Handbolti

Hamburg mætir Löwen í úrslitum bikarsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þórir og félagar börðust hetjulega í dag.
Þórir og félagar börðust hetjulega í dag.

Það verður enginn Íslendingaslagur í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í ár því Íslendingaliðið TuS N-Lübbecke tapaði, 37-32, fyrir Hamburg í síðari undanúrslitaleiknum.

Hamburg var með frumkvæðið allan leikinn en leikmenn Lübbecke gáfust ekki upp og voru lengstum í seilingarfjarlægð.

Hamburg réð síðan lögum og lofum á lokamínútunum og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum.

Þórir Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir TuS N-Lübbecke í leiknum og Heiðmar Felixson tvö.

Úrslitaleikur Rhein Neckar Löwen og Hamburg fer fram klukkan 11.15 í fyrramálið og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×