskri útgáfu af tímaritinu Playboy. Eins og gefur að skilja eru leikmennirnir ekki í vetrarfatnaði í þeirri myndasyrpu.

Chelsea greiðir hæstu launin - laun fara hækkandi

Í nýrri skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte kemur fram að laun í ensku úrvalsdeildinni fari hækkandi. Tekjur félaganna fara einnig hækkandi en þó ekki jafnhratt og launakostnaður. Það er áhyggjuefni fyrir félögin en launakostnaður étur upp 68 prósent af tekjum félaganna.

Alonso náði besta tíma dagsins

Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Hann varð 0.369 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji, 0.494 á eftir Alonso. Alonso náði besta tíma dagsins, en Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni i dag.

Skagamenn juku forskot sitt á toppnum í sex stig

Skagamenn eru komnir með sex stiga forskot í 1. deild karla eftir leiki kvöldsins sem voru í 6. umferð deildarinnar. ÍA vann 3-1 sigur á ÍR upp á Skaga og græddi á því að bæði Haukar og Þróttur, liðin í næstu sætum á eftir, töpuðu bæði sínum leikjum.

Keppnisbann Kolo Toure - ekki við lækninn að sakast

Enska knattspyrnusambandið hefur hreinsað Jamie Butler, lækni hjá Manchester City, af ásökunum Kolo Toure. Toure, sem dæmdur var í keppnisbann vegna lyfjanotkunar í mars síðastliðnum sagðist hafa borið töflurnar undir Butler og fengið grænt ljós.

Xhaka: Viljum verða Evrópumeistarar

Svisslendingurinn Granit Xhaka er aðeins átján ára en verður sjálfsagt lykilmaður með landsliði Sviss á EM U-21 liða í Danmörku.

Fjölnismenn aftur á sigurbraut eftir stórsigur á KA fyrir norðan

KA-mönnum líður greinilega ekkert alltof vel á Þórsvellinum því þeir steinlágu 1-4 á "heimavelli" á móti Fjölni í 6. umferð 1. deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna síðan í 2. umferð en þeir komust upp í 3. sætið með því að krækja í þessi þrjú stig.

Ódýrast að klára UEFA-þjálfaragráðurnar á Íslandi

Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman á heimasíðu sinni kostnað þjálfara á Norðurlöndum að sækja sér UEFA-þjálfaragráðurnar. Þar kom í ljós að það er ódýrast að taka þessar gráður hér á Íslandi. KSÍ útskrifaði á dögunum 35 þjálfara með KSÍ A gráðu.

Henderson og Jones einbeittir

Stuart Pearce, landsliðsþjálfari Englands, telur að þeir Stuart Pearce og Phil Jones muni einbeita sér af fullum krafti að EM U-21 mótinu í Danmörku í sumar.

Peter Öqvist: Íslenskar skyttur eru í hæsta gæðaflokki

Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér.

Rútubílstjóri landsliðsins á villigötum

Síðari æfingu dagsins hjá íslenska U-21 landsliðsins hér í Álaborg seinkaði um 40 mínútur vegna þess að rútubíltsjóri liðsins villtist á leiðinni.

Breyting á leikmannahópi Dana

Keld Bordinggaard, þjálfari U-21 liðs Dana, hefur neyðst til að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir EM sem hefst í Danmörku á morgun.

Ashley Young búinn að semja við Manchester United

Enski landsliðsmaður Ashley Young hefur samið um persónuleg kjör við Englandsmeistara Manchester United. Sky fréttastofan greinir frá því að Young hafi gengist undir bráðabirgða læknisskoðun og skrifi undir þegar hann kemur heim úr sumarfríi sínu.

Ragna í átta manna úrslit í Litháen

Ragna Ingólfsdóttir er komin í átta manna úrslit á alþjóðlegu badmintonmóti sem fram fer í Litháen. Ragna lék gegn Rússanum Anastasia Nazarchuk í fyrstu umferð og sigraði auðveldlega, 21-9 og 21-13. Anastasia Kharlampovich frá Rússlandi var mótherju Rögnu í 2. umferð og þar sigraði Ragna með yfirburðum, 21-13 og 21-12.

Jón Arnór og Yao Ming mætast í haust

Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að sambandið hefði þegið boð Kínverja um tvo æfingaleiki í haust. Leikirnir fara fram í Kína 9. og 11. september en gestgjafarnir greiða allan kostnað við ferð íslenska liðsins.

Guðmundur: Austurríkismenn hafa reynst okkur erfiðir

„Við getum ekki leyft okkur að spila með sama hætti gegn Austurríkismönnum og við gerðum á miðvikudaginn gegn Lettum," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Safamýrinni í dag. Fundurinn fór fram strax eftir æfingu íslenska landsliðsins.

Rosberg á Mercedes fljótastur í Montreal, en Vettel ók á vegg

Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu Formúlu 1 liða á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Fernando Alonso á Ferrari varð annar, en hann var rúmlega hálfri sekúndu á eftir Rosberg og Michael Schumacher á Mercedes náði þriðja besta tíma. Önnur æfing verður síðar í dag.

Aron var sprækur á æfingu í dag - meiri óvissa með Snorra Stein

Íslenska handboltalandsliðið mætir Austurríkismönnum í Laugardalshöllinni í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar næstkomandi. Íslenska liðið leik án tveggja aðalleikstjórnenda sinna í sigrinum á Lettlandi í vikunni en landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að þeir verði með á sunnudaginn.

Jón Arnór: Held ég haldi mig á Spáni

Jón Arnór Stefánsson hefur saknað strákanna í íslenska landsliðinu í körfuknattleik. Nýr landsliðsþjálfari, Svínn Peter Öqvist, var kynntur til leiks á blaðamannafundi KKÍ í dag.

Jón Guðni: Ferðaþreytan farin

Jón Guðni Fjóluson segir að spennan sé farin að magnast í leikmannahópi íslenska U-21 landsliðsins en liðið mætir Hvíta-Rússlandi í sínum fyrsta leik á EM í Danmörku á morgun.

Sneijder áfram hjá Inter

Wesley Sneijder hefur blásið á allar sögusagnir þess efnis að hann sé á förum frá Inter. Hann hefur ítrekað verið orðaður við Chelsea og Manchester United undanfarið en segist vilja vera áfram hjá Inter.

Martinez tekur ekki við Aston Villa

Roberto Martinez hefur ákveðið að virða samning sinn við Wigan Athletic þrátt fyrir áhuga Aston Villa. Leit Villa að nýjum knattspyrnustjóra heldur því áfram.

Hætt við mótshald í Barein

Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu.

Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn

Veiðiskóli SVAK hefst sunnudaginn 19. júní og þar verður eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna. þEtta er upplagt fyrir þá sem vilja læra meira um veiði og vera betur undirbúnir áður en sá stóri bítur á í sumar.

Bolt sigraði með yfirburðum í Osló

Usain Bolt kom langfyrstur í mark í 200 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í Osló í gærkvöldi. Mótið var það fimmta í Demantamótaröðinni í frjálsum. Þetta var í fyrsta skipti í rúmt ár sem Bolt hleypur 200 metra hlaup en hann hefur glímt við meiðsli.

Pearce: Verður að taka EM U-21 alvarlega

Stuart Pearce segir að ef Englendingar ætli sér að vinna aftur stórmót í knattspyrnu verði að taka mót eins og Evrópumeistaramót U-21 landsliða alvarlega.

Gylfi: Enginn veikur andstæðingur

"Ég er allur að koma til,“ sagði U-21 landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fyrir æfingu liðsins hér í Álaborg í morgun.„ Ég var frekar slappur á miðvikudaginn en betri í gær og fínn núna. Vonandi verð ég orðinn 100 prósent á morgun."

Austurríska landsliðið mætt til Íslands - Aron líklega leikfær

Ljóst er að landslið austurríkis í handknattleik ætlar sér stóra hluti í viðureign sinni gegn Íslandi á sunnudag. Landsliðið kom til landsins í gær. Algengt er að landslið mæti til leiks daginn fyrir leik en Austurríkismenn eru tímanlega á ferðinni.

Liverpool gerir tilboð í Gaël Clichy

Enska úrvaldeildarliðið Liverpool hefur gert 5 milljóna punda tilboð í franska landsliðsmanninn Gaël Clichy hjá Arsenal. Clichy á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum. Hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Lundúnarliðið.

Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi?

Það brá eflaust mörgum þegar þeir sáu Esjuna hvíta í morgun eftir að hafa heyrt veðurspánna þar sem spáð er hlýindum um helgina. Það eru margir á leiðinni í veiðitúr og nokkrir af vinum okkar hjá Veiðivísi eru við Norðurá og þar var kalt í morgun. Það veiðist þó ágætlega í kuldanum og hollið sem tók við af opnunarhollinu var t.d. með fleiri laxa en opnunin. það hefur ekki gerst lengi. Það veit vonandi á góðann júnímánuð þegar veiðin fer jafnvel af stað og hún virðist gera og það verður því spennandi að heyra aflatölur úr ánni eftir helgina.

Sjá næstu 50 fréttir