Handbolti

Norðmenn enduðu í 9. sæti eftir framlengdan leik gegn Serbíu

Bjarte Myrhol og félagar í norska landsliðinu enduðu í 9. sæti eftir sigur gegn Serbíu.
Bjarte Myrhol og félagar í norska landsliðinu enduðu í 9. sæti eftir sigur gegn Serbíu. Mynd/Valli

Norðmenn náðu 9. sætinu á HM í handbolta með 32-31 sigri gegn Serbíu en sá leikur fór í framlengingu líkt og leikurinn um 11. sætið fyrr í kvöld. Staðan var jöfn, 30-30, eftir venjulegan leiktíma. Håvard Tvedten tryggði Norðmönnum sigurinn með marki tveimur mínútum fyrir leikslok.

Norðmenn enduðu mótið á jákvæðum nótum þrátt fyrir að línumaðurinn Frank Løke hafi verið rekinn úr liðinu fyrir agabrot á miðvikudaginn.

Robert Hedin þjálfari Noregs var þokkalega sáttur við árangur liðsins. „Við töpuðum gegn Ungverjum, Spánverjum og Íslendingum. Það er ásættanlegt,“ sagði Hedin við TV2 eftir leikinn.

Mörk Noregs: Ole Erevik Børge Lund 2, Erlend Mamelund 1, Johannes Hippe, Bjarte Myrhol 6, Vegard Samdahl, Håvard Tvedten 9, Sondre Paulsen 4, Eivind Tangen, Einar Sand Koren 4, Christoffer Rambo 2, Espen Lie Hansen 2, Thomas Skoglund, Kristian Kjelling 2.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×