Fleiri fréttir

Árni Þór til Bittenfeld

Árni Þór Sigtryggsson hefur skipt um lið í Þýskalandi og mun leika með TV Bittenfeld til loka leiktíðarinnar að minnsta kosti. Þar hittir hann fyrir annan Íslending - Arnór Þór Gunnarsson.

Liverpool hafnaði tilboði Chelsea í Torres

Enskir fjölmiðlar, til að mynda fréttavefir BBC og Sky Sports, greina í dag frá því að Chelsea hafi lagt fram tilboð í Fernando Torres, leikmann Liverpool, en að því hafi verið hafnað.

NBA í nótt: New York vann Miami

New York vann í nótt góðan sigur á Miami í NBA-deildinni í körfubolta, 93-88, þrátt fyrir að hafa verið níu stigum undir í upphafi fjórða leikhluta.

Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna

Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen.

Króatar frábærir þegar þeir nenna

Ísland mætir Króatíu í Malmö í kvöld í leiknum um fimmta sætið á HM. Bæði lið ætluðu sér stærri hluti en verða að sætta sig við þennan leik, sem skiptir talsverðu máli upp á riðil í undankeppni Ólympíuleikanna 2012.

Betri mórall hjá íslenska liðinu

Fréttablaðið hitti þá Lars Christiansen, leikmann danska landsliðsins, og Staffan „Faxa“ Olsson, landsliðsþjálfara Svía, í gær og spurði þá út í leik Íslands og Króatíu.

Í beinni: Ísland - Króatía

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Íslands og Króatíu um fimmta sætið á HM í handbolta sem fer fram í Svíþjóð.

Alexander er klár í slaginn og Guðmundur svarar gagnrýni Dags

„Við ætlum að sjálfsögu að gefa allt í leikinn gegn Króatíu,“ segir Alexander Petersson í viðtali við Hörð Magnússon íþróttafréttamann Stöðvar 2 en Íslendingar leika um 5. sætið á HM gegn Króatíu og hefst leikurinn kl. 19.30 á föstudaginn. Alexander segir að hann hafi fengið góða hvíld undanfarnar tvö daga.

Þjóðverjar lögðu Argentínu í tvíframlengdum leik

Þjóðverjar luku keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag með því að leika gegn Argentínu um 11. sætið. Þjóðverjar höfðu betur í miklum markaleik og úrslitin réðust að lokinni annarri framlengingu, 40-35.

Róma lagði Juventus á útivelli og komst í undanúrslit

Róma tryggði sér sæti í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld með 2-0 sigri á útivelli gegn Juventus í Tórínó. Mirko Vucinic kom gestunum yfir um miðja síðari hálfleik og Rodrigo Taddei tryggði sigurinn á lokamínútunni.

Norðmenn enduðu í 9. sæti eftir framlengdan leik gegn Serbíu

Norðmenn náðu 9. sætinu á HM í handbolta með 32-31 sigri gegn Serbíu en sá leikur fór í framlengingu líkt og leikurinn um 11. sætið fyrr í kvöld. Staðan var jöfn, 30-30, eftir venjulegan leiktíma. Håvard Tvedten tryggði Norðmönnum sigurinn með marki tveimur mínútum fyrir leikslok.

Njarðvíkingar rufu taphrinuna - stórsigur hjá Haukum gegn Grindavík

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og þar ber hæst sigur nýliða Hauka gegn Grindvíkingum á útivelli 82-63. Njarðvíkingar náðu að landa sigri eftir langa taphrinu en Njarðvíkingar sigruðu Stjörnuna 89-68. Mesta spennan var í leik Tindastóls og ÍR en þar hafði Tindastóll betur 78-69.

Løke svarar fyrir sig: „Hlægilegt og dæmigert fyrir Noreg“

Frank Løke var í gær rekinn úr norska landsliðinu í handbolta fyrir brot á agareglum og mun hann ekki leika fleiri leiki fyrir Noreg á meðan Robert Hedin þjálfar liðið. Løke er allt annað en ánægður með framkomu landsliðsþjálfarans og telur að hann hafi verið rekinn fyrir það eitt að fara seint að sofa.

Gerrard: Sjöunda sætið óásættanlegt

Steven Gerrard vill fá meira úr liði Liverpool á tímabilinu og segir að það sé óásættanlegt fyrir félagið að lenda í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans.

Holloway fékk sekt fyrir að gera 10 breytingar á byrjunarliðinu

Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar komst að þeirri niðurstöðu í dag að sekta úrvalsdeildarliðið Blackpool um tæplega 5 milljónir kr. fyrir þá ákvörðun Ian Holloway knattspyrnustjóra liðsins að gera 10 breytingar á byrjunarliðinu fyrir leik gegn Aston Villa í nóvember s.l.

Ribery verður lengur frá

Svo virðist sem að Franck Ribery muni ekki spila með Bayern München á ný fyrr en um miðjan febrúar í fyrsta lagi.

Christiansen: Höfum mikið sjálfstraust

Danski hornamaðurinn var mjög brattur er Vísir hitti hann í dag. Leikmaðurinn er fullur sjálfstrausts fyrir undanúrslitaleikinn gegn Spánverjum.

Guðmundur: Gagnrýni Dags á ekki rétt á sér

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari undrast gagnrýni Dags Sigurðssonar og hann vísar þeim ummælum Dags að hann sé að hlífa Ólafi Stefánssyni til föðurhúsanna.

Bullard kominn til Ipswich

Miðvallarleikmaðurinn skrautlegi, Jimmy Bullard, er kominn til Ipswich á lánssamningi frá Hull City.

Staffan: Við höfum engu að tapa

Staffan "Faxi" Olsson, landsliðsþjálfari Svía, er hæfilega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn gegn Frökkum á morgun.

Carroll hittir sérfræðing í Svíþjóð

Andy Carroll verður lengur frá vegna meiðsla en talið var í fyrstu og mun hann á næstunni halda til Svíþjóðar og hitta þar sérfræðing vegna meiðslanna.

Óvænt tap hjá TCU

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í háskólaliði TCU töpuðu í gær sínum fyrsta leik í deildakepninni á tímabilinu.

U-21 landsliðið spilar æfingaleik við England í mars

Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt að U-21 landslið karla muni spila æfingaleik gegn Englandi þann 28. mars næstkomandi. Leikurinn verður spilaður á heimavelli Preston North End, Deepdale-leikvanginum.

Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni

Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu.

HM í handbolta í Katar árið 2015

Katar ætlar að hita upp fyrir HM í knattspyrnu árið 2022 með því að halda HM í handbolta eftir fjögur ár. Þetta var tilkynnt í dag.

Djokovic sá við Federer

Serbinn Novak Djokovic gerði sér lítið fyrir og sló Roger Federer úr leik í undanúrslitum á opna ástralska meistaramótinu í tennis í þremur settum.

Sunnudagsmessan: "Ekki fara til Englands"

„Það hafa margir strákar 18 ára og yngri farið til England og enginn þeirra hefur náð að leika svo mikið sem einn úrvalsdeildarleik,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 þar sem hann og Guðmundur Benediktsson veltu upp þeirri spurningu hvort ungir íslenskir fótboltamenn ættu yfir höfuð að fara til enskra liða. Alls voru 18 nöfn á þessum lista hjá þeim Guðmundi og Hjörvari.

Wozniacki komst ekki í úrslitin í Melbourne

Danska tenniskonan Caroline Wozniacki verður að bíða enn um sinn eftir sínum fyrsta stórmótstitli en hún tapaði í morgun fyrir Li Na frá Kína í undanúrslitum í einliðaleik kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis.

NBA í nótt: Durant skoraði 47 stig

Kevin Durant átti ótrúlegan leik þegar að Oklahoma City vann nauman sigur á Minnesota, 118-117, í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt.

Róbert bætti met Þorgils Óttars

Róbert Gunnarsson hefur skorað mörk í öllum regnbogans litum af línunni undanfarin átta ár og sum þeirra meira að segja með eftirminnilegum skotum fyrir aftan bak eða úr öðrum nánast ómögulegum aðstæðum.

Ólafur með 100 stórmótsleiki

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, hefur nú náð því að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd á stórmótum, sem er gríðarlegt afrek enda ná því ekki margir að spila hundrað landsleiki á ferlinum, hvað þá á stórmótum eins og HM, EM eða Ólympíuleikum.

Enn óvissa með þáttöku Ingimundar

Strákarnir okkar hafa mátt ferðast mikið á HM í Svíþjóð og þeir fóru í sína síðustu löngu rútuferð í gær. Þá var setið í rútu í fjóra klukkutíma frá Jönköping til Malmö.

Løke rekinn úr norska landsliðinu fyrir agabrot

Frank Løke hefur vakið athygli fyrir flest annað en handboltafærni sína á HM í handbolta og línumaðurinn hefur nú lokið keppni með formlegum hætti. Robert Hedin þjálfari norska liðsins rak hann úr landsliðshópnum í gær.

Sjálfsmark frá Pantsil tryggði Liverpool sigur

Liverpool er á sigurbraut undir stjórn Kenny Dalglish eftir 1-0 sigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinn í kvöld. Þetta var annar sigur liðsins undir stjórn Skotans en liðið vann WBA um s.l. helgi 3-0 á útivelli. John Pantsil leikmaður Fulham skoraði sjálfsmark á 52. mínútu þar sem að atburðarásin var lygileg.

Hlynur með þrefalda tvennu í sigurleik gegn Borås

Hlynur Bæringsson fór enn og aftur á kostum í liði Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Hlynur skoraði 11 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 88-81 sigri liðsins gegn Borås Basket.

Balic telur að Frakkar og Danir mætist í úrslitum HM

Ivano Balic er einn þekktasti handboltamaður heims og hann verður án efa í lykilhlutverki í króatíska liðinu þegar það mætir Íslendingum á föstudaginn í leiknum um 5. sætið á HM í Svíþjóð. Balic spáir því að Frakkar og Danir muni leika til úrslita en Króatar léku til úrslita fyrir tveimur árum á HM gegn Frökkum þegar keppnin fór fram í Króatíu.

Barcelona og Real Madrid með vænlega stöðu

Risarnir í spænska fótboltanum, Barcelona og Real Madrid, eru skrefi nær úrslitaleik spænska konungsbikarsins en fyrri leikirnir í undanúrslitum keppninnar fóru fram í kvöld. Barcelona lék sér að Almeria og 5-0 sigur liðsins var síst of stór. Karim Benzema tryggði Real Madrid sigur með marki á 17. mínútu á útivelli gegn Sevilla. Síðari leikurinn er nánast formsatriði fyrir Barcelona og Real Madrid á heimaleikinn eftir.

Sjá næstu 50 fréttir