Handbolti

Dagur upp fyrir Alfreð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Nordic Photos / AFP

Füchse Berlin komst upp í annað sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld með sigri á Lemgo, 26-24.

Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse sem hefur náð frábærum árangri í haust og er komið upp fyrir meistaralið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar. Füchse er nú einu stigi á eftir toppliði Hamburg.

Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir Füchse í kvöld en liðið var fjórum mörkum undir í hálfleik, 15-11. Þeir sneru leiknum þó sér í vil undir lok leiksins en staðan var jöfn, 23-23, þegar átta mínútur voru til leiksloka.

Þá skoraði Þórir Ólafsson fjögur mörk fyrir Lübbecke sem tapaði fyrir Göppingen á útivelli, 31-23. Lübbecke er í tólfta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×