Handbolti

Ekkert nema heimsmeistarar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Íslands og Frakklands árið 2008.
Úr leik Íslands og Frakklands árið 2008. Mynd/Daníel

Mótshaldarar á HM í Svíþjóð tilkynntu í gærmorgun tímasetningu á leikjum milliriðlakeppninnar. Ísland byrjar á því að mæta Þýskalandi í dag klukkan 17.30, svo Spáni á mánudag klukkan 15.00 og loks Frakklandi á þriðjudagskvöldið klukkan 19.30.

Það má svo geta þess að þessi þrjú lið hafa orðið heimsmeistarar í síðustu þrjú skipti sem HM hefur verið haldið – Frakkland árið 2009, Þýskaland árið 2007 og Spánn árið 2005.

Úrslit, staða og næstu leikir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×