Golf

Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Mickelson keppir á LIV mótaröðinni en hann er sigursælasti kylfingur síðustu áratuga.
Phil Mickelson keppir á LIV mótaröðinni en hann er sigursælasti kylfingur síðustu áratuga. Getty/Al Chang

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur átt magnaðan feril og unnið sex risatitla og 45 PGA-mót á ferli sínum. Hans mesta afrek gæti þó verið í draumahöggum kylfinga.

Hinn 55 ára gamli Mickelson sem flestir kalla „Lefty“ var meðal tíu efstu í heimi í sjö hundruð vikur en komst þó aldrei í efsta sætið. Hann var inn á topp fimmtíu í 25 ár samfellt.

Mickelson hefur vissulega hitt mörg frábær högg á frábærum ferli en hann montar sig af því að hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum.

Þetta kemur fram í umfjöllun um Mickelson í upplýsingariti LIV Golf mótarraðarinnar.

Þetta eru mun fleiri ásar heldur en hjá kylfingum eins og Tiger Woods.

Mickelson segist hafa farið einu holu í höggi að meðaltali á ári síðan hann var sex ára gamall.

Síðasti sigur Mickelson á risamóti var í maí 2021 þegar hann vann PGA-meistaramótið í annað skiptið. Hann vann Opna breska meistaramótið 2013 og Mastersmótið í þriðja sinn árið 2010.

Mickelson varð í öðru sæti á Mastersmótinu árið 2023 en hefur ekki náð niðurskurðinum á fyrstu þremur risamótum ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×