Handbolti

Balic telur að Frakkar og Danir mætist í úrslitum HM

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ivano Balic er einn þekktasti handboltamaður heims og hann verður án efa í lykilhlutverki í króatíska liðinu þegar það mætir Íslendingum á föstudaginn í leiknum um 5. sætið á HM í Svíþjóð.
Ivano Balic er einn þekktasti handboltamaður heims og hann verður án efa í lykilhlutverki í króatíska liðinu þegar það mætir Íslendingum á föstudaginn í leiknum um 5. sætið á HM í Svíþjóð. AFP
Ivano Balic er einn þekktasti handboltamaður heims og hann verður án efa í lykilhlutverki í króatíska liðinu þegar það mætir Íslendingum á föstudaginn í leiknum um 5. sætið á HM í Svíþjóð. Balic spáir því að Frakkar og Danir muni leika til úrslita en Króatar léku til úrslita fyrir tveimur árum á HM gegn Frökkum þegar keppnin fór fram í Króatíu.

„Liðin sem eru í undanúrslitum hafa öll leikið vel, en ég hef trú á því að Frakkland og Danmörk leiki til úrslita," sagði Balic í samtali við TV2 í Danmörku. „Það getur allt gerst í úrslitaleiknum og ég veit ekki hver mun vinna gullið," bætti Balic við.

Balic er 31 árs gamall og hann fagnaði heimsmeistaratitlinum með Króatíu árið 2003 þegar keppnin fór fram í Portúgal. Hann hefur tvívegis tapað úrslitaleik á HM, 2005 í Túnis gegn Spánverjum og 2009 gegn Frökkum. Balic varð Ólympíumeistari árið 2004 í Aþenu en hann hefur ekki náð að fagna Evrópumeistaratitlinum með landsliðinu. Króatar töpuð í úrslitum árið 2008 í Noregi gegn Dönum og í fyrra tapaði Króatía einnig úrslitaleiknum og nú gegn Frökkum.

Hann leikur með RK Zagreb í heimalandinu en hann lék lengi með Portland San Antonio á Spáni en hann hefur aldrei leikið í þýsku deildinni. Balic hefur tvívegis verið kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóða handknattleikssambandinu, 2003 og 2006.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×