Fleiri fréttir

Real Madrid ætlar sér Vargas

Real Madrid ætlar sér að krækja í Juan Manuel Vargas, vængmann ítalska liðsins Fiorentina, í sumar. Inter hefur líka sýnt leikmanninum áhuga.

Leikmenn City reyna fyrir sér í tískubransanum

Fashion Kicks heitir tískuhátíð sem nú stendur yfir í Manchester. Hátíðin er haldin til styrktar krabbameinssamtökum en Shay Given, markvörður Manchester City, er skipuleggjandi hennar.

Portsmouth vill halda Grant - Næsti stjóri West Ham?

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að enskt úrvalsdeildarlið vilji fá Avram Grant við stjórnvölinn fyrir næsta tímabil. Talið er að um sé að ræða West Ham sem er nú fjórum stigum frá fallsæti.

Óseldir HM-miðar seldir í matvörubúðum

Hálf milljón óseldra miða á leiki heimsmeistaramótsins í fótbolta eru komnir til sölu í matvörubúðum og stórmörkuðum í þeim borgum Suður-Afríku þar sem leikið verður.

Massa: Búumst til varnar gegn McLaren

Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina.

Boa Morte mættur til leiks aftur

Vængmaðurinn Luis Boa Morte lék í gærkvöldi varaliðsleik fyrir West Ham gegn Wolves. Hann hefur verið frá í átta mánuði vegna meiðsla á hné.

Mancini vill engar afsakanir frá Sir Alex

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vonar að Wayne Rooney verði með United í grannaslagnum um næstu helgi. Rooney hefur farið hamförum á tímabilinu og skorað 34 mörk í öllum keppnum.

Zanetti: Við stefnum á þrennuna

Inter komst í gær í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar með því að leggja Fiorentina 2-0 í tveimur leikjum. Javier Zanetti, fyrirliði Inter, á sér þann draum að liðið taki þrennuna á tímabilinu.

Hefðir átt að hrinda Messi niður stigann

Lionel Messi fór illa með Arsenal í Meistaradeildinni í síðustu viku. The Walcott, vængmaður Arsenal, segir frá því í viðtali við The Sun hvernig hann hefði getað útilokað Messi frá leiknum.

Allt í lagi að baula en ekki sýna dónaskap

Stuðningsmenn Tottenham hafa aldrei fyrirgefið varnarmanninum Sol Campbell fyrir að yfirgefa liðið fyrir níu árum og ganga til liðs við erkifjendurna í Arsenal.

Juventus vill fá svar frá Benítez

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur fengið þau skilaboð frá ítalska félaginu Juventus að það vilji fá að vita í enda næstu viku hvort hann hafi áhuga á að taka við þjálfun liðsins.

Ólafur Stígsson hættur við að hætta

Ólafur Stígsson hefur ákveðið að taka skóna úr hillunni og leika áfram með Fylkismönnum á komandi leiktíð. Hann hafði lagt þá á hilluna eftir frábært tímabil í fyrra.

Messi: Fabregas kemur aftur til Barcelona

Lionel Messi reiknar með að leika með Cesc Fabregas í liði Barcelona. Þeir voru saman í akademíu Barcelona áður en Fabregas yfirgaf félagið fyrir Arsenal árið 2003.

Varaforsetinn hrinti þjálfaranum

Sérkennilegt mál skyggir á sigur Chicago Bulls í nótt. John Paxson, varaforseti félagsins, er sagður hafa hrint þjálfaranum Vinny Del Negro eftir leik í síðasta mánuði.

NBA: Chicago vann Boston

Þegar aðeins lokaumferðin er eftir er Chicago Bulls með eins leiks forskot á Toronto í áttunda sæti Austurdeildar NBA. Liðin berjast um að enda í því sæti og komast í úrslitakeppnina.

Ítalir treysta á hlutleysi Platini í baráttunni við Frakka um EM 2016

Það styttist óðum í að Knattspyrnusamband Evróu ákveði hvar Evrópukeppni í knattspyrnu fari fram árið 2016. Ítalir, Frakkar og Tyrkir keppast við að sannfæra UEFA-menn um að þeir geti haldið flottustu Evrópukeppnina til þessa en hún mun þarna innihalda 24 þjóðir í fyrsta skiptið. UEFA mun tilkynna það 28. maí hvar Evrópukeppnin mun fara fram eftir sex ár.

Úrslitaleikur spænska bikarsins á heimavelli Barcelona

Úrslitaleikurinn í spænsku bikarkeppninni í ár, Copa del Rey, mun fara fram á Camp Nou, heimavelli Evrópumeistara Barcelona. Þetta var tilkynnt í dag en það tók spænska knattspyrnusambandið margar vikur að finna staðsetningu fyrir leikinn.

Gunnar Einarsson: Við erum klárlega að toppa á réttum tíma

Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson fór fyrir sínu liði í 89-83 sigra í Njarðvík í kvöld og 12 stig og 5 fráköst segja minnst um framlag hans í leiknum. Barátta Gunnars var engu lík og hann var á eftir öllum lausum boltum í þessum leik. Keflavík sló Njarðvík því út 3-1 og er komið í lokaúrslitin á móti annaðhvort KR eða Snæfell.

Guðjón Skúlason: Mikið afrek að koma hingað og vinna tvisvar

Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var kátur eftir að hans menn slógu nágrannana í Njarðvík út úr úrslitakeppninni með 89-83 sigri í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann þar með undanúrslitaeinvígi liðanna 3-1 og er komið í lokaúrslitin á móti annaðhvort KR eða Snæfell.

Japanir með súrefnisgrímur

Takeshi Okada, þjálfari landsliðs Japan, hefur skipað leikmönnum sínum að nota súrefnisgrímur til að undirbúa sig undir loftslagið á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku.

Hull berst við falldrauginn án Stephen Hunt

Hull varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að þeirra markahæsti leikmaður á tímabilinu spilar ekki meira þennan veturinn. Stephen Hunt hefur ekki spilað síðan 20. febrúar en er samt sem áður markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk.

Stórt tap hjá Helga og félögum - 1-2 undir á móti Norrköping

Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni sænska úrvalsdeildarinnar eftir 33 stiga tap á útivelli, 105-72, á móti Norrköping í kvöld. Norrköping er þar með komið í 2-1 í einvíginu og vantar bara einn sigur til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin.

Börsungar án Iniesta næstu vikur

Spænski miðjumaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona er meiddur og leikur ekki næsta mánuðinn. Þetta er áfall fyrir Börsunga sem hafa þriggja stiga forystu á Real Madrid í spænsku deildinni.

Sigurður: Liðið sem vinnur okkur það hlýtur að vinna

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, sá sína menn detta út úr úrslitakeppninni í kvöld eftir 83-89 tap á heimavelli á móti nágrönnunum úr Njarðvík. Keflvík vann þar með undanúrslitaeinvígi liðanna 3-1 og er komið í lokaúrslitin á móti annaðhvort KR eða Snæfell.

Hörður Axel: Það er enginn búinn að tala um okkur í allan vetur

Hörður Axel Vilhjálmsson átti flottan leik í vörn og sókn þegar Keflavík tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir 89-83 sigur á nágrönnum úr Njarðvík í kvöld. Keflavík vann einvígið 3-1 og báða leikina sem liðið spilaði í Ljónagryfju Njarðvíkinga.

Keflavík í lokaúrslitin eftir sex stiga sigur í Ljónagryfjunni

Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum.

Ian Rush: Liverpool verður að hætta að treysta svona mikið á Torres

Ian Rush, hinn kunni markaskorari Liverpool á árum áður, segir að Liverpool-liðið verði að fara getað spilað án spænska framherjans Fernando Torres. Torres hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og Liverpool-liðið hefur ekki verið sannfærandi án hans.

Hörður Axel með hæsta framlagið í einvíginu - Gunnar skorar mest

Keflvíkingar eiga þá þrjá leikmenn sem hafa skilað mestu í framlagi til sinna liða í fyrstu þremur leikjum Keflavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitaeinvígi nágrannanna í Iceland Express deild karla. Fjórði leikurinn fer fram í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Logi: Ef Guð er til næ ég heilu tímabili án meiðsla

„Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH.

Nick og Magnús hafa unnið alla upp á líf og dauða leiki saman

Njarðvíkingarnir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson hafa ekki enn ekki tapað saman einvígi í úrslitakeppninni en þeir eru upp við vegginn fræga í kvöld ásamt félögum sínum úr Njarðvíkurliðinu í annað skiptið á þremur dögum. Fjórði leikurinn fer fram í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Grant með tilboð frá ensku úrvalsdeildarliði

Samkvæmt heimildarmanni The Sun hefur Avram Grant, knattspyrnustjóri Portsmouth, úr ýmsum tilboðum að velja. Grant hefur sýnt Portsmouth mikla tryggð þrátt fyrir erfiðleika félagsins.

Einar Andri: Ætlum okkur stóra hluti með Loga

Logi Geirsson er mættur aftur í búninginn hjá FH og var hann kynntur til sögunnar í Kaplakrika í dag. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, er að sjálfsögðu hæstánægður með að fá Loga í sitt lið.

Van Persie með gegn Tottenham

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest að Robin Van Persie muni snúa aftur í liðið á morgun þegar liðið leikur gegn Tottenham. Hollendingurinn hefur ekki spilað á þessu ári eftir ökklameiðsli sem hann hlaut í vináttulandsleik.

Mancienne magnaður á miðjunni

Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Wolves, hrósar Michael Mancienne í hástert. Þessi 22 ára leikmaður er hjá Úlfunum á lánssamningi frá Chelsea og var upphaflega fenginn til að leika í vörninni.

Máttur Indlands eflist í Formúlu 1

Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum.

Berbatov talinn á útleið

Ensku götublöðin telja að þolinmæði Sir Alex Ferguson gagnvart búlgarska sóknarmanninum Dimitar Berbatov sé á þrotum. Berbatov hefur alls ekki náð að fylla skarðið sem meiðsli Wayne Rooney sköpuðu.

Sjá næstu 50 fréttir