Handbolti

Sigrar hjá Íslendingaliðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur fékk að hvíla nokkuð í kvöld.
Ólafur fékk að hvíla nokkuð í kvöld.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar unnu öruggan sigur á Melsungen, 40-25, er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Guðmundur hefur því ekki enn tapað leik með liðið.

Löwen hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddi í hálfleik með sjö mörkum, 21-14.

Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen í kvöld, þar af eitt úr víti, og Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark.

Sigurbergur Sveinsson, Árni Þór Sigtryggsson og félagar í Rheinland lentu í svakalegum leik er þeir sóttu Friesenheim. 15-15 í hálfleik og liðin héldust í hendur allt til enda leiksins.

Rheinland hafði þó sigur að lokum, 28-29. Árni Þór skoraði tvö mörk fyrir Rheinland en Sigurbergur var ekki á meðal markaskorara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×