Handbolti

Glandorf mun leysa Carlén af hólmi hjá Flensburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holger Glandorf.
Holger Glandorf.

Fyrrum Íslendingalið Lemgo er ekki í góðum málum þessa dagana. Það missti marga sterka leikmenn síðasta sumar og má það að mörgu leyti rekja til bágs fjárhags félagsins.

Nú er félagið væntanlega að missa fleiri stjörnur því landsliðsskyttan öfluga, Holger Glandorf, er á förum til Flensburg næsta sumar að því er kemur fram í Bild.

Honum er ætlað að leysa Oscar Carlén af hólmi hjá Flensburg en Carlén er sagður vera á förum til Hamburg næsta sumar.

Lemgo ræður ekki lengur við launakröfur Glandorf en hann er sagður vera með 17 þúsund evrur í mánaðarlaun hjá Lemgo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×