Fleiri fréttir

City með augun á Fabregas

Það er orðrómur um að Manchester City ætli sér að kaupa Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal. Eigandi félagsins, Sheikh Mansour, hefur gefið grænt ljós á að bjóða í þennan magnaða leikmann.

Giggs: Getum enn bjargað tímabilinu

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir að hans lið geti vel bjargað tímabilinu þó svo að liðið sé dottið út úr meistaradeildinni. United var slegið út af þýska liðinu FC Bayern.

Man. City slátraði Brimingham

Manchester City styrkti stöðu sína í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar enn frekar í dag með stórsigri, 5-1, á Birmingham.

Markalaust hjá Liverpool og Fulham

Það verður seint sagt að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar séu á skotskónum í dag því þriðja markalausa jafnteflið í röð er staðreynd.

Ronaldo heldur í vonina

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, hefur ekki misst vonina um að vinna titilinn eftir ósigur gegn Barcelona í stórslag liðanna í gær.

Nick hefur tapað öllum leikjunum á móti Keflavík

Njarðvíkingar eiga á hættu að vera sópað í sumarfrí af nágrönnum sínum í Toyota-höllinni í kvöld og þeir þurfa því nauðsynlega á stórleik að halda frá Bandaríkjamanninum sínum Nick Bradford. Nick á hinsvegar enn eftir að kynnast því að vinna Keflavík í Njarðvíkurbúningnum.

Man. Utd að missa af lestinni

Vonbrigði Man. Utd ætla engan enda að taka þessa dagana en liðið er á góðri leið með sturta tímabilinu ofan í klósettið á mettíma.

Löwen tapaði eftir framlengingu

Hamburg varð í dag þýskur bikarmeistari í handknattleik eftir dramatískan sigur á Íslendingaliðinu Rhein Neckar Löwen. Hamburg vann með einu marki, 34-33, eftir framlengingu.

Van Basten hefur áhyggjur af Rooney

Hollenska goðsögnin, Marco Van Basten, hefur varað Manchester United við því að nota Wayne Rooney, framherja liðsins, en Rooney spilaði meiddur gegn FC Bayern í meistaradeildinni fyrr í vikunni.

Markalaust hjá Stoke og Úlfunum

Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Stoke City sótti Wolverhampton Wanderers heim.

Stjarnan og Haukar með bakið upp við vegg

Undanúrslitin í N1-deild kvenna halda áfram í dag er leikir númer tvö í einvígjunum fara fram á sama tíma. Þar sem aðeins þarf að vinna tvo leiki í einvígunum gæti legið fyrir í dag hvaða lið mætast í úrslitarimmunni.

Zola hefur glatað trausti leikmanna

Brasilíski framherjinn Ilan hjá West Ham segir að Gianfranco Zola sé ekki lengur við stjórn hjá West Ham. Hann hafi glatað trausti leikmanna og muni ekki vinna það aftur.

Liverpool gæti þurft að selja Gerrard eða Torres

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur viðurkennt að svo kunni að fara að Liverpool neyðist til að selja eina af stórstjörnum sínum. Það þýðir að annað hvort Steven Gerrard eða Fernando Torres gæti verið á förum.

NBA: Góður sigur hjá San Antonio gegn Denver

Tap Denver fyrir San Antonio í nótt var dýrt því liðið missti forskoti í sinni deild og það gæti haft mikil áhrif á heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Denver þurfti aðeins að vinna annan af tveimur síðustu heimaleikjum sínum til þess að tryggja sigur í sinni deild.

Bjarni óvæntur Íslandsmeistari í júdó

Bjarni Skúlason, sem keppir í -90 kg flokki, vann óvæntan sigur í opna flokknum á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fram fór í Laugardalshöll í gær.

Jóhannes NM-meistari í karate

Jóhannes Gauti Óttarsson varð í gær Norðurlandameistari í kumite en mótið fer fram í Tallin í Eistlandi. Hann varð meistari í flokki unglinga undir 70 kílóum.

Arenas farinn í fangelsi

Körfuboltamaðurinn Gilbert Arenas hóf í nótt afplánun í fangelsi vegna byssumálsins svokallaða en Arenas var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að koma með byssur í búningsklefa Washington Wizards.

Tiger í þriðja sæti - Westwood efstur

Þriðja keppnisdegi af fjórum á Masters-mótinu er lokið. Englendingurinn Lee Westwood er efstur fyrir lokadaginn en Tiger Woods er í þriðja sæti og hefur ekki sagt sitt síðasta orð.

Barcelona vann El Clásico

Barcelona gerði sér lítið fyrir og lagði Real Madrid, 0-2, á Santiago Bernabeau-leikvanginum í Madrid í kvöld. Sigurinn verðskuldaður enda var Barcelona betra liðið allan leikinn.

Ingi Þór: Ótrúlegur varnarleikur í fjórða leikhluta

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var sigurreifur eftir leikinn gegn KR í dag en hann er búinn að vinna tvo leiki í röð á sínum gamla heimavelli. Honum finnst það augljóslega ekkert sérstaklega leiðinlegt.

Páll: Þetta var aumingjaskapur

Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir að hans menn höfðu tapað fyrir Snæfelli annan leikinn í röð á heimavelli. Snæfell getur því komist í úrslitarimmu Íslandsmótsins með sigri í Hólminum á mánudag.

Nonni Mæju: Þetta var mjög sætt

Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, var eins og svo oft áður með betri leikmönnum Snæfells í dag. Þessi afar vanmetni leikmaður var brosmildur er blaðamaður Vísis hitti hann eftir leik.

Chelsea í bikarúrslit

Chelsea komst í dag í úrslit ensku bikarkeppninnar með sigri á Aston Villa, 3-0. Leikið var á Wembley-leikvanginum í London.

Mourinho gæti losað sig við Maicon

Brasilíski bakvörðurinn Maicon færðist skrefi nær því að verða seldur frá Inter í gær er hann mætti 35 mínútum of seint á æfingu liðsins.

Breskir blaðamenn eru viðbjóðslegir

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er foxillur í breska blaðamenn sem hann segir vera viðbjóðslega. Hann segist hreinlega ekki skilja þá.

Hamburg mætir Löwen í úrslitum bikarsins

Það verður enginn Íslendingaslagur í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í ár því Íslendingaliðið TuS N-Lübbecke tapaði, 37-32, fyrir Hamburg í síðari undanúrslitaleiknum.

Ronaldo býst við markaleik í kvöld

Portúgalinn Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, bíður spenntur eftir El Clásico í kvöld eins og öll heimsbyggðin. Þá mætast Barcelona og Real Madrid í svakalegum leik enda eru þau jöfn á toppi spænsku deildarinnar.

Benitez svarar gagnrýni

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er heldur betur ósáttur við þá gagnrýni sem hann hefur fengið varðandi meðhöndlun sína á Fernando Torres. Benitez fékk að heyra það er hann tók Torres af velli gegn Birmingham um daginn.

Löwen komið í bikarúrslit

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen tryggði sig í dag inn í úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með auðveldum sigri á Gummersbach, 31-21.

Sjá næstu 50 fréttir