Fleiri fréttir

Xavi og Alves spila með Barcelona í kvöld

Barcelona ætti að vera í toppformi gegn Valencia í kvöld því liðið hefur endurheimt þá Xavi og Dani Alves. Ekki var búist strax við Xavi en hann hefur náð góðum bata á skömmum tíma.

Man. United sýnir Neuer áhuga

Clemens Tonnies, stjórnarformaður Schalke, hefur staðfest að Man. Utd hafi áhuga á markverði félagsins, Manuel Neuer.

Mancini vill fá meira frá Balotelli

Roberto Mancini, stjóri Man. City, vill fá meira frá hinum tvítuga Mario Balotello og hefur skorað á hann að stíga upp í hinum mikilvægu leikjum sem eru fram undan.

Henry vill komast aftur inn í Arsenal-fjölskylduna

Thierry Henry, markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi og núverandi leikmaður New York Red Bulls í Bandaríkjunum, segir að tengsl hans við Arsenal séu alltaf jafnsterk og að hann hafi alltaf jafngaman af því að koma í heimsókn.

Tímabilið búið hjá Fellaini

Marouane Fellaini mun ekki spila meira með Everton á tímabilinu þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð á ökkla í næstu viku.

Sigur hjá Íslendingaliðunum

Solna Vikings og Uppsala Basket unnu bæði leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Óðinn Björn og Kristinn keppa í París

FH-ingarnir Óðinn Björn Þorsteinsson og Kristinn Torfason keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í París um helgina. Óðinn Björn keppir í kúluvarpi og Kristinn í langstökki og þrístökki.

Meistararnir lögðu toppliðið

Chelsea og Manchester United, meistarar síðustu sex ára í ensku úrvalsdeildinni, áttust við í stórskemmtilegum leik á Stamford Bridge í kvöld. Chelsea hafði þar sigur, 2-1.

Bitter kemur ekki með til Íslands

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið sautján leikmenn fyrir leikina gegn Íslandi í undankeppni EM 2012 og kemur fátt á óvart í hans vali.

Mancini: Næstu 20 dagar verða mjög mikilvægir

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er ekki búinn að afskrifa það að vinna einhverja titla á þessu tímabili. City er tíu stigum á eftir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en er enn með í bikarnum og Evrópudeildinni.

Van Persie verður frá í þrjár vikur - ekki með gegn Barcelona

Robin van Persie mun missa af seinni leiknum á móti Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildarbikarsins á móti Birmingham á Wembley um helgina.Í dag kom í ljóst að hollenski framherjinn verður frá í að minnsta kosti þrjár vikur.

Japanskur bílaframleiðandi í samstarf við meistaralið Red Bull

Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag.

Drogba ætlar ekki að fara frá Chelsea

Didier Drogba segist hafa allt sem hann þrái hjá Chelsea og að það sé lítið til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni burtu af Stamford Bridge í sumar. Drogba hefur "bara" skorað 10 mörk á tímabilinu og hefur verið varmaður í nokkrum leikjum síðan að félagið keytpi Fernandi Torres frá Liverpool.

Stelpurnar komnar í sólina til Algarve - mæta Svíum á morgun

Kvennalandsliðið í fótbolta kom í nótt til Algarve en þar tekur það þátt í hinum geysisterka Algarve-bikar. Fyrsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, gegn Svíum og hefst hann klukkan 15:00. Á heimasíðu KSÍ má finna meðfylgjandi mynd af stelpunum í sólinni í Portúgal.

Dýrkeypt klúður - milljarða keppnissundlaug reyndist of stutt

Ólympíuleikarnir fara fram í London sumarið 2012 og eru Bretar langt komnir með uppbyggingu á þeim íþróttamannvirkjum sem á að nota á leikunum. Ýmis æfingamannvirki hafa einnig verið byggð víðsvegar um landið og þar má nefna glæsilega æfinga – og keppnissundlaug í Portsmouth.

Fannar þumalfingurbrotinn - missir líklega af 8 liða úrslitunum

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, þumalfingurbrotnaði á æfingu í síðustu viku og verður að taka sér hvíld í fjórar til sex vikur á meðan hann er að náð sér. Fannar spilaði á brotnum putta á móti Tindastól en ætlar að hlusta á lækninn og taka sér hvíld næstu vikurnar.

Guardiola að drepast í bakinu - gæti misst af Valencia-leiknum

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, gæti misst af leik liðsins á móti Valencia í spænsku deildinni á morgun þar sem hann er mjög slæmur í mjóbakinu. Guardiola var ekki með á æfingu í dag og fór þess í stað í meðferð hjá baksérfræðingi.

Alonso spáir baráttu fimm liða um titilinn

Fernando Alonso hjá Ferrari spáir því að fimm lið verði framarlega í flokki á þessu Formúlu 1 keppnistímabili, en telur að ný dekk sem verða notuð á þessu ári geti valdið toppliðunum erfiðleikum. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 27. mars og að venju eru keppt bæði um titil ökumanna og bílasmiða.

Mike Bibby á leiðinni til Miami Heat?

Mike Bibby og Washington Wizards gengu frá starfslokasamningi í gærkvöldi og er því leikstjórnandinn laus allra mála frá félaginu. Washington-liðið hafði fengið Bibby frá Atlanta Hawks í skiptum fyrir Kirk Hinrich en fleiri leikmenn voru einnig með í þessum skiptum.

Ólafur og Sveinbjörn koma inn í landsliðið fyrir Þjóðverjaleikina

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 manna hóp fyrir tvo landsleiki gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2012. Guðmundur kallar á tvo leikmenn sem voru ekki með á HM í Svíþjóð en það eru þeir Sveinbjörn Pétursson og Ólafur Guðmundsson. Sigurbergur Sveinsson dettur hinsvegar úr hópnum.

Bowyer fær ekki nýjan samning hjá Birmingham

Lee Bowyer, miðjumaður nýkrýndra deildarbikarmeistara Birmingham hefur fengið að vita það hjá forráðamönnum félagsins að hann fái ekki nýjan samning þegar núverandi samningur hans rennur út í sumar.

Kelly ekki með Liverpool á móti United og Meireles tæpur

Hinn ungi Martin Kelly hefur slegið í gegn hjá Liverpool í vetur en hann verður ekki með næstu vikurnar eftir að hann meiddist aftan í læri í tapinu á móti West Ham á sunnudaginn. Kelly missir örugglega af leiknum á móti Manchester United um næstu helgi.

Ancelotti segist enn vera með fulla stjórn á leikmönnum Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að það séu engin agavandmál innan Chelsea-liðsins og að hann hafi fulla stjórn á leikmannahópi liðsins. Ítalinn hefur stutt við bakið á Ashley Cole eftir að upp komst að bakvörðurinn hafði óvart skotið á lærling með loftbyssu á æfingsvæði Chelsea.

NBA: Channing Frye með sigurkörfuna annað kvöldið í röð

Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York.

Sjá næstu 50 fréttir