Handbolti

Leiktímar ákveðnir fyrir milliriðlakeppnina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Strákarnir fagna sigrinum á Noregi í gær.
Strákarnir fagna sigrinum á Noregi í gær. Mynd/Valli
Mótshaldarar á HM í Svíþjóð hafa birt á heimasíðu Alþjóða handknattleikssambandsins leiktíma í milliriðlakeppninni.

Ísland mætir fyrst Þýskalandi á laugardaginn og hefst hann klukkan 17.30.

Næst mæta strákarnar okkir liði Spánverja á mánudaginn og verður sá leikur á dagskrá klukkan 15.00.

Viðureign Íslands gegn Frakklands er sú síðasta í milliriðlakeppninni og fer fram á þriðjudaginn klukkan 19.15.

Ísland er eina liðið í milliriðli 1 sem fór með fullt hús stiga, fjögur talsins, með sér í milliriðlakeppnina.

Leikjadagskrá og stöðu í milliriðlunum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×