Fleiri fréttir

Stjörnustúlkur aftur á sigurbraut - fyrsti sigur Fylkis

Stjarnan komst upp í annað sætið í Pepsi-deild kvenna eftir 2-1 sigur á KR á gervigrasinu í Garðabæ en Stjörnukonur eru búnar að vinna alla þrjá leiki sína á teppinu í sumar. Valur getur náð öðru sætinu á ný með sigri á Þór/KA á morgun.

Greta Mjöll með þrennu í Grindavík

Greta Mjöll Samúelsdóttir fór heldur betur í gang í Grindavík í kvöld þegar Breiðablikskonur unnu sinn fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik vann 5-1 sigur í Grindavík þar sem Greta Mjöll skoraði þrennu í fyrri hálfleik.

Eyjastúlkur áfram með fullt hús og hreint mark

Nýliðar ÍBV héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna með því að vinna 2-0 sigur á hinum nýliðunum í Þrótti. Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði bæði mörkin og hefur því skorað 4 mörk í fyrstu 4 umferðunum á sínu fyrsta tímabili á æskuslóðunum.

Guðmundur: Verulegur léttir að hafa klárað þennan leik

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var fegin að íslenska liðinu tókst að landa mikilvægum sigri í Lettlandi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu vel en lentu í vandræðum með Lettana í seinni hálfleiknum þar sem um tíma munaði aðeins einu marki á liðunum.

Þjóðverjar unnu í Austurríki - úrslitaleikur í Höllinni á sunnudag

Þjóðverjar tryggðu sér í kvöld farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumótsins í Serbíu eftir öruggan átta marka sigur á Austurríki, 28-20 í Innsbruck. Ísland og Austurríki geta ekki bæði komist upp fyrir Þýskaland hvernig sem lokaumferðin spilast og því er ljóst að þýska liðið er komið áfram.

Jón Margeir setti aftur heimsmet

Jón Margeir Sverrisson setti heimsmet í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug á bikarkeppni Íþróttafélags fatlaðra um síðustu helgi. Jón Margeir synt á tímanum 2:00,74 og bætti heimsmetið um tæpa sekúndu.

Østenstad sagði upp hjá botnliði Viking

Egil Østenstad yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking frá Stavanger hefur sagt upp störfum og aukast því vandamálin til muna hjá botnliði deildarinnar.

Naumur en nauðsynlegur sigur á Lettum í Lettlandi

Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka sigur á Lettum í Lettlandi, 29-25, í undankeppni EM 2012 sem fer fram í Serbíu í byrjun næsta árs. Íslenska liðið varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að komast áfram. Það skiptir einnig miklu máli hvernig leikur Austurríkis og Þýskalands fer en hann er að hefjast í Austurríki.

Ronaldo fékk kveðjuleik með landsliði Brasilíu

Brasilímaðurinn Ronaldo lék kveðjuleik sinn sem fótboltamaður í gær í vináttuleik gegn Rúmenum. Ronaldo var á árum áður besti fótboltamaður heims en hann lék aðeins í 15 mínútur í kveðjuleiknum og náði ekki að skora þrátt fyrir að hafa fengið þrjú góð færi til þess. Brasilíumenn sigruðu 1-0 en stuðningsmenn liðsins voru ekki sáttir við leik liðsins sem undirbýr sig fyrir Copa America sem hefst í byrjun júlí og verður keppnin sýnd á Stöð 2 sport.

Enn fækkar stjörnunum hjá Englandi

Kieran Gibbs vinstri bakvörður Arsenal hefur dregið sig út úr U-21 landsliðshópi Englands vegna meiðsla á ökkla. Í núverandi hópi Englendinga eru aðeins tveir leikmenn sem hafa spilað með A-landsliði Englands.

Gylfi Þór veikur

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður U-21 landsliðsins, er nú að glíma við smávægileg veikindi að sögn landsliðsþjálfarans.

Justin Shouse og Darrell Flake orðnir Íslendingar

Bandarísku körfuboltamennirnir Justin Shouse og Darrell Flake fengu í dag úthlutað íslenskum ríkisborgararétti hjá Allsherjanefnd Alþingis og nú er að sjá hvort að landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist vilji nota þá í A-landsliðið.

Paul di Resta stefnir á stigasæti

Paul di Resta hjá Force India liðinu er nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 í ár og hefur ekki ekið Gilles Villeneuve brautina, sem er notuð í Formúlu 1 mótinu í Montreal í Kanada um næstu helgi. Adrian Sutil ekur með di Resta hjá Force India og segir mótið í Montreal eitt af sínum uppáhaldsmótum.

Bjarni Þór: Fengum tvo frídaga

Þó svo að margir leikmenn í U-21 landsliðinu hafi verið bundnir í öðrum verkefnum síðustu dagana voru nokkrir sem hafa ekkert annað gert síðustu tvær vikurnar en að æfa fyrir EM í Danmörkur.

Laxar að stökkva við ósa Leirvogsár og Elliðaánna

Þeir sem taka sér göngutúr á Geirsnefi eða við ósa Leirvogsá eiga líklega eftir að sjá laxa á lofti af og til þegar það fer að falla að. Á seinna flóðinu í gær sáust laxar stökkva við útfall Elliðaánna án þess að renna sér alla leið upp í ánna. Það var hægt að fylgjast með þegar þeir syntu áleiðis upp að neðsta veiðistaðnum og dóla þar fram og til baka í smá stund, en þegar það fór að falla frá létu þeir sig hverfa án þess að ganga upp í ánna. Það má þó vel vera að einhverjir hafi sloppið frá hjá vökulum augum þeirra sem horfðu á þetta, en þegar Breiðan var skimuð virtist ekkert hafa gengið upp í þetta sinn.

Góðar minningar Glock frá Montreal

Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska.

Aron búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Hauka

Aron Kristjánsson er orðinn þjálfari Hauka á nýjan leik en hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð þegar hann þjálfaði liðið frá 2007-2010.

Ferguson kaupir táning á 16 milljónir punda

Alex Ferguson hefur opnað veskið í fyrsta sinn síðan félagsskiptaglugginn opnaði á nýjan leik. Um er að ræða miðvörðinn Phil Jones sem verið hefur á mála hjá Blackburn Rovers. Kaupverðið er talið um 16 milljónir punda. Fréttasíðan Guardian greinir frá þessu í dag.

Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós

Helgina 11 til 13 júní verður haldið veiðikeppni í Hvammsvík í Kjós. Frábærir vinningar eru í boði fyrir stærstu fiskana. Það fer þannig fram að veiðimaður kaupir dagsleyfi fyrir 2.500,- krónur og má veiða allt að 5 fiska. Kaupa má fleiri en 1 dagsleyfi. Keppnin stendur á milli 10:00 og 22:00 dagana 3 sem keppnin stendur yfir og þar á loknu verður vinningshafar nefndir.

Langþráður sigur Færeyinga

Færeyingar unnu í gærkvöldi 2-0 sigur á Eistum í undankeppni Evrópumótsins 2012. Leikurinn fór fram í Tóftum. Sigurinn er sá fyrsti í undankeppni Evrópumóts frá árinu 1995 þegar liðið lagði San Marino.

Sanchez semur við Barcelona

Alexis Sanchez framherji Udinese hefur komist að samkomulagi um persónuleg kjör við stórlið Barcelona. Að sögn forseta Udinese, Franco Soldati, fær Sanchez jafnvirði tæpra 500 milljóna króna í árslaun. Þetta kemur fram í chileskum fjölmiðlum.

Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu

Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda.

Vítaspyrnan hjá Alexander slær í gegn á Youtube

Alexander Magnússon leikmaður Grindavíkur hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vítaspyrnuna sem hann tók í 4-1 sigri liðsins gegn Þór í Pepsideild karla þann 30. maí s.l. Þar sýndi hægri bakvörðurinn snilldartilþrif þegar hann skoraði með frekar óhefðbundnum hætti úr vítinu og myndband frá Stöð 2 sport frá atvikinu hefur vakið gríðarlega athygli á Youtube.

Pepsimörkin: Gaupahornið - KR útvarpið er engu líkt

Guðjón Guðmundsson brá sér í heimsókn í hið eina sanna KR útvarp þar sem að margir af reyndustu fjölmiðamönnum landsins leggja útvarpinu lið. Í innslaginu sem má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan er rýnt á bak við tjöldin hjá KR-útvarpinu en þar hafa margir staðið vaktina frá því að útvarpsstöðin var sett á laggirnar fyrir 13 árum.

Fyrirhuguð æfing U-21 í dag fellur niður - löng rútuferð framundan

Ekkert verður úr fyrirhugaðri æfingu íslenska U-21 landsliðsins í knattspyrnu í dag. Vegna seinkunar á flugi liðsins til Kaupmannahafnar í morgun missti liðið af vélinni sem flytja átti liðið áfram til Álaborgar. Strákarnir munu því taka rútu og er reiknað með að ferðalagið taki fimm og hálfa klukkustund.

Henderson heldur til Liverpool

Liverpool og Sunderland hafa komist að samkomulagi um kaupverð á enska miðvallarleikmanninum Jordan Henderson. Henderson heldur í bítlaborgina í dag til þess að semja um persónuleg kjör og gangast undir læknisskoðun.

Pepsimörkin: Öll mörkin og tilþrifin úr 7. umferð

Þrír leikir fóru fram í sjöundu umferð Pepsideildar karla í gær en umferðinni lýkur þann 30. júní þegar Valur og Keflavík eigast við. Að venju var farið yfir gang mála í leikjunum fimm úr sjöundu umferð í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason ræddu um helstu atvikin. Öll mörkin og flottustu tilþrifin voru sýnd í lok þáttarins.

Skúli Jón þakklátur verkfalli flugvirkjanna

Strákarnir í U-21 landsliði Íslands voru mættir snemma út í Leifsstöð fyrir ferðalagið til Danmerkur í dag. Evrópumeistaramótið hefst þar á laugardaginn kemur.

Nowitzki lét veikindin ekki stöðva sig - Dallas jafnaði metin

Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig.

KR vann fyrsta heimasigurinn á FH í átta ár - myndir

KR-ingar unnu 2-0 sigur á FH í stórleik gærkvöldsins í Pepsi-deild karla en þetta var í fyrsta sinn síðan sumarið 2003 sem KR-liðið fagnar heimasigri á móti FH. KR er fyrir vikið komið með níu stiga forskot á Hafnfirðinga.

Landsliðsfyrirliðinn ekki í fyrsta hóp Peter Öqvist

Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson er ekki 22 manna landsliðshópi Peter Öqvist fyrir Norðurlandamótið í körfubolta karla sem fram fer í Sundsvall í sumar. Magnús Þór hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin sex ár og hefur ekki misst úr landsleik síðan árið 2002 en hann hefur verið með í síðustu 69 leikjum liðsins.

Umfjöllun: KR jarðaði FH-grýluna

Eftir að hafa tapað sjö heimaleikjum í röð fyrir FH kom að því að KR ynni. Það gerðist í kvöld er KR lagði FH, 2-0, og náði fyrir vikið níu stiga forskoti á Hafnfirðinga.

Írar unnu 2-0 sigur á Ítölum í kvöld

Ítalinn Giovanni Trapattoni stýrði írska landsliðinu til 2-0 sigurs í vináttuleik á móti löndum sínum í kvöld en leikurinn fór fram í Liege í Belgíu.

Þróttarar með þrjá sigra í röð í 1. deildinni

Hjörvar Hermannsson tryggði Þrótti 1-0 sigur á KA í 1. deild karla í kvöld en með sigrinum komust Þróttarar upp að hlið Hauka í 2. til 3. sæti deildarinnar. Haukar halda samt öðru sætinu á markatölu.

Jón Guðni: Var sanngjarnt

„Við tökum stigið sáttir en þau hefða getað og mátt vera þrjú í dag. Þeir fá kannski færi líka til að klára þetta þannig að ég held að þetta hafi verið sanngjarnt,“ sagði varnarmaðurinn öflugi Jón Guðni Fjóluson eftir að Fram og Breiðblik gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld.

Ólafur: Alls ekki sáttur

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagðist ekki geta annað en tekið stiginu sem fékkst með jafntefli Breiðabliks gegn Fram á heimavelli í kvöld en var alls ekki sáttur við leik sinna manna.

Heimir: Hefðum átt að skora allavega fjögur

Heimir Hallgrímsson, hinn geðþekki tannlæknir og þjálfari ÍBV, brosti þrátt fyrir allt eftir 2-1 tap í kvöld. Ef til vill fannst honum grátbroslegt að nýta ekki eitthvað af dauðafærunum sem liðið hans fékk í tapinu gegn Þór.

Páll: Auðvitað vorum við heppnir

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, viðurkenndi að liðið sitt hefði verið heppið að vinna ÍBV í kvöld. Þórsarar lönduðu karaktersigri, 2-1.

Skagamenn rasskelltu strákana hans Gaua Þórðar fyrir vestan

Skagamenn unnu 6-0 stórsigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í kvöld og styrktu um leið stöðu sína á toppi 1. deildar karla. Skagamenn töpuðu sínum fyrstu stigum í leiknum á undan en mættu grimmir vestur í kvöld og rasskelltu strákana hans Gaua Þórðar.

Sjá næstu 50 fréttir