Fleiri fréttir

Kristinn dæmir einvígi Drillo og Trapattoni

Kristinn Jakobsson dómari mun dæma vináttulandsleik á milli Írlands og Noregs, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi. Þetta er alþjóðlegur leikdagur en sama dag fer íslenska landsliðið til Tel Aviv og spilar við Ísrael.

Ibanez sleppur við leikbann

Pablo Ibanez, leikmaður West Brom, þarf ekki að taka út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Blackpool á mánudagskvöldið.

United enn á eftir Sanchez

Umboðsmaður Alexis Sanchez, leikmanns Udinese á Ítalíu, segir að Manchester United hafi enn áhuga á kappanum.

Alonso: Markmiðið að komast á verðlaunapall

Fernando Alonso er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna og getur tryggst sér meistaratitilinn í Brasilíu um helgina ef vel gengur. Hann telur þó líklegra að úrslitin ráðist ekki fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Hann hefur haldið þessu fram í langan tíma og afstaða hans hefur ekkert breyst, þó hann sé nú 11 stigum a undan Mark Webber í stigamótinu og í efsta sæti stigamótsins.

Webber stefnir sigur í Brasilíu

Mark Webber hjá Red Bull vann mótið í fyrra á Interlagos brautinni í Brasilíu sem keppt er á um helgina og ef hann vinnur tvö síðustu mót ársins getur hann orðiði heimsmeistari ökumanna í fyrsta skipti á ferlinum.

Lahm hjá Bayern til 2016

Philipp Lahm, fyrirliði þýska landsliðsins, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Bayern München til loka tímabilsins 2016.

Massa vill sigur, en mun hjálpa Alonso

Felipe Massa verður meðal fjögurra Brasilíumanna á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Interlagos brautinni í Brasilíu um helgina. Hann á ekki möguleika á meistaratitilinum og mun styðja við bakið á liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso í titilslagnum, komi sú staða upp í mótinu.

Klinsmann ráðinn til FC Toronto

Jürgen Klinsmann, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur verið ráðinn til FC Toronto í Kanada í stöðu ráðgjafa.

Bæði Grindavíkurliðin skipta um bandaríska leikmenn

Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um bandaríska leikmenn í báðum meistaraflokksliðum sínum í Iceland Express deildunum. Karlakaninn, Andre Smith, fer heim af persónulegum ástæðum en kvennakananum, Charmaine Clark, var sagt upp vegna þess að hún stóð ekki undir væntingum. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

Hodgson bað Benitez afsökunar

Roy Hodgson hefur beðið Rafa Benitez, fyrrum stjóra Liverpool, afsökunar vegna ummæla sinna í síðustu viku.

Tevez gæti spilað um helgina

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vill ekki útiloka að Carlos Tevez geti spilað með liðinu gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Anelka aldrei spilað betur

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Nicolas Anelka hafi aldrei spilað betur á ferlinum en einmitt nú. Hann átti ríkan þátt í 4-1 sigri Chelsea á Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í gær.

Heskey frá í einn mánuð

Emile Heskey, leikmaður Aston Villa, verður frá keppni næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á hné á æfingu með liðinu í gær.

Jón Daði til reynslu hjá AGF

Selfyssingurinn efnilegi, Jón Daði Böðvarsson, mun halda til Danmerkur um helgina þar sem hann verður til reynslu hjá AGF í Árósum.

Tiger byrjaði ágætlega í Kína

Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem lék með Ryderliði Evrópu á Celtic Manor í haust, er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á HSBC meistaramótinu í golfi í Kína. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods lék ágætlega og er hann á 68 höggum eða 4 höggum undir pari vallar.

Samningi Kezman við PSG sagt upp

Lítið hefur gengið hjá serbneska framherjanum Mateja Kezman síðan hann var keyptur dýrum dómi til Chelsea árið 2004.

Mourinho: Seinna mark Inzaghi var ólöglegt

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, sagði það vera sanngjarnt að sitt lið hefði fengið stig gegn AC Milan í kvöld. Hann var líka á því að seinna mark Inzaghi hefði verið ólöglegt þar sem Inzaghi hefði verið rangstæður.

Allegri: Synd að klára ekki leikinn

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, var hundsvekktur að hafa ekki fengið öll stigin gegn Real Madrid í kvöld. Filippo Inzaghi fór langleiðina með að tryggja Milan öll stigin en Pedro Leon jafnaði í uppbótartíma.

Walcott hefur engar áhyggjur þrátt fyrir tap

Theo Walcott, leikmaður Arsenal, var ekki að fara á taugum þó svo liðið hafi tapað fyrir Shaktar Donetsk í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal í keppninni í ár en liðið er enn á toppi síns riðils.

Meistarajafntefli hjá AC Milan og Real Madrid

Gamli jálkurinn, Pippo Inzaghi, stal senunni í Meistaradeildinni í kvöld er hann skoraði tvö mörk fyrir AC Milan gegn Real Madrid í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að það myndi duga til sigurs en Pedro Leon jafnaði metin er tæpar fjórar mínútur voru búnar af uppbótartíma.

Sverrir Þór: Hún er gríðarlega mikilvæg fyrir okkur

Fjögurra leikja sigurganga Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna endaði með fjórtán stiga tapi á móti Hamar í Hveragerði í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að sýnar stelpur hafi gert það besta út hlutunum eftir að hafa misst stigahæsta leikmann sinn, Dita Liepkalne, meiddan af velli eftir aðeins 54 sekúndur.

Ágúst: Við getum spilað miklu betur en þetta

Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var sáttur með sigurinn á Njarðvík í Iceland Express deild kvenna í kvöld en vonast þó eftir að liðið spili betur í toppslagnum á móti Keflavík í næsta leik.

Sigrar hjá Íslendingaliðunum

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar unnu öruggan sigur á Melsungen, 40-25, er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Guðmundur hefur því ekki enn tapað leik með liðið.

Umfjöllun: Kristrún með stórleik í öruggum sigri Hamars

Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum.

Kobe gefur kost á sér í landsliðið á nýjan leik

Það er ekki eftirsótt hjá NBA-stjörnunum að spila með bandaríska landsliðinu í körfubolta nema Ólympíugull sé í boði. Það sást síðasta sumar er flestir bestu leikmenn deildarinnar gáfu ekki kost á sér fyrir HM.

Grindavík vann auðveldan sigur á Þór

Grindavík komst í kvöld áfram í Poweradebikar karla er liðið vann átakalítinn sigur á Þór á Akureyri. Grindavík yfir allan tímann og vann 67-90.

Ribery vill ekki missa Schweinsteiger

Frakkinn Franck Ribery hefur hvatt félaga sinn hjá FC Bayern, Bastian Schweinsteiger, til þess að skrifa undir nýjan samning hið fyrsta. Ribery vill að Schweini skuldbindi sig hjá félaginu til 2015 hið minnsta.

FIA staðfesti 20 Formúlu 1 mót 2011

FIA staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða árið 2011 í Formúlu 1. Fyrsta mótið verður í Barein, en það síðasta í Brasilíu. Í þremur tilfellum eru þrjú mót í mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir