Róbert bætti met Þorgils Óttars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2011 08:00 Róbert hefur skrifað nafn sitt í sögubækur íslenska handboltalandsliðsins. Hér er hann í baráttu á HM í Svíþjóð. Fréttablaðið/Valli Róbert Gunnarsson hefur skorað mörk í öllum regnbogans litum af línunni undanfarin átta ár og sum þeirra meira að segja með eftirminnilegum skotum fyrir aftan bak eða úr öðrum nánast ómögulegum aðstæðum. Eitt er víst, þegar boltinn ratar inn á línu þarf alvöru hraustmenni til að koma í veg fyrir að Róbert nái góðu skoti sem síðan endar í markinu. Róbert er nú orðinn markahæsti línumaður íslenska handboltalandsliðsins eftir að hann sló met Þorgils Óttars Mathiesen í leiknum á móti Frökkum í Jönköping á þriðjudagskvöldið. Þorgils Óttar hafði verið markahæsti línumaður landsliðsins í tæp 24 ár, síðan hann bætti met Björgvins Björgvinssonar árið 1987.Stoðsendingar frá ArnóriRóbert jafnaði metið eftir línusendingu frá Arnóri Atlasyni í fyrri hálfleik og bætti það síðan með sínu þriðja marki sínu í leiknum þegar 43 mínútur voru liðnar af leiknum. Róbert fékk þá aðra línusendingu frá Arnóri og skoraði. Arnór, Aron Pálmarsson og Ólafur Stefánsson hafa hver um sig átt fjórar stoðsendingar inn á Róbert á HM til þessa.Þorgils Óttar skorað 567 mörk í 236 leikjum á árunum 1981 til 1990, eða 2,4 mörk að meðaltali í leik. Þorgils Óttar skoraði 255 af mörkum sínum á árunum 1987 til 1988 en hann skoraði 3,23 mörk að meðaltali í 79 landsleikjum á þessum 24 mánuðum. Þorgils Óttar lagði landsliðsskóna á hilluna 28 ára gamall eftir HM í Tékkóslóvakíu en lék reyndar tvo landsleiki seinna á sama ári eftir að forföll urðu í landsliðinu.Valinn fyrst af ÞorbirniRóbert lék sinn fyrsta landsleik fyrir tíu árum en það var Þorbjörn Jensson sem valdi hann fyrst í landsliðið er hann kallaði saman æfingahóp fyrir HM í Frakklandi 2001. Róbert kom ekkert inn á í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, sem voru vináttulandsleikir á móti verðandi heimsmeisturum Frakka á Ásvöllum og í KA-húsinu. Róbert var síðan ekkert með í síðustu sex undirbúningsleikjunum fyrir HM og fór ekki með á HM í Frakklandi. Næstu leikir Róberts voru þrír leikir við Pólverja í æfingaferð milli jóla og nýárs sama ár og á endanum þurfti hann að lokum ellefu leiki til að komast á blað hjá landsliðinu. Fyrsta mark Róberts kom í 36-31 sigri á Dönum í vináttulandsleik í Austurbergi 30. maí 2003.Róbert hafði verið í kringum hópinn fyrir HM 2001, EM 2002 og HM 2003 en hann fékk sitt fyrsta tækifæri á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan þá. HM í Svíþjóð er níunda stórmótið hans í röð.Langmarkahæstur á stórmótumRóbert er nú orðinn sá línumaður sem hefur skorað langflest mörk af línu á stórmótum. Hann hefur nú skorað 159 mörk í 58 leikjum á HM, EM eða Ólympíuleikum en það gera 2,7 mörk að meðaltali. Róbert bætti stórmóta-markamet Geirs Sveinssonar í öðrum leik (á móti Austurríki) á Evrópumótinu í Austurríki á síðasta ári. Sigfús Sigurðsson er síðan þriðji línumaðurinn sem hefur náð að skora hundrað mörk fyrir íslenska landsliðið á stórmótum. Geir atkvæðamestur á HMRóbert á samt ekki öll markamet línumanna því Geir Sveinsson er enn sá línumaður sem hefur skorað flest mörk í heimsmeistarakeppni. Geir tók þótt í fimm heimsmeistarakeppnum á árunum 1986 til 1997 og skoraði 87 mörk í 32 leikjum í þeim, eða 2,7 mörk að meðaltali í leik. Róbert vantar þar enn 29 mörk til að ná Geir en Róbert hefur skorað 58 mörk í 23 HM-leikjum, 2,5 mörk að meðaltali í leik.Róbert hefur mest skorað 103 mörk á einu ári (2005) en hann braut einnig 100 marka múrinn á árinu 2008 þegar hann skoraði 100 mörk í 35 leikjum og vantaði síðan aðeins eitt mark til að komast í hundrað mörk árið 2004. Róbert á alls að baki fjögur landsliðsár þar sem hann hefur skorað 3 mörk eða fleiri að meðaltali í leik. Róbert byrjaði árið 2011 ekki vel en hefur sýnt það með ellefu mörkum í síðustu þremur leikjum að hann er búinn að finna taktinn á ný. Nú er bara að vona að Róbert geti bætt metið verulega á komandi árum. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Róbert Gunnarsson hefur skorað mörk í öllum regnbogans litum af línunni undanfarin átta ár og sum þeirra meira að segja með eftirminnilegum skotum fyrir aftan bak eða úr öðrum nánast ómögulegum aðstæðum. Eitt er víst, þegar boltinn ratar inn á línu þarf alvöru hraustmenni til að koma í veg fyrir að Róbert nái góðu skoti sem síðan endar í markinu. Róbert er nú orðinn markahæsti línumaður íslenska handboltalandsliðsins eftir að hann sló met Þorgils Óttars Mathiesen í leiknum á móti Frökkum í Jönköping á þriðjudagskvöldið. Þorgils Óttar hafði verið markahæsti línumaður landsliðsins í tæp 24 ár, síðan hann bætti met Björgvins Björgvinssonar árið 1987.Stoðsendingar frá ArnóriRóbert jafnaði metið eftir línusendingu frá Arnóri Atlasyni í fyrri hálfleik og bætti það síðan með sínu þriðja marki sínu í leiknum þegar 43 mínútur voru liðnar af leiknum. Róbert fékk þá aðra línusendingu frá Arnóri og skoraði. Arnór, Aron Pálmarsson og Ólafur Stefánsson hafa hver um sig átt fjórar stoðsendingar inn á Róbert á HM til þessa.Þorgils Óttar skorað 567 mörk í 236 leikjum á árunum 1981 til 1990, eða 2,4 mörk að meðaltali í leik. Þorgils Óttar skoraði 255 af mörkum sínum á árunum 1987 til 1988 en hann skoraði 3,23 mörk að meðaltali í 79 landsleikjum á þessum 24 mánuðum. Þorgils Óttar lagði landsliðsskóna á hilluna 28 ára gamall eftir HM í Tékkóslóvakíu en lék reyndar tvo landsleiki seinna á sama ári eftir að forföll urðu í landsliðinu.Valinn fyrst af ÞorbirniRóbert lék sinn fyrsta landsleik fyrir tíu árum en það var Þorbjörn Jensson sem valdi hann fyrst í landsliðið er hann kallaði saman æfingahóp fyrir HM í Frakklandi 2001. Róbert kom ekkert inn á í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, sem voru vináttulandsleikir á móti verðandi heimsmeisturum Frakka á Ásvöllum og í KA-húsinu. Róbert var síðan ekkert með í síðustu sex undirbúningsleikjunum fyrir HM og fór ekki með á HM í Frakklandi. Næstu leikir Róberts voru þrír leikir við Pólverja í æfingaferð milli jóla og nýárs sama ár og á endanum þurfti hann að lokum ellefu leiki til að komast á blað hjá landsliðinu. Fyrsta mark Róberts kom í 36-31 sigri á Dönum í vináttulandsleik í Austurbergi 30. maí 2003.Róbert hafði verið í kringum hópinn fyrir HM 2001, EM 2002 og HM 2003 en hann fékk sitt fyrsta tækifæri á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan þá. HM í Svíþjóð er níunda stórmótið hans í röð.Langmarkahæstur á stórmótumRóbert er nú orðinn sá línumaður sem hefur skorað langflest mörk af línu á stórmótum. Hann hefur nú skorað 159 mörk í 58 leikjum á HM, EM eða Ólympíuleikum en það gera 2,7 mörk að meðaltali. Róbert bætti stórmóta-markamet Geirs Sveinssonar í öðrum leik (á móti Austurríki) á Evrópumótinu í Austurríki á síðasta ári. Sigfús Sigurðsson er síðan þriðji línumaðurinn sem hefur náð að skora hundrað mörk fyrir íslenska landsliðið á stórmótum. Geir atkvæðamestur á HMRóbert á samt ekki öll markamet línumanna því Geir Sveinsson er enn sá línumaður sem hefur skorað flest mörk í heimsmeistarakeppni. Geir tók þótt í fimm heimsmeistarakeppnum á árunum 1986 til 1997 og skoraði 87 mörk í 32 leikjum í þeim, eða 2,7 mörk að meðaltali í leik. Róbert vantar þar enn 29 mörk til að ná Geir en Róbert hefur skorað 58 mörk í 23 HM-leikjum, 2,5 mörk að meðaltali í leik.Róbert hefur mest skorað 103 mörk á einu ári (2005) en hann braut einnig 100 marka múrinn á árinu 2008 þegar hann skoraði 100 mörk í 35 leikjum og vantaði síðan aðeins eitt mark til að komast í hundrað mörk árið 2004. Róbert á alls að baki fjögur landsliðsár þar sem hann hefur skorað 3 mörk eða fleiri að meðaltali í leik. Róbert byrjaði árið 2011 ekki vel en hefur sýnt það með ellefu mörkum í síðustu þremur leikjum að hann er búinn að finna taktinn á ný. Nú er bara að vona að Róbert geti bætt metið verulega á komandi árum.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira