Handbolti

Í beinni: Ísland - Króatía

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik Íslands og Frakklands.
Aron Pálmarsson í leik Íslands og Frakklands. Mynd/Valli

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Íslands og Króatíu um fimmta sætið á HM í handbolta sem fer fram í Svíþjóð.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Ísland - Króatía.

Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir íslenska liðið þar sem að liðið sem ber sigur úr býtum mun tryggja sér þátttökurétt í auðveldasta riðlinum í undankeppni Ólympíuleikanna 2012.

Liðin sem verða í 4. og 5. sæti á HM fara inn í eina riðilinn í undankeppninni sem mun innihalda aðeins tvær Evrópuþjóðir. Þrjár Evrópuþjóðir verða í hinum riðlunum tveimur.

Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í undankeppninni en aðeins komast tólf þjóðir alls á Ólympíuleikana. Það er því að miklu að keppa.

Króatía hefur undanfarin ár verið eitt allra sterkasta handboltalandslið heimsins. Síðan að liðið varð heimsmeistari árið 2003 hefur það unnið fjórum sinnum til silfurverðlauna á HM (2005 og 2009) og EM (2008 og 2010.). Króatar urðu einnig Ólympíumeistarar árið 2004.

Króatía varð í fimmta sæti á HM 2007 í Þýskalandi eftir öruggan sigur á Rússum í leik um 5.-6. sætið, 34-24. Ísland varð í áttunda sæti í þeirri keppni eftir tap fyrir Spánverjum í lokaleik, 40-36.

Bæði Króatía og Ísland ætluðu sér þó stærri hluti á HM í Svíþjóð en töpuðu bæði mikilvægum leikjum. Króatar fyrir Dönum og Svíum en Ísland fyrir Frökkum og Spánverjum en þessi fjögur lið komust einmitt í undanúrslit nú.

Íslendingar töpuðu einnig fyrir Þjóðverjum heldur óvænt og þá misstigu Króatar sig einnig þegar þeir mættu Serbum í riðlakeppninni og gerðu þá jafntefli.

Úrslit, staða og næstu leikir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×