Handbolti

Dómari á HM handtekinn fyrir kynferðislega áreitni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessi dómari tengist þessari frétt ekki neitt.
Þessi dómari tengist þessari frétt ekki neitt. Mynd/AFP
Dómari á HM í handbolta er heldur betur búinn að koma sér í vandræði utan vallar því hann hefur verið handtekinn fyrir að bera sig á hótelinu sem hann dvelur á. Þetta kemur fram sænsku vefsíðunni Nyhetskanalen.se.

Dómarinn var á hóteli í Gautaborg og var kærður fyrir að girða niður um sig og sýna kynfærin fyrir framan saklausa hótelþernu sem var komin til að þrífa herbergið hans. Samkvæmt frétt Nyhetskanalen þá var þetta ekki það eina sem hann gerði sem flokkast undir kynferðislega áreitni.

Dómarinn umræddi var handtekinn og fluttur á lögreglustöð borgarinnar en honum var síðan sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu. Hótelþernur hafa einnig verið yfirheyrðar af lögreglu vegna málsins.

Lögreglan í Gautaborg staðfesti við Nyhetskanalen að maður hafi verið handtekinn en gat ekki gefið frekari upplýsingar um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×