Fleiri fréttir

Hlynur: Hefði ekki sofið fram á haust hefðum við tapað aftur

Ef það var einhver sem átti það skilið að verða Íslandsmeistari í Keflavík í gær þá var það Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson sem kórónaði frábært tímabil og magnaða úrslitakeppni með enn einum stórleiknum í Keflavík í gær. Hlynur var með 21 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk loksins að taka við þeim stóra.

Webber: Red Bull þarf að gera betur

Ástralinn Mark Webber telur að Red Bull liðið sem hann ekur hjá þurfi að taka til hendinnni í mótum sem framundan eru. Hann var meðal gesta á opnun breyttrar Silverstone brautar í gær.

NBA: Dallas úr leik

San Antonio og Phoenix tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta á kostnað Dallas og Portland.

Fögnuður Snæfells - myndir

Snæfell varð í gærkvöld Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins er liðið rúllaði yfir Keflavík í oddaleik í Sláturhúsinu.

Reynir tekur við karlaliði Fram

Handknattleiksdeild Fram gekk í gær frá ráðningu á Reyni Þór Reynissyni sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem tók við keflinu af Viggó Sigurðssyni í vetur er hann var rekinn.

Nick Bradford: Völdum slæman dag til þess að spila hrikalega illa

Nick Bradford varð annað árið í röð að sætta sig við að tapa í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra tapaði hann með Grindavík aðeins einu stigi á móti KR en í kvöld steinlágu hann og félagar hans í Keflavík fyrir Snæfelli.

Árni búinn að semja við Dormagen

Handboltalið Akureyrar heldur áfram að missa leikmenn því skyttan örvhenta, Árni Þór Sigtryggsson, hefur skrifað undir samning við þýska úrvalsdeildarliðið Dormagen.

Guðjón Skúlason: Við vorum okkur bara til skammar

Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var mjög ósáttur með leik sinna manna eftir 36 stiga tap á heimavelli á móti Snæfelli í hreinum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

Jóhannes Karl laus frá Burnley

Jóhannes Karl Guðjónsson vaknar sem frjáls maður í fyrramálið því hann hefur náð samkomulagi um starfslokasamning við Burnley. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag.

Sigur hjá Davíð en tap hjá Ragnari

Íslendingaliðið IFK Göteborg lá á heimavelli gegn Malmö í kvöld, 0-2, er liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Jafntefli hjá Þóru og félögum

Íslendingaliðið LdB Malmö er enn í efsta sæti sænsku kvennadeildarinnar þó svo liðið hafi ekki náð að leggka Linköping af velli í kvöld.

Coyle reiðubúinn að selja Cahill

Owen Coyle, stjóri Bolton, segir að hann muni ekki koma í veg fyrir að Gary Cahill verði seldur frá félaginu ef stórt félag sýnir honum áhuga.

Hodgson ekki á leið frá Fulham

Mohammad Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson verði áfram knattspyrnustjóri liðsins þrátt fyrir áhuga annarra félaga.

Umboðsmaður: Arshavin ekki á leið frá Arsenal

Andrei Arshavin er ekki á leið frá Arsenal og líklegast er að hann verði áfram hjá félaginu þar til að knattspyrnuferli hans lýkur. Þetta segir umboðsmaður Arshavin, Dennis Lachter.

Snæfellingar geta jafnað afrek Njarðvíkinga frá 1994

Snæfellingar geta í kvöld jafnað sextán ára gamalt afrek Njarðvíkinga frá árinu 1994 þegar Njarðvíkingar tryggðu sér titilinn eftir að hafa unnið oddaleiki á útivelli í bæði undanúrslitum og lokaúrslitum.

Keflvíkingar hafa aldrei tapað oddaleik um titilinn á heimavelli

Keflvíkingar eru gestgjafar í kvöld í fjórða sinn í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Babel spenntur fyrir leiknum í kvöld

Ryan Babel segist vera tilbúinn til að spila sem framherji með Liverpool gegn Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Íslandsmeistarabikarinn hefur aldrei farið norður fyrir Esju

Snæfell getur í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagins þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um titilinn í Toyota-höllinni í Keflavík. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Breytt Silverstone braut vígð í dag

Damon Hill, fyrrum meistari í Formúlu 1 og forseti breska kappakstursklúbbsins var meðal þeirra sem vígðu breytta og bætta Silverstone braut í Bretlandi í dag. Þá mætti hertoginn af York, Andrew prins en hann var gerður að heiðursfélaga í félagi breskra kappakstursökumanna, en akstursíþróttastarfsemi er mikilvægur þáttur í bresku efnahagslífi. Talið er að um 50.000 starfi beint á akstursíþróttum í Bretlandi.

Emil snýr ekki aftur til Barnsley

Emil Hallfreðsson er búinn að ganga frá sínum málum hjá enska B-deildarliðinu Barnsley og mun ekki snúa aftur til liðsins á næsta tímabili.

Keflvíkingar geta fyrstir lyft Sindra Stál-bikarnum í tíunda skipti

Keflvíkingar geta í kvöld orðið fyrsta félagið sem vinnur Sindra Stál-bikarinn í tíunda skipti þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Moss telur Schmacher búinn með það besta

Bretinn Stirling Moss, fyrrum Formúlu 1 ökumaður telur að Michael Schumacher hafi gert mistök í því að mæta aftur í Formúlu 1 og hann hafi ekki sömu brennandi þörf á sigri og áður. Moss vann sjálfur 16 Formúlu 1 mótum á meðan hann keppti og ók m.a. með Mercedes á sínum tíma sem Schumacher keppir með í dag.

Kemur ekki til greina að selja Subotic

Manchester United hefur nú verið orðað við serbneska varnarmanninn Neven Subotic sem slegið hefur í gegn með Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir