Fleiri fréttir

GP 2 meistarinn Maldonaldo prófaði Hispania og Williams

Pastor Maldonado frá Venúsúela prófaði Hispania og Willams bíla á æfingum í Abu Dhabi í vikunni, en nokkur umræða hefur verið um að hann taki autt sæti sem Nico Hulkenberg skildi eftir sig þar. Hulkenberg ætlar að leita á önnur mið, en Rubens Barrichello verður áfram hjá Williams

Dani Alves á förum frá Barcelona

Flest bendir til þess að brasilíski bakvörðurinn Dani Alves yfirgefi herbúðir Barcelona í janúar eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum hans við félagið.

Messi skoraði loksins á móti Brasilíu - myndband

Lionel Messi skoraði langþráð mark í gær í 1-0 sigri Argentínu á erkifjendum sínum í Brasilíu. Þetta var fyrsta markið hans á móti Brasilíu en hann var að mæta þeim í fimmta sinn. Argentína vann jafnframt sinn fyrsta sigur á nágrönnum sínum í sex leikjum eða síðan í júní 2005.

Oden meiddur á ný - sorgarsagan endurtekur sig í Portland

Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007.

Sagna: Gibbs verður framtíðarbakvörður enska liðsins

Bacary Sagna var ángæður með að sjá liðsfélaga sinn hjá Arsenal, Kieran Gibbs, spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik með enska landsliðinu í gær. Frakkar unnu Englendinga 2-1 á Wembley og lagði Sagna upp seinna mark franska landsliðsins.

Ferguson dreymdi um að taka við Barcelona

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt það að hann hefði verið til í að taka við liði Barcelona og það sé í raun eina félagið sem gæti dregið hann frá Manchester United.

Nani eyðilagði snilldarmark Ronaldo í gær - myndband

Portúgalir unnu 4-0 stórsigur á heims- og evrópumeisturum Spánverja í gærkvöldi en leikurinn hefði kannski átt að fara 5-0. Cristiano Ronaldo sýndi snilldartilþrif á 37. mínútu leiksins þegar hann plataði Gerard Pique upp úr skónum og lyfti honum síðan fullkomlega yfir Iker Casillas í markinu. Markið var þó ekki dæmt gilt þökk sé hugsunarleysi Nani.

John Terry hittir sérfræðing á Ítalíu

John Terry, fyrirliði Chelsea, er floginn til Ítalíu þar sem að hann mun hitta ítalskan sérfræðing til þess að komast að því hvað það er sem er að hrjá hann. Terry glímir við taugaverk niður eftir öllum hægri fætinum og óttast sjálfur að hann geti verið frá í marga mánuði.

Capello ánægður með frammistöðu Carroll

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var mjög ánægður með frammistöðu Andy Carroll í sínum fyrsta leik með enska landsliðinu. Carroll tókst þó ekki að skora í 1-2 tapi Englands á móti Frakklandi á Wembley í gær.

Þrekþjálfari Liverpool brjálaður út í Capello

Darren Burgess, þrekþjálfari Liverpool, gagnrýndi Fabio Capello, þjálfara enska landsliðsins, harðlega í gærkvöldi vegna þess að Steven Gerrard var ennþá inn á vellinum þegar hann meiddist í lok tapsins á móti Frökkum.

NBA: Miami, Lakers og Boston unnu öll örugga sigra í nótt

Miami Heat, Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu öll leiki sína örugglega í NBA-deildinni í nótt, New Orleans vann Dallas, San Antonio Spurs vann sinn áttunda leik í röð og New York Knicks endaði sex leikja taphrinu.

Eðlilegt að einhverjar sitji svekktar heima

Júlíus Jónasson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið nítján leikmenn í íslenska lands­liðið sem fer á æfingamót í Noregi um þarnæstu helgi. Svo verður fækkað um þrjá í hópnum og fara sextán leikmenn Evrópumeistara­mótið í Danmörku og Noregi í næsta mánuði. Allir leikir Íslands verða í Danmörku.

Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu

Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar.

Ungu strákarnir gefa Íslandi von

Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2.

Portúgalar slátruðu heimsmeisturunum

Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram víða um Evrópu í kvöld en í þeim síðasta gerði Portúgal sér lítið fyrir og slátruðu heims- og Evrópumeisturum Spánar, 4-0.

Dagur upp fyrir Alfreð

Füchse Berlin komst upp í annað sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld með sigri á Lemgo, 26-24.

Frakkar unnu Englendinga á Wembley

Frakkland vann 2-1 sigur á Englandi í vináttulandsleik þjóðanna sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld.

Magnús: Bleikt er málið

Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram, fór mikinn í marki Fram í kvöld og varði 21 skot í 27-31 sigri Fram á Íslandsmeisturum Hauka.

Ólafur Bjarki með fjórtán í sigri HK

Ólafur Bjarki Ragnarsson fór mikinn í liði HK og skoraði fjórtán mörk í fimm marka sigri liðsins á Selfossi í N1-deild karla í kvöld. HK vann með fimm marka mun, 39-34.

Björgvin: Basl á sókninni hjá okkur

Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður Hauka, var ekki sáttur eftir fjögurra marka tap Íslandsmeistaranna á heimavelli, 27-31, gegn Fram í N1-deild karla í kvöld.

Fylkir heldur í við toppliðin

Fylkir vann í kvöld öruggan sigur á HK í N1-deild kvenna, 38-29, og heldur því í við topplið deildarinnar.

Ljungberg vill koma aftur í enska boltann

Endurkoma Robert Pires í ensku úrvalsdeildina hefur kveikt áhugann hjá Svíanum Freddie Ljungberg að koma aftur til Englands. Pires er búinn að semja við Aston Villa.

Cupic frá í sex vikur

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen verður án króatíska hornamannsins Ivan Cupic næstu vikurnar en hann er meiddur á hné.

Ísland bjargaði andlitinu í Ísrael

Ísland mátti þola tap, 3-2, fyrir Ísrael í vináttulandsleik í Tel Aviv í kvöld. Góð úrslit í ljósi þess að staðan var orðin 3-0 strax í fyrri hálfleik. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands.

Rio óánægður með drykkjumenninguna í enska boltanum

Knattspyrnumenn á Englandi hafa verið duglegir við það að komast á forsíður blaðanna fyrir drykkjulæti. Rio Ferdinand, leikmaður Man. Utd, segir að leikmenn geti ekki hagað sér eins og kjánar ef þeir ætli að halda sig á toppnum.

Michel Platini: Xavi ætti að fá Gullboltann

Michel Platini, forseti UEFA, segir að Spánverjinn Xavi Hernandez ætti að fá Gullboltann sem besti knattspyrnumaður ársins í heimnum en flestir fótboltaspekingar eru á því að Xavi mun berjast um hnossið við þá Andres Iniesta og Wesley Sneijder.

Báðir þjálfarar Hauka dæmdir í leikbann

Þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna hjá Haukum voru í gær dæmdir í leikbann á fundi Aganefndar HSÍ en leikbönnin koma þó ekki til með að hafa áhrif á störf þeirra með sínum liðum sínum í N1 deild karla og kvenna.

Eiður Smári orðaður við Reading

Enska B-deildarliðið Reading er að leita sér að styrkingu og ætlar að reyna að fá lánaðan leikmann áður en lokað verður fyrir lánasamninga næsta fimmtudag.

Rússinn Petrov líklega áfram hjá Renault

Eric Boullier, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault telur líklegt að Vitaly Petrov frá Rússlandi verði áfram hjá liðinu á næsta ári, en hann stóð sig vel í lokamótinu í mikilli báráttu við Fernando Alonso hjá Ferrari.

Ísrael ekki búið að tapa á Bloomfield í fjögur ár

Ísland mætir Ísrael í vináttulandsleik í Tel Aviv í kvöld og fer leikurinn fram á Bloomfield leikvanginum og hefst kl. 17:35 að íslenskum tíma. Þetta verður fyrsti landsleikur Ísraels á vellinum í tuttugu mánuði en ísraelska landsliðið spilar jafnan heimaleiki sína á þjóðarleikvanginum í Ramat Gan sem er í úthverfi Tel Aviv.

Sjá næstu 50 fréttir