Eðlilegt að einhverjar sitji svekktar heima Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2010 07:00 Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna. Fréttablaðið/Valli Júlíus Jónasson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið nítján leikmenn í íslenska landsliðið sem fer á æfingamót í Noregi um þarnæstu helgi. Svo verður fækkað um þrjá í hópnum og fara sextán leikmenn Evrópumeistaramótið í Danmörku og Noregi í næsta mánuði. Allir leikir Íslands verða í Danmörku. „Mér líst vel á þennan hóp og eðlilega tel ég að ég hafi valið besta hópinn sem við eigum,“ sagði Júlíus við Fréttablaðið í gær. „Það er þó alltaf erfitt að standa að svona vali og það var ekki öðruvísi núna. Það er alveg ljóst og fullkomlega eðlilegt að það eru einhverjir leikmenn sem sitja eftir svekktir.“ Júlíus segir að margt þurfi að hafa í huga við val á landsliði. „Það er ýmislegt í þessu vali sem er ekki auðlesið af mörgum en þannig er það bara. Auðvitað væri betra að hafa fleiri leikmenn en maður er bundinn af reglunum.“ Júlíus valdi þrjá markverði í hópinn og segir óljóst hvort hann fari með alla þrjá til Danmerkur eða skilji einn eftir heima. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun hvað það varðar enn og báðir möguleikar koma til greina. Hér áður fyrr fóru lið undantekningalaust með þrjá markverði á stórmótin en það hefur breyst. Nú er hægt að skipta út leikmönnum eftir riðlakeppnina ef meiðsli koma upp og málin hafa þróast þannig að lið gera meira af því að fara með tvo markverði – án þess að ég sé að gefa nokkuð upp um hvað ég ætli að gera,“ segir Júlíus. Sjálfsagt eru margir leikmenn óánægðir með að hafa ekki fengið tækifæri til að sanna sig fyrir þjálfaranum á æfingamótinu í Noregi. „Ég er búinn að skoða marga leikmenn og tel að ég sé nú með bestu leikmennina sem við eigum í hverri stöðu fyrir sig. Það eru einnig leikmenn í hópnum sem geta leikið fleira en eina stöðu, sem getur líka reynst dýrmætt.“ Hann segir að liðið ætli ekki að láta sér nægja að hafa komist inn á Evrópumeistaramótið en það er í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna kemst á stórmót. „Við vitum að okkar riðill er mjög erfiður en þannig er það með alla riðlana – öll sextán liðin sem keppa á mótinu eru mjög sterk. Við erum litla liðið í riðlinum en það getur líka verið kostur. Einn sigur gæti fleytt okkur upp úr riðlinum og draumurinn er að ná því að gera betur en við höfum gert hingað til. Það var frábært að komast á EM en við viljum ekki setja punktinn þar.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Júlíus Jónasson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið nítján leikmenn í íslenska landsliðið sem fer á æfingamót í Noregi um þarnæstu helgi. Svo verður fækkað um þrjá í hópnum og fara sextán leikmenn Evrópumeistaramótið í Danmörku og Noregi í næsta mánuði. Allir leikir Íslands verða í Danmörku. „Mér líst vel á þennan hóp og eðlilega tel ég að ég hafi valið besta hópinn sem við eigum,“ sagði Júlíus við Fréttablaðið í gær. „Það er þó alltaf erfitt að standa að svona vali og það var ekki öðruvísi núna. Það er alveg ljóst og fullkomlega eðlilegt að það eru einhverjir leikmenn sem sitja eftir svekktir.“ Júlíus segir að margt þurfi að hafa í huga við val á landsliði. „Það er ýmislegt í þessu vali sem er ekki auðlesið af mörgum en þannig er það bara. Auðvitað væri betra að hafa fleiri leikmenn en maður er bundinn af reglunum.“ Júlíus valdi þrjá markverði í hópinn og segir óljóst hvort hann fari með alla þrjá til Danmerkur eða skilji einn eftir heima. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun hvað það varðar enn og báðir möguleikar koma til greina. Hér áður fyrr fóru lið undantekningalaust með þrjá markverði á stórmótin en það hefur breyst. Nú er hægt að skipta út leikmönnum eftir riðlakeppnina ef meiðsli koma upp og málin hafa þróast þannig að lið gera meira af því að fara með tvo markverði – án þess að ég sé að gefa nokkuð upp um hvað ég ætli að gera,“ segir Júlíus. Sjálfsagt eru margir leikmenn óánægðir með að hafa ekki fengið tækifæri til að sanna sig fyrir þjálfaranum á æfingamótinu í Noregi. „Ég er búinn að skoða marga leikmenn og tel að ég sé nú með bestu leikmennina sem við eigum í hverri stöðu fyrir sig. Það eru einnig leikmenn í hópnum sem geta leikið fleira en eina stöðu, sem getur líka reynst dýrmætt.“ Hann segir að liðið ætli ekki að láta sér nægja að hafa komist inn á Evrópumeistaramótið en það er í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna kemst á stórmót. „Við vitum að okkar riðill er mjög erfiður en þannig er það með alla riðlana – öll sextán liðin sem keppa á mótinu eru mjög sterk. Við erum litla liðið í riðlinum en það getur líka verið kostur. Einn sigur gæti fleytt okkur upp úr riðlinum og draumurinn er að ná því að gera betur en við höfum gert hingað til. Það var frábært að komast á EM en við viljum ekki setja punktinn þar.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira