Handbolti

Guðmundur: Þurfum toppleik til þess að vinna

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir liðið vilja jafna besta árangur Íslands á HM frá upphafi. Til að ná því þarf að vinna Króatíu á morgun.

"Lokaundirbúningur er hefðbundinn fyrir utan tveggja daga frí. Ég gaf því alveg frí í gær. Við fórum í fjögurra tíma rútuferð og ég gaf því frí frá æfingum og videofundum, strákarnir hafa örugglega verið ánægðir með það," sagði Guðmundur og glotti enda hafa videofundirnir verið ófáir í ferðinni.

"Dagurinn í dag er samt heðfbundinn. Á æfingunni í dag kemur i síðan í ljós hvaða leikmenn standa mér til boða," sagði Guðmundur en mesta áhyggjuefnið er Ingimundur Ingimundarson. Ólafur Stefánsson er einnig meiddur og Snorri er tæpur.

"Leikurinn leggst nokkuð vel í mig en við verðum að eiga toppleik til þess að vinna. Við höfum ekki riðið feitum hesti í viðureignum okkar gegn þeim. Þeir munu verða mjög erfiðir."

Guðmundur segir einnig að mótið hafi verið einstaklega erfitt en horfa má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×