Handbolti

Þjálfari Króata: Skandinavar eru að eyðileggja handboltann

Arnar Björnsson skrifar
Slavko Goluza, þjálfari Króatíu.
Slavko Goluza, þjálfari Króatíu. Mynd/AFP
Króatar voru allt annað en ánægðir með frönsku dómarana sem dæmdu leikinn gegn Dönum í gær. Danir unnu leikinn 34-29 og tryggðu sér þar með efsta sætið í milliriðlinum en Króatar hefja því keppni í milliriðlinum með aðeins eitt stig.

Slavko Goluza þjálfari króatíska liðsins sagði í samtali við króatíska blaðamenn eftir leikinn að skandinavar væru að eyðileggja handboltann. Dómarar leiksins í gær hefðu hrifist af stemningunni í höllinni og þeir bæru því ábyrgð á ósigri Króata.

Króatar gerðu athugasemd eftir leikinn og hótuðu að kæra. Þeir urðu að borga 500 svissneska franka til þess að geta lagt fram kæru og það gerðu þeir. Þeir höfðu frest til klukkan 9 í morgun til að leggja fram skriflega kæru. Það gerðu þeir ekki og því er málið úr sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×