Umfjöllun: KR jarðaði FH-grýluna Henry Birgir Gunnarsson á KR-velli skrifar 7. júní 2011 16:33 Mynd/Stefán Eftir að hafa tapað sjö heimaleikjum í röð fyrir FH kom að því að KR ynni. Það gerðist í kvöld er KR lagði FH, 2-0, og náði fyrir vikið níu stiga forskoti á Hafnfirðinga. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og bæði lið fóru sér í engu óðfluga. FH-ingar fengu þó færin og Hannes í marki KR varð að bjarga í þrígang. Sóknarleikur KR var slakur og þeir komu ekki einu einasta skoti á markið í fyrri hálfleik. Markalaust í hálfleik. FH-ingar fengu víti á 58. mínútu. Það tók Matthías Vilhjálmsson en hann Hannes Þór Halldórsson varði glæsilega en hann átti stórleik í marki KR. Skömmu síðar eftir vítið fór Guðjón Baldvinsson af velli. Kjartan Henry fór í framlínuna og Gunnar Örn á kantinn. Við það breyttist allt hjá KR. Liðið fór að spila blússandi fínan sóknarleik allt í einu. Úr einni fínni sókn náði Viktor Bjarki síðan að skora. Algjör viðsnúningur á leiknum. KR-ingar voru í kjölfarið líklegri til þess að bæta við en FH að jafna. FH-ingar virtust mjög slegnir við markið. Skömmu fyrir leikslok kórónaði Guðmundur Reynir Gunnarsson frábæran leik er hann lagði upp mark fyrir Baldur. Frábær sprettur upp vænginn, sending fyrir og Baldur gat ekki annað en skorað. Magnaður sigur hjá KR og liðið sendi út sterk skilaboð með sigrinum í kvöld. KR er sterkasta liðið í Pepsi-deildinni í dag. Hannes Þór var stórkostlegur í marki KR. Varði dauðafæri FH-inga örugglega, varði víti og var ótrúlega yfirvegaður í öllum sínum aðgerðum. Einn vanmetnasti markvörður landsins sem er búinn að vera afar sterkur í upphafi móts. Guðmundur Reynir var einnig magnaður og svo var Kjartan Henry magnaður eftir að hann komst í fremstu víglínu og var duglegur að ógna fram að því. Það er áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson hvernig hans menn lögðu niður vopnin eftir að hafa lent undir. Það fór allur vindur úr FH-liðinu sem hafði verið að spila vel fyrsta klukkutímann. KR-FH 2-01-0 Viktor Bjarki Arnarsson (70.) 2-0 Baldur Sigurðsson (88.) Áhorfendur: 2.499 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7Tölfræðin: Skot (á mark): 15-13 (5-7) Varin skot: Hannes 7 – Gunnleifur 3 Horn: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstöður: 2-3KR (4-3-3)Hannes Þór Halldórsson 9 – Maður leiksins Guðmundur Reynir Gunnarsson 8 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Dofri Snorrason 3 (46., Magnús Már Lúðvíksson 6) Baldur Sigurðsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 7 (79., Ásgeir Örn Ólafsson -) Óskar Örn Hauksson 6 Kjartan Henry Finnbogason 8 Guðjón Baldvinsson 3 (61., Gunnar Örn Jónsson 7)FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 5 Viktor Örn Guðmundsson 6 Tommy Nielsen 5 Pétur Viðarsson 7 Guðmundur Sævarsson 6 Björn Daníel Sverrisson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 (75., Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) Matthías Vilhjálmsson 5 Atli Viðar Björnsson 3 (86., Einar Karl Ingvarsson -) Atli Guðnason 6 Hannes Þorsteinn Sigurðsson 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Eftir að hafa tapað sjö heimaleikjum í röð fyrir FH kom að því að KR ynni. Það gerðist í kvöld er KR lagði FH, 2-0, og náði fyrir vikið níu stiga forskoti á Hafnfirðinga. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og bæði lið fóru sér í engu óðfluga. FH-ingar fengu þó færin og Hannes í marki KR varð að bjarga í þrígang. Sóknarleikur KR var slakur og þeir komu ekki einu einasta skoti á markið í fyrri hálfleik. Markalaust í hálfleik. FH-ingar fengu víti á 58. mínútu. Það tók Matthías Vilhjálmsson en hann Hannes Þór Halldórsson varði glæsilega en hann átti stórleik í marki KR. Skömmu síðar eftir vítið fór Guðjón Baldvinsson af velli. Kjartan Henry fór í framlínuna og Gunnar Örn á kantinn. Við það breyttist allt hjá KR. Liðið fór að spila blússandi fínan sóknarleik allt í einu. Úr einni fínni sókn náði Viktor Bjarki síðan að skora. Algjör viðsnúningur á leiknum. KR-ingar voru í kjölfarið líklegri til þess að bæta við en FH að jafna. FH-ingar virtust mjög slegnir við markið. Skömmu fyrir leikslok kórónaði Guðmundur Reynir Gunnarsson frábæran leik er hann lagði upp mark fyrir Baldur. Frábær sprettur upp vænginn, sending fyrir og Baldur gat ekki annað en skorað. Magnaður sigur hjá KR og liðið sendi út sterk skilaboð með sigrinum í kvöld. KR er sterkasta liðið í Pepsi-deildinni í dag. Hannes Þór var stórkostlegur í marki KR. Varði dauðafæri FH-inga örugglega, varði víti og var ótrúlega yfirvegaður í öllum sínum aðgerðum. Einn vanmetnasti markvörður landsins sem er búinn að vera afar sterkur í upphafi móts. Guðmundur Reynir var einnig magnaður og svo var Kjartan Henry magnaður eftir að hann komst í fremstu víglínu og var duglegur að ógna fram að því. Það er áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson hvernig hans menn lögðu niður vopnin eftir að hafa lent undir. Það fór allur vindur úr FH-liðinu sem hafði verið að spila vel fyrsta klukkutímann. KR-FH 2-01-0 Viktor Bjarki Arnarsson (70.) 2-0 Baldur Sigurðsson (88.) Áhorfendur: 2.499 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7Tölfræðin: Skot (á mark): 15-13 (5-7) Varin skot: Hannes 7 – Gunnleifur 3 Horn: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstöður: 2-3KR (4-3-3)Hannes Þór Halldórsson 9 – Maður leiksins Guðmundur Reynir Gunnarsson 8 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Dofri Snorrason 3 (46., Magnús Már Lúðvíksson 6) Baldur Sigurðsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 7 (79., Ásgeir Örn Ólafsson -) Óskar Örn Hauksson 6 Kjartan Henry Finnbogason 8 Guðjón Baldvinsson 3 (61., Gunnar Örn Jónsson 7)FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 5 Viktor Örn Guðmundsson 6 Tommy Nielsen 5 Pétur Viðarsson 7 Guðmundur Sævarsson 6 Björn Daníel Sverrisson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 (75., Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) Matthías Vilhjálmsson 5 Atli Viðar Björnsson 3 (86., Einar Karl Ingvarsson -) Atli Guðnason 6 Hannes Þorsteinn Sigurðsson 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira