Fleiri fréttir

Ronaldinho laus frá Milan

Barátta Blackburn fyrir því að fá Ronaldinho til félagsins er töpuð því hann mun fara til brasilíska liðsins Gremio eftir allt saman.

Jansen spilar ekki gegn Íslandi

Vinstri hornamaðurinn Torsten Jansen mun ekki spila með Þýskalandi gegn Íslandi á morgun og laugardag. Heiner Brand landsliðsþjálfari er búinn að skera hópinn niður og Jansen komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Goodwillie eftirsóttur

Skoski framherjinn David Goodwillie er orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinn í breskum fjölmiðlum í dag.

Guðmundur að missa pólskan landsliðsmann

Pólverjinn Grzegorz Tkaczyk þekkir það orðið vel að spila undir stjórn íslensks þjálfara en það mun breytast núna því kappinn er á heimleið. Tkaczyk spilar nú undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen en hann er samkvæmt pólskum fjölmiðlum búinn að gera þriggja ára samning við pólska liðið Vive Kielce.

AC Milan styrkti stöðu sína á toppnum

Fjölmörgum leikjum er lokið í ítölsku úrvalsdeildinni í dag en AC Milan vann góðan 1-0 útisigur á Cagliari og er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.

Houllier öruggur í starfi

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, er öruggur í starfi sínu eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Austurríki vann Portúgal í einvígi sænsku þjálfaranna

Austurríkismenn eru að undirbúa sig fyrir HM í handbolta eins og strákarnir okkar í íslenska landsliðinu en liðin verða saman í riðli í Svíþjóð. Austurríki vann nauman 30-29 sigur á Portúgal í gær en þjóðirnar mætast síðan aftur í kvöld.

Argentínumenn hættir við að mæta Portúgölum á Emirates

Vináttulandsleikur Argentínu og Portúgal í næsta mánuði mun ekki fara fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal, eins og áður hafði verið tilkynnt. Argentínska knattspyrnusambandið hefur nefnilega fært leikinn til Sviss.

Subotic ekki til sölu

Forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Borussia Dortmund hafa tekið það skýrt fram að varnarmaðurinn Nevan Subotic sé ekki til sölu.

Guðbjörg áfram hjá Djurgården

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður, hefur gert nýjan eins árs samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgården.

Kyle Walker til Aston Villa

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, hefur staðfest að Kyle Walker sé á leið til félagsins á lánssamningi frá Tottenham.

Eigendur Liverpool íhuga framtíð Hodgson

Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins munu nú eigendur Liverpool vera að íhuga hvort þeir eigi að reka Roy Hodgson úr starfi knattspyrnustjóra liðsins.

TCU hóf deildakeppnina með sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU unnu í nótt góðan sigur á San Diego State í fyrsta leik liðanna í Mountain West-deildinni, 49-47.

Alexander Petersson kjörinn íþróttamaður ársins

Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2010. Kjörið er sögulegt að því leyti að Alexander er fyrsti maðurinn af erlendu bergi brotinn til þess að hljóta nafnbótina. Hann er fæddur í Lettlandi árið 1980 en hefur verið íslenskur ríkisborgari síðan 2004.

Þessir fengu atkvæði í kjörinu

Kosningin á íþróttamanni ársins var afar jöfn að þessu sinni og hefur ekki verið eins jöfn í áraraðir. Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var aðeins 24 stigum á eftir Alexander Peterssyni.

Toure sáttur með stigið

Kolo Toure, varnarmaður Man. City, var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld gegn Arsenal en leik liðanna lyktaði með markalausu jafntefli.

Enn tapar Liverpool

Það ætlar ekki að ganga hjá Roy Hodgson að rétta Liverpool-skútuna af því liðið tapaði enn og aftur í kvöld. Að þessu sinni gegn Blackburn, 3-1.

Neyðarlegt tap hjá Chelsea - jafntefli í stórleiknum

Fjórum leikjum af sjö í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er lokið. Markalaust jafntefli varð í stórslag Arsenal og Man. City á meðan raunir Chelsea héldu áfram. Liðið tapaði fyrir Wolves í kvöld.

Árið hans Alexanders í myndum

Handboltamaðurinn Alexander Petersson var í kvöld valinn Íþróttamaður ársins en hann átti frábært ár með íslenska landsliðinu og fór fyrir spútnikliði Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni.

Dóra María hafnaði Rayo Vallecano

Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir, sem var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, síðasta sumar mun ekki ganga í raðir spænska liðsins Rayo Vallecano.

Sir Alex Ferguson: United-liðið verður bara betra

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með sigur liðsins á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og varaði hin liðin í toppbaráttunni við því að United-liðið ætti bara eftir að vera betra eftir því sem líður á tímabilið.

Wilbek: Mikkel Hansen er orðinn stórstjarna

Danir búast við miklu af Mikkel Hansen á HM í Svíþjóð en þessi stórskytta hefur farið á kostum með AG Kaupamannahöfn í vetur og er að mörgum talinn vera einn besti handboltamaður í heimi.

Galaxy reiðubúið að lána Beckham

Forráðamenn LA Galaxy segjast vera opnir gagnvart þeirri hugmynd að David Beckham fari á lánssamningi til liðs í Evrópu nú í vetur.

Huseklepp orðaður við Celtic

Glasgow Celtic mun eiga í viðræðum við norska úrvalsdeildarfélagið Brann um kaup á sóknarmanninum Erik Huseklepp.

Kemur ekki til greina að lána Sturridge

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að það komi ekki til greina að lána Daniel Sturridge frá félaginu og helst þurfi að bæta við leikmannahópinn nú í janúar.

Boldsen: Danir verða heimsmeistarar

Joachim Boldsen, fyrrum leikstjórnandi danska landsliðsins, hefur mikla trú á danska liðinu á HM í Svíþjóð og er óhræddur við að spá því að landar hans fari alla leið og verði heimsmeistarar í handbolta í fyrsta sinn í sögunni.

Norðmenn töpuðu fyrir Svíum

Noregur tapaði í gær fyrir Svíþjóð í æfignalandsleik í handbolta. Noregur er með Íslandi í riðli á HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku.

Kolo Touré og Emmanuel Adebayor slógust á æfingu

Manchester City mætir Arsenal í kvöld í ensku úrvalsdeildinni en það setti sinn svip á undirbúning City-liðsins fyrir leikinn að gömlu Arsenal-mennirnir Kolo Touré og Emmanuel Adebayor slógust á "léttri" æfingu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir