Handbolti

Staffan: Við höfum engu að tapa

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Staffan "Faxi" Olsson, landsliðsþjálfari Svía, er hæfilega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn gegn Frökkum á morgun.

"Við bíðum spenntir eftir leiknum. Þetta á eftir að verða skemmtilegt verkefni. Við vitum allt um styrkleika franska liðsins. Þeir eru með frábært lið. Við munum gera okkar besta og við höfum engu að tapa," sagði Olsson við Vísi í dag.

"Við höfum áhorfendur með okkur og það mun ekki veita af stuðningnum ef við eigum að geta unnið þennan leik. Við munum leggja allt undir og njóta leiksins. Það er ekkert annað hægt að gera."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×