Handbolti

Løke svarar fyrir sig: „Hlægilegt og dæmigert fyrir Noreg“

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Frank Løke hefur verið gagnrýndur fyrir að vera í slæmu líkamlegu ástandi á HM. Hér er hann í leik gegn Brasilíu.
Frank Løke hefur verið gagnrýndur fyrir að vera í slæmu líkamlegu ástandi á HM. Hér er hann í leik gegn Brasilíu. AFP

Frank Løke var í gær rekinn úr norska landsliðinu í handbolta fyrir brot á agareglum og mun hann ekki leika fleiri leiki fyrir Noreg á meðan Robert Hedin þjálfar liðið. Løke er allt annað en ánægður með framkomu landsliðsþjálfarans og telur að hann hafi verið rekinn fyrir það eitt að fara seint að sofa.

„Ef það á að reka 31 árs gamlan leikmann úr landsliðinu fyrir það að fara seint að sofa þá er það hlægilegt og dæmigert fyrir Noreg. Þetta hefði aldrei verið gert hjá öðru landi," sagði Løke í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV2 í dag.

Løke sendi frá sér ítarlega fréttatilkynningu þar sem sem hann fór yfir atburði kvöldsins. Þar segir hann m.a. frá því að hann hafi setið til borðs með Robert Hedin á meðan leikmenn borðuðu saman með styrktaraðilum norska landsliðsins.

„Ef ég hef drukkið of mikið áfengi á þeim tíma þá hefði þjálfarinn getað sagt mér frá því. Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki farið beint í rúmið þegar við komum á hótelið," segir Løke en samkvæmt frétt Verdens Gang fór Løke inn á hótelherbergi ásamt 15-20 öðrum leikmönnum frá ýmsum þjóðum.

Þar sátu þeir og spjölluðu en drukku ekki áfengi. Það var galsi í þeim og þeir vöktu m.a. nokkra spænska landsliðsmenn og hoppuðu í rúmunum þeirra.

Frank Løke rekinn úr norska landsliðinu fyrir agabrot






Fleiri fréttir

Sjá meira


×