Fleiri fréttir

Newcastle að festa kaup á Ben Arfa

Newcastle er ekki langt frá því að festa kaup á sóknarmanninum Hatem Ben Arfa sem hefur verið í láni frá Marseille frá Frakklandi.

NBA í nótt: Lakers vann Detroit

LA Lakers vann í nótt fínan sigur á Detroit í NBA-deildinni í körfubolta, 108-83, eftir heldur misjafnt gengi að undanförnu.

Johnson skotinn í kærustu Bridge

Stemningin í herbúðum Man. City er ekki upp á marga fiska en leikmenn slást reglulega á æfingum. Nú síðast slógust Kolo Toure og Emmanuel Adebayor á æfingu í morgun.

Glandorf mun spila gegn Íslandi

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, verður búinn að minnka HM-hópinn sinn í 17 leikmenn er hann kemur til Íslands í vikunni en Þjóðverjar mæta Íslandi hér á landi á föstudag og laugardag.

Ferguson: Megum ekki hlusta á gagnrýnendur

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur sagt leikmönnum sínum að gefa gagnrýnendum liðsins langt nef og einbeita sér frekar að því að endurheimta enska meistaratitilinn.

Andersson: Austurríki verður á heimavelli í Svíþjóð

Austurríkismenn mæta fullir sjálfstrausts á HM í Svíþjóð þar sem liðið ætlar sér ekki að vera neinn farþegi. Austurríki er í riðli með Íslandi en strákarnir okkar eiga harma að hefna gegn Austurríkismönnum eftir slæmt tap gegn liðinu í undankeppni EM.

KR nálægt því að leggja Hamar

Jaleesa Butler hélt upp á það í kvöld að vera valinn besti leikmaður fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna með því að klára KR. Hamar því búið að vinna 12 leiki í röð í deildinni.

Drogba: Enginn ánægður hjá Chelsea

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, segir að það ríki ekki mikil gleði í búningsklefanum þessa dagana enda hefur liðinu ekki gengið vel í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu.

Tíu sigurleikir í röð hjá Sundsvall

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er hreinlega óstöðvandi í sænska körfuboltanum en liðið vann sinn tíunda leik í röð í kvöld þegar Örebro kom í heimsókn.

Liverpool vill líka fá Adebayor

Það bendir flest til þess að Emmanuel Adebayor muni yfirgefa herbúðir Man. City í þessum mánuði. Hann er ekki sáttur í herbúðum City og ekki vantar áhuga annarra liða á honum. Koma Edin Dzeko til City hefur ekki styrkt stöðu leikmannsins.

Alfreð og Íris Mist best í Kópavogi

Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru í kvöld kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2010.

Bowyer í þriggja leikja bann

Lee Bowyer, leikmaður Birmingham, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að traðka á Bacary Sagna, leikmanni Arsenal.

Wilbek: Svíar verða aldrei heimsmeistarar

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, í handbolta er búinn að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og segir að markmið Dana sé að vera á meðal sjö efstu í mótinu.

Ingi Þór: Stefnan að halda toppsætinu

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Snæfells, var í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta Iceland Express-deildar karla.

Snæfell fær sterkan útlending

Kvennalið Snæfells í körfubolta hefur fengið mikinn liðsstyrk því hin firnasterka Monique Martins er búin að semja við félagið.

Eiður ekki í hópnum í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í leikmannahópi Stoke þegar að liðið mætir Manchester United í kvöld. Þetta herma heimildir Vísis.

Lalas: Beckham skuldar Bandaríkjunum

Alexi Lalas, fyrrum knattspyrnustjóri LA Galaxy, segir að David Beckham skuldi bandarískum áhugamönnum um knattspyrnu að einbeita sér að fullu að Galaxy.

McClaren: Dzeko mun standa sig vel hjá City

Steve McClaren, stjóri þýska liðsins Wolfsburg, telur að Edin Dzeko muni standa sig vel hjá City en félagið hefur samþykkt að kaupa kappann á um 30 milljónir punda.

City samþykkir kaupverð á Dzeko

Manchester City hefur komist að samkomulagi um kaupverð á framherjanum Edin Dzeko við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg.

Reid frá í sex vikur

Steven Reid, varnarmaður West Brom, verður frá keppni næstu sex vikurnar vegna meiðsla.

Stoke: Ekkert tilboð í Eið Smára

Yfirmaður almannatengsla í enska úrvalsdeildarfélaginu Stoke City segir að ekkert tilboð hafi borist í Eið Smára Guðjohnsen.

Butler og Pavel best

Í dag var tilkynnt hverjir skipuðu lið fyrstu ellefu umferðanna í Iceland Express-deildum karla og kvenna.

Guðmundur: Aldrei styttri undirbúningur

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að íslenska landsliðið hafi aldrei fengið jafn stuttan undirbúningstíma fyrir stórmót í handbolta og nú.

Dönsku leikmennirnir spila „frítt“ á HM

Danska handknattleikssambandið hefur enn ekki fundið nýja styrktaraðila fyrir landsliðið og því munu leikmenn ekki fá sérstaklega greitt fyrir að spila á HM eins og venjan er.

Hodgson: Vona að ég fái tíma

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir í samtali við enska fjölmiðla vonast til að hann fái nægan tíma til að láta til sín taka hjá félaginu.

Mörg félög á eftir Santa Cruz

Aston Villa, Fulham, Newcastle og Blackburn eru öll sögð vera áhugasöm um að fá Roque Santa Cruz til liðs við sig.

Mancini: Langar stundum að kýla Balotelli

Mario Balotelli, framherji Man. City, hefur það orðspor á sér að vera ódæll og erfiður í samskiptum. Það hefur einnig verið kvartað yfir því að hann sé ekki nógu hress en hann brosir varla er hann skorar.

Naumur sigur hjá Real Madrid

Real Madrid minnkaði forskot Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í tvö stig í kvöld er liðið vann góðan útisigur, 2-3, á Getafe.

Knudsen líklega með á HM

Það bendir flest til þess að línumaðurinn sterki, Michael Knudsen, spili með Dönum á HM eftir allt saman en hann var nánast afskrifaður fyrir jól.

Ancelotti: Okkur vantar fleiri leikmenn

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur loksins viðurkennt sem flestir aðrir vissu. Liðið þarf fleiri leikmenn enda hefur lítil breidd aldrei þessu vant staðið Chelsea fyrir þrifum í vetur.

De Boer tekur við Ajax

Ajax er búið að finna arftaka Martin Jol en félagið tilkynnti í kvöld að Frank de Boer hefði verið ráðinn þjálfari félagsins til 2014.

Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Svíum

Þýska landsliðið í handknattleik leit vel út í dag er það vann öruggan sigur á Svíum, 28-23, fyrir framan tæplega 12 þúsund manns í Color Line-höllinni í Hamborg.

Grindavík nælir í fyrrum NBA-leikmann

Karlalið Grindavíkur í Iceland Express-deildinni mun mæta til leiks á nýju ári með nýjan Kana en Jeremy Kelly hefur verið sendur heim. Kelly meiddist í leiknum gegn Keflavík fyrir jól og er ekki búinn að jafna sig.

Sjá næstu 50 fréttir