Handbolti

Guðmundur: Gagnrýni Dags á ekki rétt á sér

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Mynd/Valli
Mynd/Valli

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari undrast gagnrýni Dags Sigurðssonar og hann vísar þeim ummælum Dags að hann sé að hlífa Ólafi Stefánssyni til föðurhúsanna.

"Ég hef ekki séð þessi ummæli hans Dags og þá er alltaf erfitt að tjá sig. Staðan er aftur á móti sú að þetta er heimsmeistarakeppni og það er mín skylda að spila á mínu sterkasta liði sem stendur til boða.

"Ég hef heyrt því fleygt að Dagur segi að ég sé að hlífa Ólafi Stefánssyni. Ef það er rétt þá er það sorglegt. Þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," sagði Guðmundur.

Nánar er rætt við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni

Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu.

Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum

Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×