Íslenski boltinn

Guðmundur Steinn og Einar lánaðir í HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Marteinsson í leik með Val sumarið 2008.
Einar Marteinsson í leik með Val sumarið 2008. Mynd/Gísli Baldur

HK hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni í sumar en Valur hefur ákveðið að lána þá Guðmund Stein Hafsteinsson og Einar Marteinsson til félagsins.

Fram kemur á heimasíðu HK að Valur hefur rétt á að kalla þá til baka hvenær sem er að einum mánuði liðnum.

Báðir eru þeir 21 árs gamlir og hafa verið að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki Vals síðustu ár.

Fyrr í vikunni var greint frá því að markvörðurinn Haraldur Björnsson hefði verið lánaður frá Val í Þrótt. Mun hann því einnig spila í 1. deildinni í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×