Handbolti

Strand úr leik á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Strand í baráttu við Sverre Jakobsson.
Strand í baráttu við Sverre Jakobsson. Mynd/Valli
Kjetil Strand hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Noregs á HM í handbolta vegna ökklameiðsla.

Strand var í byrjunarliði Noregs gegn Íslandi í gærkvöldi en meiddist í leiknum.

„Ég hefði getað pínt mig í að spila í tíu mínútur gegn Þýskalandi (í lokaleik Noregs í milliriðilsins á þriðjudaginn) en það er best bæði fyrir mig og liðið að leyfa öðrum að komast að."

Johannes Hippe hefur verið kallaður í landsliðið í staðinn fyrir Strand.

Noregur er stigalaust í upphafi milliriðlakeppninnar og á lítinn sem engan möguleika á sæti í undanúrslitum.

Úrslit, staða og næstu leikir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×