Umfjöllun: Flottir Framarar lögðu meistarana Henry Birgir Gunnarsson á Ásvöllum skrifar 17. nóvember 2010 20:58 Einar Rafn skoraði tíu mörk í kvöld. Mynd/Anton Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Það blés ekki byrlega fyrir Fram í upphafi. Haukarnir spiluðu firnasterka framliggjandi vörn sem virtist koma gestunum á óvart. Þeir jöfnuðu sig smám saman og náðu að jafna fyrir hlé, 14-14. Framarar áttu leikinn í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega í 19-15. Þá tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Það var greinilega betra en frægt leikhlé í leik gegn FH fyrr í vetur því Haukarnir komu grimmari út á völlinn, mættu Frömurum enn framar og það gekk upp. Það var ekki bara vörninni að þakka því Birkir Ívar varði eins og brjálæðingur fyrir aftan. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Haukar náðu að jafna, 21-21. Þá skildu leiðir á nýjan leik og Haukar áttu ekki innistæðu fyrir annarri endurkomu. Sanngjarn sigur Fram sem spilaði flottan leik. Varnarleikur liðsins var svolítið lengi í gang en um leið og liðið náði betri tökum á Björgvini Hólmgeirssyni náði það forystu. Reyndar var óskiljanlegt að Fram skildi ekki klippa Björgvin alveg út því aðrir leikmenn Hauka voru aldrei líklegir. Framarar hefðu síðan slátrað þessum leik ef Birkir Ívar hefði ekki varið eins berserkur. Það er flott breidd í þessu Fram-liði sem spilar á mörgum mönnum og allir skila sínu. Magnús öflugur í markinu og þetta Fram-lið lítur vel út. Það er komið á flug og hefur alla burði til þess að fljúga hátt áfram. Haukarnir þurfa aftur á móti að skoða sinn leik. Þeir eru ráðalausir er þeir þurfa að stilla upp í sókn og átakanlegt að sjá engan annan en Björgvin gera nokkurn skapaðan hlut í sókninni. Ungu strákana virðist vanta sjálfstraust en ef þeir stíga ekki upp þá verða Haukarnir ekki í toppbaráttu í vetur. Birkir Ívar og Björgvin munu ekki vinna leiki einir síns liðs í vetur. Haukar-Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Svan Kristjánsson 1 (4), Matthías Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21 (47/1) 45 %. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Það blés ekki byrlega fyrir Fram í upphafi. Haukarnir spiluðu firnasterka framliggjandi vörn sem virtist koma gestunum á óvart. Þeir jöfnuðu sig smám saman og náðu að jafna fyrir hlé, 14-14. Framarar áttu leikinn í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega í 19-15. Þá tók Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Það var greinilega betra en frægt leikhlé í leik gegn FH fyrr í vetur því Haukarnir komu grimmari út á völlinn, mættu Frömurum enn framar og það gekk upp. Það var ekki bara vörninni að þakka því Birkir Ívar varði eins og brjálæðingur fyrir aftan. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Haukar náðu að jafna, 21-21. Þá skildu leiðir á nýjan leik og Haukar áttu ekki innistæðu fyrir annarri endurkomu. Sanngjarn sigur Fram sem spilaði flottan leik. Varnarleikur liðsins var svolítið lengi í gang en um leið og liðið náði betri tökum á Björgvini Hólmgeirssyni náði það forystu. Reyndar var óskiljanlegt að Fram skildi ekki klippa Björgvin alveg út því aðrir leikmenn Hauka voru aldrei líklegir. Framarar hefðu síðan slátrað þessum leik ef Birkir Ívar hefði ekki varið eins berserkur. Það er flott breidd í þessu Fram-liði sem spilar á mörgum mönnum og allir skila sínu. Magnús öflugur í markinu og þetta Fram-lið lítur vel út. Það er komið á flug og hefur alla burði til þess að fljúga hátt áfram. Haukarnir þurfa aftur á móti að skoða sinn leik. Þeir eru ráðalausir er þeir þurfa að stilla upp í sókn og átakanlegt að sjá engan annan en Björgvin gera nokkurn skapaðan hlut í sókninni. Ungu strákana virðist vanta sjálfstraust en ef þeir stíga ekki upp þá verða Haukarnir ekki í toppbaráttu í vetur. Birkir Ívar og Björgvin munu ekki vinna leiki einir síns liðs í vetur. Haukar-Fram 27-31 (14-14) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (21), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (8/2), Freyr Brynjarsson 3 (3), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/3 (32/3) 47%, Aron Rafn Eðvarðsson 6 (20/3) 30%. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur, Heimir, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Einar, Sveinn). Utan vallar: 10 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 10/3 (15/5), Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 5 (7/1), Andri Berg Haraldsson 4 (10), Jóhann Karl Reynisson 2 (4), Róbert Aron Hostert 1 (2), Kristján Svan Kristjánsson 1 (4), Matthías Daðason 1 (1), Haraldur Þorvarðarson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 21 (47/1) 45 %. Hraðaupphlaup: 13 (Einar 7, Jóhann 2, Halldór, Andri, Jóhann, Matthías). Fiskuð víti: 6 (Haraldur 2, Róbert, Andri, Jóhann, Einar). Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira