Fleiri fréttir

Diddi og Kári eru Ajax-mennirnir

Þeir Ingimundur Ingimundarson og Kári Kristján Kristjánsson eru herbergisfélagar hjá landsliðinu. Þar er eflaust mikið sprellað enda báðir afar léttir á því.

Valsmenn byrja vel undir stjórn Kristjáns

Valur vann öruggan 4-1 sigur á Leikni í Reykjavíkurmóti karla í gærkvöldi í fyrsta mótsleik sínum undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. Keppni í B-riðli hófst með tveimur leikjum í gær.

Harry Redknapp rændur á fótboltaleik í Madríd

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur sagt frá óskemmtilegri lífsreynslu sinni þegar hann fór til Spánar á fimmtudaginn til þess að fylgjast með nágrannaslag Real Madrid og Atletico Madrid í spænska bikarnum. Redknapp var nefnilega rændur á vellinum en hann var þar að fylgjast með Úrúgvæanum Diego Forlon.

NBA: Átta sigrar í röð hjá San Antonio Spurs

San Antonio Spurs er með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta og ætlar ekkert að gefa eftir. Liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt og hefur aðeins tapað 6 af 43 leikjum sínum á tímabilinu. New Orleans Hornets vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og bæði Boston Celtics og Los Angeles Lakers unnu sína leiki.

Það er smá krísa hjá Þjóðverjunum

Guðjón Valur Sigurðsson var afslappaður og vel stemmdur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir komu landsliðsins til Jönköping þar sem milliriðillinn verður spilaður.

Megum ekki fara fram úr okkur

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfara­teymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best.

Björgvin fer á kostum eftir hlé

Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sigur í leikjunum á móti Austurríki og Noregi með frábærri frammistöðu í seinni hálfleik.

Ekkert nema heimsmeistarar

Mótshaldarar á HM í Svíþjóð tilkynntu í gærmorgun tímasetningu á leikjum milliriðlakeppninnar.

Höfum unnið fimm leiki í röð gegn Þýskalandi

Íslenska handboltalandsliðið er búið að vinna fimm leiki í röð á móti Þjóðverjum (mótherjum dagsins á HM) og hefur ekki tapað fyrir þeim í undanförnum sjö leikjum (6 sigrar, 1 jafntefli) eða síðan á EM í Noregi 2008.

Strand úr leik á HM

Kjetil Strand hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Noregs á HM í handbolta vegna ökklameiðsla.

Ísland tapaði sínum fyrsta landsleik í futsal

Ísland tapaði fyrir Lettlandi, 5-4, í fyrsta landsleik sínum í futsal eða innanhússknattspyrnu. Leikið var í forkeppni EM en riðill Íslands fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Njarðvík nálægt því að vinna meistarana

Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld. Lokatölur voru 92-91.

Ragna úr leik í Svíþjóð

Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á alþjóðlegu badmintonmóti sem nú stendur yfir í Svíþjóð eftir að hafa tapað fyrir keppanda frá Nýja-Sjálandi.

Old Trafford leysir af Wembley í vor

Old Trafford, heimavöllur Manchester United, tekur að sér að hýsa tvo leiki í úrslitakeppnnum neðri deildanna í vor þar sem að Wembley-leikvangurinn er upptekinn á sama tíma.

Ryan Giggs er til í eitt ár til viðbótar

Ryan Giggs er orðinn 37 ára gamall og búinn að vinna allt með Manchester United en hann er ekkert á því að fara að leggja skóna á hilluna. Giggs hefur nú gefið það út að hann hafi áhuga á því að spila eitt tímabil til viðbótar.

Helena að spila vel með TCU-liðinu - myndband

Helena Sverrisdóttir hefur farið á kostum að undanförnum með liði TCU í bandaríska háskólakörfuboltanum en góð frammistaða hennar á mikinn þátt í því að liðið er búið að vinna sjö leiki í röð.

Langskotin og hraðaupphlaupin halda okkur uppi í sókninni

Íslenska handboltalandsliðið endaði í þriðja sæti yfir flest skoruð mörk í riðlakeppninni á HM í handbolta en aðeins Danir og Frakkar skoruðu fleiri mörk. Íslenska liðið skoraði 31,4 mörk að meðaltali í leik en liðið braut 30 marka múrinn í þremur leikjanna.

Dómari á HM handtekinn fyrir kynferðislega áreitni

Dómari á HM í handbolta er heldur betur búinn að koma sér í vandræði utan vallar því hann hefur verið handtekinn fyrir að bera sig á hótelinu sem hann dvelur á. Þetta kemur fram sænsku vefsíðunni Nyhetskanalen.se.

Antonio Valencia gæti snúið aftur í lok febrúar

Antonio Valencia meiddist illa á ökkla í Meistaradeildarleik á móti Rangers í september en endurhæfingin hefur gengið vel og nú vonast Manchester United menn að hann geti farið að spila á nýjan leik í lok febrúar.

Íslenska vörnin fékk ekki á sig meira en 26 mörk

Íslenska handboltalandsliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á HM í handbolta í Svíþjóð og þar hefur frábær vörn og markvarsla haft mikið að segja. Íslenska liðið fékk á sig 23,8 mörk að meðaltali í leikjunum fimm en þó aldrei meira en 26 mörk í einum leik.

Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV

Íslenska Futsal-landsliðið leikur sinn fyrsta landsleik frá upphafi í kvöld þegar liðið mætir Lettum í forkeppni Evrópukeppninnar sem fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en áður mætast Grikkir og Armenar.

Þjálfari Króata: Skandinavar eru að eyðileggja handboltann

Króatar voru allt annað en ánægðir með frönsku dómarana sem dæmdu leikinn gegn Dönum í gær. Danir unnu leikinn 34-29 og tryggðu sér þar með efsta sætið í milliriðlinum en Króatar hefja því keppni í milliriðlinum með aðeins eitt stig.

Franska blaðið L´Equipe: Íslendingar eru stóra gildran

Íslendingar verða erfiðsti mótherji Frakka í milliriðlinum á HM í handbolta í Svíþjóð samkvæmt pistli franska blaðsins L´Equipe í dag. Ísland er eina liðið í milliriðlinum sem byrjar hann með fullt hús en Frakkar hafa stigi minna.

Liverpool hefur áhuga á bæði Luis Suarez og Ashley Young

Liverpool hefur staðfest áhuga sinn á leikmönnunum Luis Suarez og Ashley Young en Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála, segir þó að það sé langt í það að félagið geti gengið frá samningum um kaup á leikmönnunum tveimur.

Ege: Alltaf erfitt að sætta sig við tap

„Það er alltaf erfitt að sætta sig við tap en í dag töpuðum við fyrir betra liði,“ sagði hinn þaulreyndi markvörður Noregs, Steinar Ege, eftir 29-22 sigur Íslendinga gegn Noregi í gær á HM í handbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Ege í gær.

Sex bestu leikmenn deildarinnar að mati Sunnudagsmessunnar

Þrátt fyrir að heimsmeistaramótið í handbolta sé í gangi í Svíþjóð þá verður leikið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Sunnudagsmessunni var farið yfir sex bestu leikmenn deildarinnar og þar koma leikmenn frá Tottenham, Arsenal, Manchester United, Manchester City við sögu.

Þjálfari Noregs segir að Ísland muni komast í undanúrslit

Hörður Magnússon ræddi við Robert Hedin þjálfara Norðmanna eftir 29-22 sigur Íslands gegn Noregi á HM í handbolta í gær. Hedin var rólegur og yfirvegaður í viðtalinu en hann lét öllum illum látum á hliðarlínunni á meðan leikurinn fór fram.

Stoke samþykkir tilboð Sunderland í framherjann Ricardo Fuller

Stoke City hefur samþykkt 3 milljón punda tilboð Sunderland í framherjann Ricardo Fuller samkvæmt frétt á BBC. Þessi 31 árs gamli Jamaíkamaður hefur verið einn af þeim mönnum sem hefur haldið Eiði Smára Guðjohnsen aftarlega í goggunarröðinni hjá enska félaginu.

Bruce er ósáttur við Houllier

Steve Bruce knattspyrnustjóri Sunderland sendi Gerard Houllier knattspyrnustjóra Aston Villa kalda kveðju í enskum fjölmiðlum í gær eftir að Villa keypti framherjann Darren Bent frá liðinu. Bruce segir að Houllier beri enga virðingu fyrir starfsfélögum sínum þar sem hann hafi ekki haft samband við sig á meðan kaupin fóru fram.

Chicago lagði Dallas - Rose skoraði 26 stig

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þa sem að sigur Chicago Bulls gegn Dallas bar hæst. Lokatölur 82-77. Derrick Rose skoraði 26 stig fyrir Bulls og hann gaf að auki 9 stoðsendingar. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 19 fyrir Dallas. Carlos Boozer lék ekki með Bulls þriðja leikinn í röð vegna meiðsla á ökkla.

Ingimundur: Norðmenn eru hrokagikkir

Það var ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með varnaruxanum Ingimundi Ingimundarsyni gegn Noregi í gær. Hann var í stanslausum slagsmálum við norsku leikmennina allan leikinn og virtist skemmta sér konunglega.

Höldum næsta markmiði fyrir okkur

„Ég var afskaplega ánægður með þennan leik. Það var hart tekist á og bæði lið fórnuðu sér. Þetta var gríðarlega fastur varnarleikur. Sóknarleikurinn var ekki upp á það besta í fyrri hálfleik en snarbatnaði í síðari hálfleik.

Grindvíkingar upp í toppsætið

Grindvíkingar komust á topp Iceland Express deildar karla með sannfærandi ellefu stiga sigri á Tindastól, 77-66, í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi.

Logi Geirsson: „Eitthvað stórkostlegt í fæðingu hjá Íslandi á HM“

Að venju var mikið um að vera í HM þættinum Þorsteinn J. & gestir í kvöld fyrir og eftir sigurleik Íslands gegn Noregi í Linköping í Svíþjóð. Logi Geirsson sérfræðingur þáttarins sagði m.a. að það væri eitthvað stórkostlegt í fæðingu hjá íslenska liðinu á HM. „Krafturinn í liðinu er ótrúlegur, Norðmennirnir gjörsamlega sprungu og það var stríðsdans hjá Íslandi. Okkur eru allir vegir færir,“ sagði Logi m.a. í þættinum.

Mætum Frökkum í síðasta leik

Nú er ljóst hvernig leikjaniðurröðun verður í íslenska milliriðlinum í Jönköping. Tímasetning leikjanna hefur þó ekki enn verið ákveðin en mótshaldarar munu tilkynna leiktíma á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir