Handbolti

Viljum halda Brand til 2013 og helst lengur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiner Brand.
Heiner Brand. Mynd/Valli

Ulrich Strombach, forseti þýska handknattleikssambandsins, segist alls ekki vilja missa Heiner Brand úr starfi landsliðsþjálfara.

Brand hefur mátt þola harkalega gagnrýni í þýskum fjölmiðlum vegna gengi Þjóðverjia á HM en þeir spila í dag um 11.-12. sætið í Svíþjóð. Er það versti árangur liðsins á HM frá upphafi.

Brand tók við starfi landsliðsþjálfara árið 1997 og gerði Þýskaland að Evrópumeistara árið 2004 og heimsmeistara árið 2007. Sem leikmaður varð hann einnig heimsmeistari árið 1978.

„Við erum þeirra skoðunnar að hann sé sá besti í starfið," sagði Strombach við þýska fjölmiðla. „Ég vil gera allt sem í valdi mínu stendur til að hann verði áfram landsliðsþjálfari."

Núverandi samningur Brand rennur út árið 2013. „Ef að það væri mögulegt vil ég halda honum lengur en það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×