Sport

Carroll hittir sérfræðing í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Andy Carroll verður lengur frá vegna meiðsla en talið var í fyrstu og mun hann á næstunni halda til Svíþjóðar og hitta þar sérfræðing vegna meiðslanna.

Alan Pardew, stjóri Newcastle, var vongóður um að Carroll myndi geta spilað með liðinu gegn Fulham á miðvikudaginn næsta.

„Hann mun ekki ná þeim leik og kannski ekki heldur leiknum gegn Arsenal þann 5. febrúar," sagði hann við enska fjölmiðla.

Carroll er að glíma við meiðsli í læri og segir Pardew að sérfræðingurinn í Svíþjóð sé sá fremsti í heiminum á sínu sviði.

Hann spilaði síðast með Newcastle þegar að liðið mætti Tottenham fyrir tæpum mánuði síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×