Fleiri fréttir

NBA: Memphis vann Miami og San Antonio búið að vinna tíu í röð

Miami Heat tapaði fimmta leiknum sínum á tímbilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið heimsótti Memphis Grizzlies. Oklahoma City Thunder vann hinsvegar aftur án Kevin Durant, San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og Utah Jazz kom í sjötta sinn til baka í fjórða leikhluta á tímabilinu.

Lionel Messi tókst ekki að bæta met Raúl

Lionel Messi skoraði þrennu í 8-0 stórsigri Barcelona á Almería í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og varð um leið aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær því að skora 100 deildarmörk fyrir Barcelona.

Íslenskir dómarar duglegir að skipta um félög

Þóroddur Hjaltalín Jr. er þriðji íslenski FIFA-dómarinn á stuttum tíma sem ákveður að skipta um félag sem hann dæmir fyrir. Allir hafa þessir dómarar skipt úr félagi í úrvalsdeild karla í félag í neðri deildunum. Þetta kom fram á fótbolta.net.

Sigurganga AG Kaupmannahöfn heldur áfram

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu saman fimm mörk þegar AG Kaupmannahöfn vann öruggan 32-25 útisigur á Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. þetta var áttundi sigur liðsins í röð.

Þrenna Raúl gegn Werder Bremen í gær - myndband

Spánverjinn Raúl Gonzalez skoraði þrennu fyrir Schalke 04 í 4-0 stórsigri á Meistaradeildarliði Weerder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsta þrennan hans fyrir þýska félagið síðan að hann kom þangað frá Real Madrid í sumar.

Stuð á sundparinu Erlu Dögg og Árni Má í Bandaríkjunum

Þau skötuhjú Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason eru að gera flotta hluti á Nike Cup Invitational í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum en þar keppa þau fyrir skóla sinn Old Dominion. Þetta kemur fram á heimasíðu Njarðvíkur.

Haukar töpuðu með tveimur mörkum á móti Grosswallstadt

Haukar töpuðu með tveggja marka mun, 26-24, í fyrri leiknum á móti Grosswallstadt í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en leikið var í Þýskalandi í kvöld. Haukarnir eru því í ágætum málum fyrir seinni leikinn á Ásvöllum um næstu helgi.

Liverpool vann öruggan sigur á West Ham

Liverpool hoppaði upp í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur á botnliði West Ham á Anfield í kvöld. Öll mörk Liverpool komu á fyrstu 38 mínútum leiksins og það var ekki að sjá að það háði liðinu mikið að vera án fyrirliðans Steven Gerrard.

Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í vetur

Kvennalið Fjölnis vann langþráðan sigur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 60-57. Fjölnir hafði tapaði sjö fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Atli: Markvarslan skapaði sigurinn

„Þetta var alveg frábær leikur. Seinni hálfleikurinn var frábær með þessari markvörslu og vörn sem og að við vorum að klára hraðaupphlaupin vel. Við vorum ekki að fá boltann og stoppa heldur fórum við fljótir upp og kláruðum sóknirnar," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar eftir 33-25 sigur á FH í Kaplakrika í dag.

Umfjöllun: Sveinbjörn átti stórleik í Kaplakrika

Leik FH og Akureyri lauk með 33–25 sigri gestanna í Kaplakrika í dag. Með þessu halda Akureyringar sér á toppnum og en þeir eru búnir að vinna alla sína leiki á meðan FH-ingar eru áfram í 4. sæti.

Logi: Við vorum í bakkgírnum í seinni hálfleik

„Þetta var frekar dapurt í dag og ég bjóst ekki við svona leik ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Logi Geirsson leikmaður FH eftir 25-33 tap gegn Akureyri í Kaplakrika í dag.

Ólafur: Þeir rúlluðu bara yfir dautt lið

„Fyrri hálfleikurinn var góður en svo kom kafli í seinni hálfleik sem við vorum að gera allt annað en við ætluðum okkur" sagði Ólafur A. Guðmundsson leikmaður FH eftir 25-33 tap gegn Akureyri í dag.

Ferguson: Gott fyrir Rooney að fá svona góðar móttökur

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, talaði um það eftir 2-0 sigur á móti Wigan í dag að hann þurfti að fara minnka hræringar á liði sínu á næstunni. United náði Chelsea að stigum þar sem að meistararnir töpuðu sínum öðrum leik í röð.

Stjörnukonur unnu nauman sigur í Eyjum

Það fóru þrír leikir fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Stjarnan vann sinn fimmta sigur í röð og náði toppliði Fram að stigum en Framkonur eiga leik inni. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar unnu líka sína leiki.

Gylfi spilaði í sjö mínútur í stórsigri Hoffenheim

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðustu sjö mínúturnar í 4-0 útisigri Hoffenheim á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta en Gylfi missti af landsleiknum við Ísrael í vikunni vegna meiðsla.

Vettel: Nýju dekkin betri en flestir áttu von á

Sebastian Vettel, nýbakaður Formúlu 1 meistari prófaði nýju Pirelli dekkin sem verða notuð á næsta ári í dag og í gær ásamt fjölda ökumanna keppnisliða. Prófunin er mikilvægur þáttur í þróun dekkjanna fyrir komandi keppnistímabil þar sem Pirelli tekur við því hlutverki að útvega dekk í stað Bridegstone sem hefur gert það síðustu ár.

Akureyringar fóru illa með FH-inga í seinni hálfleik

Akureyri hélt sigurgöngu sinni áfram í N1 deild karla með því að vinna átta marka stórsigur á FH, 33-25 í Kaplakrikanum í dag. Eftir að hafa verið jafnt í fyrri hálfleik settu Akureyringar í fimmta gír í seinni hálfleik og náðu góðu forskoti sem þeir slepptu aldrei.

Ferrari menn fljótastir á nýju dekkjunum

Fernando Alonso var fljótastur allra á Pirelli dekkjunum sem hafa verið prófuð af kappi í Abu Dhabi í dag. Í gær var Felipe Massa á Ferrari fljótastur að sama skapi, en Pirelli dekk verða notuð í Formúlu 1 á næsta ári í stað Bridgestone, en aðeins einn dekkjaframleiðandi hefur verið í íþróttinni síðustu ár til að spara kostnað

Chelsea tapaði aftur og United búið að ná þeim að stigum

Manchester United komst upp að hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Wigan og óvænt 1-0 tap Chelsea á móti Birmingham í dag. Wayne Rooney lék 34 síðustu mínúturnar með United en þetta var fyrsti leikur hans síðan að hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning. í

Hamarskonur halda sigurgöngu sinni áfram

Hamar vann 18 stiga sigur á Snæfelli, 72-54, í Stykkishólmi í dag og hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs Hamars í efstu deild þar sem liðið er taplaust eftir átta umferðir.

Harry Redknapp: Þetta var frábært afrek

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, varð í dag fyrsti stjóri félagsins til þess að vinna eitt af stóru liðinum á útivelli í 68 leikjum þegar Tottenham vann 3-2 sigur á Arsenal á Emirates-vellinum í dag.

Valur, Þór/KA og Breiðablik byrja öll á heimavelli

Þrjú efstu liðin í Pepsi-deild kvenna í sumar, Valur, Þór/KA og Breiðablik, byrja öll á heimavelli þegar deildin fer af stað á næsta ári en það var dregið í töfluröð í höfuðstöðvum KSÍ í dag í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar.

Blikar byrja titilvörnina á móti KR og FH

Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla á næsta ári en það var dregið í töfluröð í höfuðstöðvum KSÍ í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar í dag.

Hauki og félögum tókst ekki að vinna í Madison Square Garden

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland urðu í 4. sæti á 2K Sports Classic hraðmótinu í New York en því lauk í nótt. Maryland tapaði 76-80 fyrir Illinois í leiknum um þriðja sætið efrir að hafa tapað fyrir Pittsburgh í undanúrslitunum. Pittsburgh vann síðan mótið.

Van der Vaart: Frábær dagur fyrir félagið

Rafael Van der Vaart vildi ekki gera of mikið úr sigrinum á Arsenal í dag en Hollendingurinn snjalli var lykilmaðurinn á bak við 3-2 sigur Tottenham á Emirates með því að skora eitt mark og leggja hin tvö upp.

Bale: Sýndum það í seinni hálfleik hversu góðir við erum

Gareth Bale og félagar í Tottenham voru kátir með 3-2 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal í dag. Tottenham lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik en skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggði sér sinn fyrsta útisigur á Arsenal í 17 ár.

Tottenham lenti 2-0 undir á móti Arsenal en vann leikinn 3-2

Tottenham vann sinn fyrsta útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í 17 ár þegar liðið kom til baka eftir að lent 2-0 undir og tryggði sér 3-2 sigur. Younes Kaboul skoraði sigurmark Tottenham á 85. mínútu leiksins en Rafael van der Vaart skoraði eitt og lagði upp hin tvö.

Ray Wilkins sækir sér lögfræðiaðstoð

Ray Wilkins, fyrrum aðstoðarmaður Carlo Ancelotti hjá Chelsea, er ekki sáttur með endalok sín hjá Chelsea og hefur nú staðfest það að hann sé búinn að sækja sér lögfræðiaðstoðar vegna að hans mati ósanngjarns brottreksturs.

HK tapaði með fimm mörkum í Rússlandi

HK tapaði 34-39 í fyrri leik sínum á móti rússneska liðinu Kaustik í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta en leikirnir fara báðir fram í Rússlandi um helgina. Rússarnir unnu síðustu þrjár mínúturnar 4-1 og tryggðu sér ágætt forskot fyrir seinni leikinn á morgun.

Redknapp: Verðum að vinna þennan ef að við ætlum að vinna titilinn

Tottenham hefur ekki unnið útisigur á nágrönnum sína í Arsenal í 17 ár en stjóri liðsins, Harry Redknapp, segist vera bjartsýnni á sigur en oft áður þar sem að liðið hans sé mun sterkara en það hefur verið síðustu tímabil. Norður-London slagur Arsenal og Tottenham hefst klukkan 12.45.

Wenger vill að stuðningsmenn sýni William Gallas virðingu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur biðlað til stuðningsmanna félagsins að sýna William Gallas þá virðingu sem hann á skilið þegar franski miðvörðurinn snýr aftur á Emirates-völlinn í dag með núverandi liði sínu, Tottenham.

Helena með 18 stig á 29 mínútum í öruggum sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en liðið vann öruggan 82-59 sigur á UTSA í nótt. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem TCU nær að vinna þrjá fyrstu leiki tímabilsins undir stjórn þjálfarans Jeff Mittie.

NBA: Oklahoma vann í Boston án Kevin Durant

Oklahoma City Thunder liðið er allt að koma til eftir erfiða byrjun og í nótt vann liðið 89-84 sigur á Boston í Boston í NBA-deildinni í körfubolta. San Antonio Spurs vann sinn níunda leik í röð og er með besta sigurhlutfallið í deildinni ásamt New Orleans Hornets sem hefur líka unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum. Miami og Lakers unnu líka sína leiki í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir